Sköpunarsinnar ljúga og blekkja fólk

Sköpunarsinnar eins og mofi hafa gaman að því að nota ýmisskonar aðferðir til þess að blekkja og ljúga af fólki. Meðal þessara aðferða sem þeir nota er aðferð sem kallast quote mining, en það gengur útá að taka setningu og breyta henni þannig að hún virðist styðja málstað viðkomandi. Þó svo að í raun hafi setningin ekki átt við þá fullyrðingu sem hún er notuð við eða jafnvel mótmælir þeirri fullyrðingu sem viðkomandi sköpunarsinni heldur fram.

Hérna er gott samansafn yfir nokkar af þeim lygum sem sköpunarsinnar halda fram í dag. Þar á meðal mofi.

En þetta verður bara betra. Vísindamenn eru farnir að fletta ofan af lygum sköpunarsinna samanber þessa hérna frétt í The Telegraph í Bretlandi.

Creationists ‘peddle lies about fossil record’

Á vefnum Vantrú.is er að finna rök afhverju fullyrðingar sköpunarsinna standast ekki og eru í raun bara haugur af lygum.

Rökleysa sköpunarsinna

Sköpunarsinnar tengja tilveru fjölbreytileika lífvera og breytilegra einkenna þeirra við kraftaverk, beina yfirnáttúrulega íhlutun. Það er nú þannig að það er ómögulegt að spá fyrir um kraftaverk eða að framkvæma tilraunir á yfirnáttúrulegum ferlum og þess vegna framkvæma sköpunarsinnar ekki neinar grunnrannsóknir til stuðnings sköpunarkenningunni. Í staðinn fyrir að reyna að finna hugsanlega sönnun fyrir sköpun, þá ganga sköpunar “vísindin” út á það að reyna með öllum mögulegum ráðum að sýna fram á einhverja hugsanlega galla eða ónákvæmni (sem er oftar en ekki hreinn tilbúningur og misskilningur að hálfu sköpunarsinna) í þróunarfræðinni.

Sköpunarsinnar leggja mikið á sig til að afbaka allar þær niðurstöður rannsókna sem styðja þróun og þeir reyna eftir öllum mætti að nota afbakaðar niðurstöður viðurkenndra rannsókna til stuðnings sköpunarkenningunni. Þegar að þeir eru búnir að brengla og misskilja eins mikið og þeir geta af jarð-, steingervinga- og líffræðilegum gögnum þá draga þeir þá ályktun að út frá þeirra brengluðu niðurstöðum hljóta líffræðileg fyrirbæri ósjálfrátt að vera afurð almáttugs skapara.

Hér eru tekin saman nokkur algengustu rök sköpunarsinna sem þeir beita til að réttlæta sköpun ásamt að sjálfsögðu viðeigandi mótrökum.

1.Þróun er fyrir utan svið vísinda vegna þess að hún getur ekki verið rannsökuð.

Þróun er vel rannsakanleg. En sumir skilja einfaldlega ekki að þær rannsóknaraðferðir sem notast er við takmarkast við afmarkaðar tilraunir vísindamanna. Reyndar er mikill hluti vísindarannsókna á þann veg að rannsakendur afla sér gagna úr raunheimi og draga svo ályktanir út frá þeim staðreyndum sem þeir hafa. Ekki geta stjarnfræðingar handleikið stjörnur, né geta jarðfræðingar ferðast aftur í tímann, en þrátt fyrir það geta vísindamenn á báðum sviðum lært heilmikið af því að notast við þær staðreyndir sem fyrir þeim liggja til að koma fram með gild rök og nytsamlegar ályktanir um viðfangsefnið. Sama gildir um rannsóknir á þróunarsögu lífi jarðarinnar. Margir þættir þróunar eru rannsakaðir í gegnum beinar athuganir eins og er gert á fjölda mörgum öðrum sviðum vísindanna.

Steingervingar eins og t.d. Archaeopteryx gefa okkur sýn á hvernig lifverur aðlagast og breytast með tíma.
http://evolution.berkeley.edu/evolibrary/article/qualifying_01

Rannsóknir á núlifandi lífverum eins og t.d. blöðrusel geta varpað ljósi á sérstök dæmi í þróun og syrkt ýmiss hugtök þróunarfræðinnar.
http://evolution.berkeley.edu/evolibrary/article/bottlenecks_01

Stýrt val í stofni gúbbífiska á rannsóknarstofu getur gefið vísindamönnum góða mynd af þróun á sameindafræðilegum grunni.
http://evolution.berkeley.edu/evolibrary/article/artificial_01

Tilraunir með ávaxtaflugur gefa góða sýn á mátt genatískra stökkbreytinga.
http://evolution.berkeley.edu/evolibrary/article/evo_23
Molecular clock er öflugt tæki til að rannsaka þróunarfræðilegan aðskilnað tveggja tegunda.
http://evolution.berkeley.edu/evolibrary/article/0_0_0/molecclocks_01

http://en.wikipedia.org/wiki/Molecular_clock

http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/05/1/pdf/l_051_06.pdf

2.Ekki er hægt að sanna þróunarkenninguna.

