Má bjóða þér innflutningshöft?

Ef andstæðingar Evrópusambandsins hafa sitt fram. Þá er ljóst að íslendingar munu þurfa að taka upp innflutningshöft að nýju í kjölfarið á ennþá hertari gjaldeyrishöftum. Enda er það ljóst að ef þeir hörðustu ESB andstæðingar ná sínu fram. Enda vilja sumir andstæðingar ESB á Íslandi segja upp EES samningum og það er full ástæða til þess að óttast það þjóðrembingslega viðhorf sem þarna er á ferðinni.

Það sem íslendingar geta hlakkað til, ef allt fer á versta veg er að standa í röð fyrir utan búð með skömmtunarmiða. Það verður gamall stíll yfir því fyrir marga sem muna eftir síðasta skömmtunartímabili á Íslandi. Sem var á árinum 1948 til ársins 1960 rúmlega.