Nýjasti öfgahópurinn á Íslandi

Á Íslandi spretta núna upp öfgahópar eins og eitursveppir í görðum fólks að hausti til. Einn biti og þú ert dauður. Þessir öfgahópar starfa undir ýmsum málefnum, sjónarmiðum og hugmyndafræði. Þó eiga þeir allir það sameiginlegt berjast gegn frelsi fólks á Íslandi, stjórnarskránni og málfrelsi.

Nýjasti hópurinn í þessari banvænu flóru er hópur sem kallar sig „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum“. Þetta hljómar mjög sakleysislega, og jafnvel sniðugt. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er ekkert nema harðkjarna öfgahópur með það að markmiði að koma á algjöru banni við áfengi á Íslandi aftur. Jafnvel þó svo að fyrir löngu síðan síðan sannað að slíkt virkar alls ekki. Þessi barátta þeirra gegn áfengisauglýsingum er ennfremur dæmd til að mistakast. Enda eru áfengisauglýsingar leyfðar í flestum nágrannaríkjum okkar. Án þess að slíkt valdi beinum skaða á börnum. Það sem ræður áfengisneyslu barna er félagslegur þrýstingur, ekki áfengisauglýsingar. Eins og ljóst ætti að vera eftir rúmlega 92 ára bann við áfengisauglýsingum á Íslandi.

Þessi hópur stundar einnig grimma ritskoðun á öllum þeim sem ekki eru sammála þeim. Hérna er sönnun þess. Enda hafði ég sett inn athugasemd við eina grein á vefsíðunni þeirra. Sú athugasemd bíður ennþá samþykkis. Mér þykir líklegt að þessi athugasemd muni aldrei fást birt. Enda er hún í öllum aðal-atriðum á móti málflutningi þessa öfgafólks. Af þessum sökum. Þá er athugasemd mín hérna. Þar sem ég hef þá reglu að taka mynd af svörum sem ég skil eftir á vefsíðum öfgahópa og fólks.


Smellið á myndina fyrir fulla upplausn. Hægt er að lesa sjálfra greinina hérna, en það eru engin svör. Þau eru ritskoðuð.

Fjölgun svona öfgahópa á Íslandi er áhyggjuefni. Enda er þetta slæm þróun og er ólíkleg til þess að færa íslendingum það lýðræði sem þeir vilja. Ég er efnis um að íslendingar vilji lifa undir einræði og kúgun. Enda er það alltaf þannig að þróun svona öfgahópa mun leiða til þess frelsi almennings á Íslandi mun skerðast á fleiri en einn veg. Það er ekki hægt að telja slíkt góða þróun.