Þróun getur verið skoðuð út frá staðreyndum sem fengnar eru út frá tilgátum sem við getum verið mjög örugg með vegna þess gríðarlega magns staðreynda og sönnunargagna sem er þeim í hag. Einnig sú staðreynd að algjör skortur er á haldbærum rökum andstæðra tilgáta sem eiga að sýna fram á ómöguleika þróunar. Ofgnótt sannanna frá öllum sviðum líffræði og fornleifafræði styðja þróun og aldrei hefur neinn með viðurkenndum rannsóknum getað sýnt fram á hið gagnstæða.

Á þessum tengli eru sannanir fyrir þróun útskýrðar á einfaldan hátt.
http://evolution.berkeley.edu/evolibrary/search/topicbrowse2.php?topic_id=46

Hér er fjöldinn allur af sönnunum þar sem farið er betur í efnið.
http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/04/index.html

3.Þróun er ekki vísindaleg tilgáta vegna þess að ekki er hægt að rannsaka hana og því geta engar hugsanlegar athuganir hrakið hana.

Margar hugsanlegar uppgötvanir gætu hrakið eða varpað miklum vafa á þróun, eins og t.d. óhrekjanlegur spendýra steingervingur í óhrekjanlegu Precambrian bergi. Á móti kemur að auðvelt er setja öll heilabrjótandi verk náttúrunnar í hendur órannsakanlegs vilja og ómælanlegs afls yfirnáttúrulegra gáfna, þannig er sköpunarhyggja hins vegar órannsakanleg.

4. Mynstur skipulegrar lögunar í alheiminum, þar á meðal skipulag í aðlögun lífvera, er sönnun fyrir sköpun.

Skipulag í nátúrunni eins og strúktur kristalla, koma fram vegna náttúrulegra aðstæðna og eru ekki sönnun fyrir sköpun. Sjáanlegt skipulag milli byggingar lífvera og hæfni þeirra er afleiðing virkni náttúrulegs vals á genatískan breytileika eins og hefur verið sýnt fram á í mörgum tilraunalífverum og náttúrulegum stofnum. Uppgötvun Darwins að samblanda af tilviljunarkenndum ferlum (genatískur breytileiki) og ótilviljankenndum ferlum (náttúrulegt val) bæru ábyrgð á aðlögun lífvera að breytilegum búsvæðum gáfu náttúrulega skýringu á fjölbreytileika lífvera og tilgang þeirra í náttúrunni. Þetta gerir það að verkum að dýrðarljómi yfirnáttúrulegrar íhlutunar verður bæði óþarfur og úrelltur.

Hér eru grunnupplýsingar um kristöllun, aðlögun og náttúrulegt val.

Crystallization
http://en.wikipedia.org/wiki/Crystallization

Aðlögun
http://en.wikipedia.org/wiki/Adaptation

Náttúrulegt val
http://en.wikipedia.org/wiki/Natural_selection

5. Þróun gengur ekki þar sem hún stangast á við annað lögmál varmafræðinnar, því óreiða kerfisins má ekki aukast.

Þetta er algeng mistúlkun á einu af mikilvægustu lögmálum eðlisfræðinnar. Annað lögmálið nær eingöngu yfir lokuð kerfi, eins og alheiminn í heild. Skipulag og fjölbreytileiki getur aukist í staðbundnum, opnum kerfum vegna innstreymis orku. Þetta er bersýnilegt í þroskun einstaklinga allra lífvera þar sem lífefnafræðileg hvörf eru keyrð áfram af orku sem átti upphaf sitt frá sólinni.

http://en.wikipedia.org/wiki/Second_law_of_thermodynamics

6. Það er algjörlega óhugsandi að jafnvel einföldustu lífverur hafi getað sprottið upp frá dauðum efnum. Líkur á tilviljanakenndum samröðunum á virkum t.d. 100 bp. kjarnsýruröðum er ¼100 , sem eru mjög litlar líkur. Vísindamenn hafa aldrei getað nýmyndað líf frá ólífrænum efnum.

