Útlendingahatur í Útlendingastofnun

Það er ótrúlegt til þess að vita að á Íslandi skuli vera stundað siðlaust útlendingahatur í Útlendingastofnun. Þetta er engu að síður staðreyndin þegar forstjóri útlendingastofnunar lætur svona ummæli frá sér fara í fjölmiðlum.

[…]
Til eru dæmi um að fólk sæki um hæli hér á landi til þess að vinna, en snúi til síns heima ef það fær ekki undanþágu á dvalar- og atvinnuleyfi. Þetta fólk ætlar að misnota kerfið, segir forstjóri Útlendingastofnunar.

Ákveðið hefur verið að hætta að veita undanþágur á bráðabirgðaatvinnu- og dvalarleyfum til þeirra hælisleitenda sem þegar hafa sótt um hæli í öðrum ríkjum sem eiga aðild að Dyflinnarsamkomulaginu. Hælisleitendur sem eru í efnismeðferð hjá stofnuninni fá hins vegar þetta dvalar- og atvinnuleyfi.

Hópur hælisleitenda mótmælti þessum breytingum við innanríkisráðuneytið á fimmtudag.

„Við erum að snúa aftur til þess að fara eftir lögunum,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar.

Kristín segir lögin heimila Útlendingastofnun að gefa út bráðabirgðaleyfi til hælisleitenda „að því gefnu að ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar, ekki leiki vafi á hver umsækjandi er, tekin hafi verið hælisskýrsla og viðkomandi sé ekki í þessum Dyflinnarfasa,“ segir Kristín.

[…]

Kristín segir að mál hælisleitenda sem falla undir Dyflinnarsamkomulagið hafi verið sett í forgang hjá stofnuninni og nú sé svo komið að afgreiðslutími sé tveir til þrír mánuðir.
Umræddur hópur komi því líklega ekki til með að vera hér á landi í langan tíma og engar forsendur séu fyrir því að veita leyfi.

[…]

Segir ábyrgðarlaust að gefa út atvinnuleyfi, Vísir.is 20.10.2012

Hérna fullyrðir forstjóri útlendingastofnunar það að fólk sé að þykjast vera flóttamenn til þess að komast inn í íslenska kerfið. Svona málflutningur er auðvitað ekkert annað en haugalygi og þvættingur. Það er enginn sem er að þykjast vera flóttamaður, enda er slík staða eitthvað það versta sem hægt er að lenda í. Ég vona að Kristín Völundardóttir verði aldrei flóttamaður. Hún gæti nefnilega þurft að sæta sömu meðferð og þeirri sem hún er að bjóða flóttamönnum sem koma til Íslands upp á núna í dag.

Fullyrðingar Kristínar um Dyflinarsamkomulagið eru einnig tómur þvættingur og lygi. Eins og sjá má þegar Dyflinarreglugerðin er lesin á vef Evrópusambandsins.

Reglur og greinar því tengdar

Dublin II Regulation (EU)
Dyflinnarreglugerðin (UTL)
Grein Eiríks Bergmans (Ritrýnd grein)