Það er rétt að fullkomin sjálf-afritandi kerfi kjarnsýra og afritunar ensíma hafa ekki enn verið búinn til úr einföldum lífrænum efnum á rannsóknarstofum, en saga framfara vísindanna sýnir það að það væri kjánalegt og hrokafullt að áætla það að þó svo að vísindin hafi ekki getað gert eitthvað á fáum áratugum sé það ógjörningur. (Og jafnvel þó að mannkyninu takist aldrei að framkvæma þetta, vegna mannlegrar takmörkunar okkar, hvers vegna ætti það þá að neyða okkur til fylgis við hið yfirnáttúrulega ?). Mikilvæg skref í hugsanlegu upphafi lífsins, eins og lífvana nýmyndun purina, pyrimidina, amínósýra og próteina hafa verið framkvæmd á rannsóknarstofum. Það er einnig engin ástæða til að hugsa það að algjörlega nauðsynlegt hafi verið fyrir fyrstu sjálf-afritandi kjarnsýrur eða fjölpeptíð-nýmyndandi kjarnsýrur að hafa einhverja sérstaka basaröð. Ef að það eru margar hugsanlegar raðir sem koma til greina með vissan eiginleika, þá aukast líkur á myndun þeirra stigvaxandi. Að auki má það koma fram að uppruni lífsins er algjörlega óháð aðlögun og fjölbreytileika lífsins eftir að það hefur komið fram. Þannig þarf í raun engan skilning á uppruna lífsins til að geta skilið og skrásett þróun mismunandi lífvera út frá sameiginlegum forföður þeirra.

Nýmyndun peptíða
http://en.wikipedia.org/wiki/Peptide_synthesis

Nýmyndun gena
http://www.geneart.com/english/products-services/gene-synthesis/index.html

Nýmyndun amínósýra
http://en.wikipedia.org/wiki/Strecker_amino_acid_synthesis#endnote_Kendall1929

Hér eru upplýsingar um purine og pyrimidine, þar á meðal nýmyndun þeirra
http://library.med.utah.edu/NetBiochem/pupyr/pp.htm#Syn%20pu

7. Stökkbreytingar eru skaðlegar og geta því ekki stuðlað að myndun nýrra flókinna aðlögunar einkenna lífvera.

Flestar stökkbreytingar eru vissulega skaðlegar og eru sigtaðar úr stofnum með náttúrulegu vali. Sumar, aftur á móti, eru gagnlegar fyrir þá einstaklinga sem þær bera eins og hefur verið sýnt fram á með mörgum tilraunum. Flóknar aðlaganir eru oftast ekki afleiðing einnar stakrar stökkbreytingar heldur fjölda óskaðlegra stökkbreytinga sem í sameiningu aukast í tíðni sökum náttúrulegs vals.

Stökkbreyting sem veitir vörn gegn malaríu.
http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/01/2/l_012_02.html

Eru stökkbreytingar skaðlegar?
http://www.talkorigins.org/faqs/mutations.html

8. Nátúrulegt val sigtar eingöngu út óhæfa mutanta úr stofnum frekar en að stuðla að aðlögun nýrra einkenna lífvera.

“Ný” einkenni lífvera eru, í flestum tilfellum, breytileg einkenni sem hafa aðlagast út frá eldri einkennum forfeðra lífveranna. Þau hafa þá t.d. lítillega breyst í gegnum langan tíma hvað varðar stærð, lögun, þroskunarfræðilegan tíma, eða skipulagningu. Þetta er einnig hægt að sjá á sameindalíffræðilegu stigi lífvera. Náttúrulegt val stuðlar því að þess háttar breytileika með því að tíðni genasamsæta á nokkrum eða mörgum stöðum í genamenginu eykst þannig að samsettnig genasamsæta, sem upphaflega voru sjáldgæfar og því ólíklegar, verða líklegar. Athuganir og rannsóknir bæði á rannsóknarstofum og náttúrulegum stofnum lífvera hafa sýnt fram á áhrif náttúrulegs vals.

Uppruni tegundanna. Kafli 4.- Náttúrulegt val.
http://www.literature.org/authors/darwin-charles/the-origin-of-species/chapter-04.html

Mörg dæmi um þróun á sameindafræðilegum grunni.
http://evolution.berkeley.edu/evolibrary/search/topicbrowse2.php?topic_id=61

9. Tilviljun getur ekki framkallað flókna strúktúra.

Þetta er rétt, en náttúrulegt val er einbeitt, ekki tilviljanakennt, ferli. Hin tilviljanakenndu ferli þróunar, stökkbreytingar og gena flökt, stuðla ekki að þróun fjölbreytileika. Þegar að slökun verður á hinu náttúrulega vali geta flóknir strúktúrar eins og augu dýra sem lifa í dimmum hellum tekið að hrörna, að hluta til vegna afleiðinga skorðunar hlutlausra stökkbreytinga af völdum gena flökts.

Upplýsingar um genaflökt.
http://en.wikipedia.org/wiki/Genetic_drift

Ágætis upplýsingar um tilviljanakenndar stökkbreytingar og þróun.
http://evolution.berkeley.edu/evolibrary/article/0_0_0/history_19

Þróun augans
http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/01/1/l_011_01.html

http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/04/4/l_044_01.html

Eye-opening gene
http://www.sciencenews.org/pages/sn_arc97/5_10_97/bob1.htm

10. Flóknar aðlaganir eins og vængir, augu og lífefnafræðileg ferli geta ekki hafað þróast smám saman vegna þess að fyrstu stigi þróunar myndu ekki vera aðlögun. Fullkomnun slíkra flókinna aðlaganna er nauðsynleg og ómögulegt að þær gætu myndast við þróun.

Þessu var andmælt einna fyrst í bók Darwins, Uppruna tegundanna, og nýlega hefur það fengið kristilegan bjarma í ID (intelligent design). Svarið við þessu er í tveimur liðum.

Í fyrsta lagi sýna margir slíkir þættir, eins og t.d. hemoglobin og augu, mismunandi stig flókinna aðlaganna milli mismunandi lífvera. “Hálf-augu” eins og sumar lífverur hafa þ.e. auga sem er fært um að greina á milli ljóss og myrkurs en getur ekki framkallað skýrar myndir er samt sem áður betra en ekkert auga.

Í öðru lagi hafa margir strúkturar aðlagast til að þjóna nýrri virkni eftir að áður voru þeir eingöngu notaðir til annars. Hin “endanlega” útgáfa aðlögunar einhvers eiginleika eins og við sjáum hann í dag getur vissulega þarfnast nákvæmnar samhæfingar margra þátta til að geta framkvæmt vissa núverandi virkni, en fyrri stig sem hafa haft öðruvísi eða minna krefjandi hlutverk, og hafa haft lakari framkvæmdarmátt, eru afleiðing aðlögunar frá forföður. Þróun höfuðkúpu og kjálka spendýra sýna til að mynda mjög gott dæmi um þetta.

Upplýsingar um uppruna spendýra.
http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/03/1/l_031_01.html

Samsvaranir í beinabyggingu framlims ferfættlinga.
http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/04/2/l_042_01.html

Bombardier bjöllur hafa verið vinsælt dæmi hjá sköpunarsinnum, þ.e. þeir segja að einstakt varnarkerfi (boiling chemical explosion) getur engan vegin verið afleiðing þróunar. Í raun hafa margar tegundir bjallna breytilega þætti af bombardier aðlöguðu varnarkerfi og margar skyldar tegundir sýna milliliði kerfisins bæði í efnafræðilegum og anatomískum þáttum kerfisins.

Bombardier bjöllur
http://en.wikipedia.org/wiki/Bombardier_beatle

Samantekt þróun nokkura flókinna aðlaganna.
http://www7.nationalgeographic.com/ngm/0611/feature4/index.html

11. Ef breytileg bygging, eins og langur háls gíraffa, er heppileg fyrir dýrið, afhverju eru þá ekki allar tegundir með langan háls.

Þessi barnalega spurning lítur fram hjá þeirri staðreynd að mismunandi tegundir og stofnar lifa í mismunandi vistfræðilegri vist og umhverfi, þar sem að mismunandi þættir stuðla að aðlögun. Þessi staðreynd nær yfir alla þætti, þar með talið greind.

12. Ef að stigbundin þróun hefur átt sér stað, þá væru engin svipgerðarbreytileiki til staðar milli tegunda og öll flokkunarfræði væri þar af leiðandi ómöguleg.

Margar ólíkar lífverur eru tengdar í gegnum milliliðs tegundir og það veldur því að flokkunarfræðin verður oft frekar flókinn. Í öðrum tilvikum eru göt í flokkunarkerfinu vegna þess að vissir hlekkir milli mismunandi lífvera útdauðir. Þrátt fyrir að þróun eigi sér stað smátt og smátt þá hafa hentugar stökkbreytingar oft stórfengleg og aðskilin áhrif á svipgerð þeirra lífvera sem þær bera. Hvort að þróun hefur átt sér stað algjörlega stigbundið eður ei, setur þróun sem slíkri engar skorður.

Sannanir fyrir þróunarlegum milliliðum
http://www.actionbioscience.org/evolution/benton2.html

13. Steingervinga sagan er götótt og afsannar því þróun.

Staðreyndin er sú að þótt að steingervingar tegundar sem er milliliður annarra tegunda hefur ekki fundist þá afsannar það alls ekki þróun. Þróunarlíffræðingar ætlast ekki til þess að allir týndir hlekkir finnast og átta sig að sjálfsögðu á því að margar tegundir skilja einfaldlega ekki eftir sig neina steingervinga. Fjöldi tegunda steingerist mjög illa og réttar umhverfis aðstæður til að mynda gáða steingervinga eru sjaldgæfar. Þannig að vísindin verða að reikna með því að fyrir margar þróunarfræðilegar breytingar munu vera eyður í steingervingasögunni.
Vísindin hafa reyndar fundið margar milliliði tegunda sem við þekkjum í dag. Það eru t.d. til milliliður (Archaeopteryx) milli fugla og forfeðra þeirra risaeðlnanna og milli hvala og spendýra forföður þeirra.

Nákvæmni steingervinga og aldursgreiningar.
http://www.actionbioscience.org/evolution/benton.html

Þróun hvala
http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/03/4/l_034_05.html
Uppruni hvala.
http://www.neoucom.edu/DEPTS/ANAT/whaleorigins.htm

14. Þróun er eins og að klifra upp stiga framfara, lifverur eru alltaf að verða betri.

Það er rétt að náttúrulegt val sigtar út einstaklinga sem eru óhæfir til að lifa af við tilteknar aðstæður, en þróunarlega getur “nokkuð gott” virkað mjög vel. Engin lífvera þarf að vera fullkominn. Til dæmis hafa margir hópar lífvera (sumir mosar, frumdýr, sveppir, hákarlar, pungrottur, fljótakrabbar og fleiri) breyst mikið í gríðarlega langan tíma. Þau eru ekki á leið upp neinn stiga fullkomnunar. Þau eru næginlega hæf til að lifa af og fjölga sér og það er það eina sem þau þurfa að gera til að lifa af sem tegund. Aðrar lífverur hafa getað gengið í gegnum miklar breytingar á sama tíma, en það þýðir engan vegin það að þær séu orðnar á einhvern hátt betri. Hafa verður í huga að aðstæður lífvera taka breytingu, loftslag breytist, höf og lönd breytast, og ný samkeppni rís frá nýjum lífverum og það sem þótti “betra” fyrir miljón árum síðan þarf alls ekki að vera “betra” í dag. Það sem virkar vel í ákveðnu umhverfi virkar ekki endilega það vel í öðru. Hæfni lífvera er tengd umhverfi þeirra ekki framþróun lífverunnar.

Upplýsingar um lifandi steingervinga.
http://en.wikipedia.org/wiki/Living_fossil

15. Steingervingar hafa ekki sýnt fram á nein breytileg form sem standa fyrir uppruna nýrra tegunda.

Þessi algenga fullyrðing er einfaldlega röng og það fyrir finnast margir milliliðir frá forföður til seinni tíma tegunda. Sköpunarsinnar beita oft fyrir sig lúmskum undanbrögðum í viðræðum um þessi mál, eins og til að mynda að skilgreina Archaeopteryx sem fugl vegna þess að hann hefur fjaðrir og halda því svo fram að engin milliliður milli fugla og skriðdýra sé þekktur.

Homology og analogy mismunandi tegunda
http://evolution.berkeley.edu/evolibrary/article/similarity_hs_01

Þróun fugla
http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/03/4/l_034_01.html

Steingeringat í Gobí
http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/03/1/l_031_20.html

16. Steingervingar sýna ekki beint fram á aldursháða tímaröð í jarðlögum vegna þess að jarðlög eru skipuð í lög eftir steingervinga innihaldi þeirra og þeim er svo skipt í mismunandi tímaraðir út frá þeirri ályktun að þróun hefur átt sér stað.

Löngu fyrir þann tíma er bók Darwins (Origin of Species) kom út voru jarðfræðingar, sem ekki endilega trúðu á þróun, búnir að bera kennsl á niðurröðun steingervinga sem gáfu vissum jarðsögulegum jarðlögum svip og þeir gáfu flestum tímabilum jarðsögunnar nöfn sín. Síðan þá hafa geislavirknismælingar ásamt öðrum aðferðum gefið okkur ennþá nákvæmari tímaramma jarðsögunnar.

Aldur jarðarinnar
http://www.talkorigins.org/faqs/faq-age-of-earth.html

Tímaskali jarðsögunnar
http://www.talkorigins.org/faqs/timescale.html

Tímaskali jarðsögunnar og þróunnar
http://www.talkorigins.org/origins/geo_timeline.html

17. Líffæraleifar eru ekki leifar líffæra, heldur virk líffæri.

Samkvæmt hugsunargangi sköpunarsinna, hlýtur allt sem að almáttugur skapari hefur skapað að þjóna vissum tilgangi í sköpunarverkinu. Allir þættir lífvera verða því að vera virkir. Af þessari ástæðu horfa sköpunarsinnar ranglega á aðlögun lífvera sem stuðning við sínar hugmyndir. Aftur á móti eru óvirkir, ófullkominir og óaðlagaðir strúkturar mjög skiljanlegir út frá hugmyndum manna um þróun, sérstaklega ef að breytingar í umhverfi lífveru hefur gert umhverfið eða aðlagaða lifnaðarhætti lífverunnar óþarfi eða óhentuga. Fjöldi lífvera sýnir fram á marga slíka þætti bæði hvað varðar formfræði þeirra og sameindafræði.

Hér er meðal annars hægt að fræðast um líffæraleifar.
http://www.talkorigins.org/faqs/comdesc/

Lífæraleifar.
http://en.wikipedia.org/wiki/Vestigial_organs

18. Hin klassísku dæmi fyrir þróun eru röng.

Margir sköpunarsinnar halda því fram að margar af þekktustu rannsóknum á þróun, sem eru í flestum almennilegum kennslubókum, séu rangar og að þróunarfræðingar hafi vísvitandi troðið áfram sínum fölsuðu rannsóknum. Til dæmis hefur því verið haldið fram að Ernst Haeckel hafi ranglega uppgötvað samsvaranir milli fóstra spendýra með klókindum og ýkjum og að lífræðingar hafi því engin haldbær rök til að nota þessar samsvaranir sem vísbendingu fyrir þróun. Annað dæmi er hin klassíska rannsókn H. B. D. Kettlewell á áhrifum sortu af völdum iðnvæðingar og áhrif hennar á náttúrulegt val hjá mismunandi lituðum peppered náttfirðildum. Hann var sakaður um að hafa fengið fram ótvíræðar niðurstöður sem sýndu fram á náttúrulegt val af völdum afráns fugla með því að flytja náttfiðrildin á óheppilega náttstaði (trjástofna).

Ef að við gæfum okkur að í raun væru þessar rannsóknir hefðu verið rangar, þá er í fyrsta lagi ekki hægt að segja að höfundar kennslubóka eða aðrir samtíma líffræðingar væru að reyna með óheiðarlegum hætti að koma á framfæri fölsuðum niðurstöðum. Þeir gætu einfaldlega ekki hafað skoðað og farið yfir upphaflegu rannsóknina og í staðin tekið að láni upplýsingar úr annarri kennslubók. Það væri því hægt að saka þá um leti eða óvandvirkni, en enginn höfundur kennslubóka hefur tíma til að kanna hverja tilraun í þaula. Engin ástæða er til þess að gruna menn um vitvísandi óheiðarleika. Í öðru lagi þá er sú spurning hvort að Haeckel eða Kettlewell séu sekir algjörlega óháð þeim grundvallarrökum sem að baki liggja. Það voru þróunarlíffræðingar (ekki sköpunarsinnar) sem að bentu firstir á það að Haeckel hefði betrum bætt teikningar sínar af fóstrum. Þrátt fyrir það þá er fjöldi allur af fóstrum hryggdýra sem hefur sömu varðveittu mikilvægu samsvaranir (eins og seilin (notochord) og tálknafellingar (pharyngeal pouches)) og eru mun líkari í heildina litið heldur en dýrin verða síðar í þroskun. Það sem meira er, er það að merkilegar samsvaranir bæði í sjáanlegri formfræði fóstranna og undirliggjandi þroskunarfræðilegum ferlum þeirra er ekki eitthvað sem er eingöngu bundið við fóstur hryggdýra, heldur sést það í mörgum hópum dýra og plantna.

Það hefur verið sýnt fram á náttúrulegt val og skjótar þróunarfræðilegar breytingar í svo mörgum dýrategundum að þær staðreyndir myndu standast styrkum fótum jafnvel þó að pepperd moth tilraunin væri gjörsamlega röng. (Fullyrðingar Kettwells um að fuglar réðust á mismunandi hátt á ljós og dökk náttfirðildi voru byggðar á fjölda mismunandi tilrauna og aðrir vísindamenn hafa bætt ofan á þann fróðleik sem Kettwell safnaði. Þeir hafa sýnt fram á að aðrir valháðir þættir hafa einnig áhrif á þróun og tap á sortu hjá þessari tegund). Hvaða gallar sem kunna að leynast í nokkrum gömlum tilraunum þá varpa þeir engri rýrð á áratuga langa sögu eftirfarandi rannsókna hundruða vísindamanna.

Þegar að sköpunarsinnar ráðast á dæmi eins og þau að ofan og saka þau um galla og svik, þá vita þeir vel sjálfir að styrkleiki þróunarfræðinnar stendur ekki á þessum rannsóknum einum og sér. Þrátt fyrir allt þá sætta flestir sköpunarsinnar sig við náttúrulegt val og “sameindafræðilega þróun” eins og breytingar á litarfari hjá náttfiðrildum. Þessar árásir sköpunarsinna eru líka eingöngu að því fallnar að fá lesendur sína til að efast um sannleiksgildi þróunarlífræðinga til þess eins að réttlæta skilningsleysi sitt á þróun. En hafið það í huga að jafnvel þó að einstaka vísindamenn eru treggáfaðir (sem eru fáir) eða óheiðarlegir (nánast engir), þá kemur hið vísindalegaferli upp um villur og réttlætir það öryggi sem menn hafa á staðreyndum þróunarfræðinnar.

Sameiginlegur uppruni, samsvaranir þroskunar.
http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/04/2/l_042_02.html

Kettwell-Peppered Moth
http://www.millerandlevine.com/km/evol/Moths/moths.html

19. Ágreiningur milli þróunarlíffræðinga sýnir það að Darwin hafði rangt fyrir sér. Jafnvel fremstu þróunarfræðingar hafa hafnað kenningum um náttúrulegt val og allar hugmyndir um þróun eru rangar.

Ágreiningur á milli vísindamanna er til staðar á hvaða sviði vísinda sem er og er í raun sá drifkraftur sem hvetur vísindalega framþróun. Málefnalegur ágreiningur örvar rannsóknir og virkar sem lískraftur vísinda. Sköpunarsinnar misskilja eða mistúlka visvítandi þróunarlíffræðinga sem hafa haldið því fram a) að steingervinga gögn sýni frekar fram á skyndilegar þróunarlegar breytingar frekar en jafna samlíðandi þróun, b) að sum einkenni lífvera séu ekki aðlögun, c) að þróun einhvers þáttar geti orðið vegna bæði stökkbreytinga sem hafa gríðarleg áhrif og stökkbreytinga sem hafa smávægilegri áhrif, d) og að náttúrulegt val útskýri ekki suma megin þætti í sögu þróun lífsins. Raunin er sú að engin af þeim þróunarlíffræðingum sem halda uppi þessum ágreinings málum afneita þeim megin tillögum að aðlögun vissra einkenna lífvera þróast vegna áhrifa náttúrulegs vals og tilviljanakenndra stökkbreytinga. Öll þessi ágreiningsmál verða til vegna málefnalegra umræðna um þá tiltölulega algengu og mikilvægu þætti sem stýra þróun: stökkbreyting sem hefur mikil áhrif vs. stökkbreyting sem hefur lítil áhrif, genaflökt vs. náttúrulegt val, einstaklings bundið val vs. tegunda bundið val, aðlögun vs. stöðnun, o.s.frv. Þessi ágreinings mál um viss ferli þróunnar grafa engan veginn undan þeim styrku stoðum sannanna sem staðreyndir þróunarsögunnar hafa sér í vil. Engin ágreiningur er til að mynda um forfeður lífvera, þ.e. að lífverur hafa þróast út frá sameiginlegum forföður.

Lífsins tré.
http://tolweb.org/tree/phylogeny.html

20. Það eru engir steingervinga milliliðir á milli apa og manna, australopithecines var einfaldlega api. Því er til staðar óbrúanlegt bil á milli manna og allra annarra dýra hvað varðar vitræna eiginleka.

Þetta er fullyrðing um eitt sérstakt atriði innan þróunarsögunnar, en er aftur á móti atriði sem er gríðarlega mikilvægt fyrir sköpunarsinna. Þessi fullyrðing þeirra er einfaldlega röng. Fjöldi steingervinga mannapa sýna margívisleg stig þróunnar líkamsstöðu, handa og fóta, tanna, andlits byggingu, heilastærð auk annarra þátta. Milli manna og afríku apa sést bæði út frá virkum og óvirkum svæðum genamengja tegundanna beggja gríðarlega samsvörun, sem sýnir greinilega fram á nálægan sameiginlegan forföður. Vitsmunalegir eiginleikar manna hafa vissulega þroskast lengra en hjá nokkurri annarri tegund, en aftur á móti getum við séð “frumstæðari” form þeirra í öðrum prímötum og spendýrum.

Mikið af dæmum sem sýna fram á þróunn manna.
http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/07/index.html

Raðgreining á hvatbera DNA afhjúpar skyldleika mannaættar.

http://www.pnas.org/cgi/reprint/92/2/532.pdf

21. Út frá sanngirnis sjónarmiðum ætti að kenna aðrar kenningar eins og sköpunarkenninguna og intelligent design til þess að nemendur geti tekið þeirra eigin ákvörðun um hvað þeim finnst réttast.

Þessi hugsanaleysa nær engri átt. Þetta myndi leiða það af sér að kennarar yrðu að kenna hundruðir mismunandi sköpunarkenninga í virðingu við fólkið sem trúir þeim. Einnig myndi þetta neiða kennara til að viðhalda yfirnáttúrulegum útskýringum sem hugsanlegum möguleika við túlkun niðurstaðna úr tilraunum innan allra sviða jarðfræði, stjörnufræði, efnafræði og eðlisfræði. Þannig yrði nemendum kennt það að til þess að standa sig við rannsóknarvinnu á t.d. flugslysi, þá yrðu rannsakendur að íhuga hugsanlegan möguleika vélarbilunar, sprengju af völdum hryðjuverka, flugskeytaáras, eða yfirnáttúrulega íhlutun.

Raungreinakennarar eiga eingöngu að kenna viðurkennt innihald samtíma vísinda, eins og tilgátur sem hafa verið kröftuglega sannaðar og hugmyndir sem eru viðfángsefni stöðugra rannsókna. Sem sagt þeir eiga að kenna það sem vísindamenn aðhafast. Margir vísindamenn hafa leitað um fræðiheima vísindanna að niðurstöðum rannsókna sem sýna fram á hugmyndir intelligent design eða sköpunarvísinda en engar slíkar niðurstöður hafa fundist. Ekki eru heldur til nein dæmi um það að sköpunarsinnar hafi framkvæmt viðurkenndar rannsóknir sem vísindasamfélagið hafi neitað að birta. Eins og sagt hefur verið áður þá er ekki hægt að rannsaka tilgátur um hið yfirnáttúrulega og það leiðir af sér að ekki er hægt að framkvæma rannsóknir á þessu sviði. Þess vegna á hið yfirnáttúrulega ekkert erindi inn í raungreinakennslu.

Ég vona að þessi dæmi skýri málið fyrir einhverjum sem er að velkjast í vafa um það hvort að þróun eigi sér stað. Gættu þín á afbökuðum útursnúningum í boði bókarinnar með krossinn, þeir reyna eftir öllum mætti að snúa hugsanagangi þínum í hringi, líf þitt er of stutt til að eyða því á hnjánum.

Tekið héðan af vantru.is.

Mofi hefur núna bannað mér að tjá sig á sínu bloggi, en mofi bannar öllum þeim að tjá sig þar sem geta komið með betri rök en hann. Ein af þeim afsökunum sem hann kom með fyrir að banna mig var sú móðgun að ég benti honum á þá staðreynd að nýjustu rannsóknir sýna að alheimurinn er 13,73 milljarða ára gamall, +/- 120 milljón ár. Hann eyddi því út og kallaði það mógðandi, væntanlega í þeim tilgangi að blekkja fólk til þess að halda að ég hefði skrifað eitthvað móðgandi. Hann gerði það nákvæmlega það sama þegar hann eyddi út síðustu athugasemdinni sem ég setti inn hjá honum.

En ég tók mynd af svörunum þar sem ég vissi að mofi mundi eyða þeim út. Enda heldur maðurinn ekki uppá sannleikan og hefur aldrei gert. Þessi svör er hægt að skoða hérna fyrir neðan.

Svar 1, þarna tók mofi allt út og kallaði mógðandi nema um Dark energy og Dark matter. Þar sem að hann vissi ekki hvað það er og veit ekkert hvað það er í dag. Hann eyddi athugasemdinni í heilu lagi þrátt fyrir það.
Svar 2
Svar 3, mofi eyddi þessu svari vegna þess að var „móðgandi“ fyrir hann. Staðreyndin er að sú að hann gat hvorki svarað þessu né lifað við þá staðreynd að heimurinn er margfalt eldri en 6000 ára eins og geðveikar hugmyndir hans um heiminn eru.

Maður spyr sig hvernig þessi maður komst í gegnum menntakerfið og afhverju það var ekki tekið á ranghugmyndum þessa manns þegar hann var barn. Sem og annara öfgatrúmanna hérna á landi, sem láta verða af því að viðra geðveikar hugmyndir sínar um heiminn og rétt fólks. Einnig sem að þetta fólk notar tjáningarfrelsi sitt til þess að dreifa hatri í garð minnihlutahópa hérna á landi, sbr orð Jóns Vals í garð samkynheigðra og kvenna sem vilja ákveða sjálfar hvenar þær eignast börn.

Hérna er um aldur alheimsins.
The Universe is 13.73 +/- .12 billion years old!
Five Year Results on the Oldest Light in the Universe

Það á eftir að koma meira frá mér um lygar sköpunarsinna, en ég læta þetta duga að sinni.