Kominn tími til þess að kæra Vinstri vaktina gegn ESB til lögreglunar

Þar sem ég á núna leið til Íslands í Desember, og í ljósi nýlegra dóma varðandi meiðyrði á internetinu. Ásamt fleiri atriðum. Þá er loksins orðið ljóst að það borgar sig að kæra vefi eins og Vinstri vaktina gegn ESB sem leyfa svona athugasemdum (sjá mynd hérna fyrir neðan) að standa. Í dag er ég kominn með fleiri tugi af blaðsíðum af ummælum sem teljast brot á íslenskum lögum. Ábygðarmaður bloggsíðunar Vinstri vaktin gegn ESB er Ragnar Arnalds. Ábyrgðin liggur hjá Ragnari Arnalds í því tilfelli að umræddur „palli“ finnist ekki.


palli að tjá sig um mig og fleiri manneskjur á bloggsíðu Vinstri vaktin gegn ESB. Hægt er að skoða ummælin hérna í heild sinni. Ásamt fleiri ummælum frá sama aðila.

Það er ekki hægt að líða það að svona ummæli fái að standa á bloggsíðu Vinstri vaktin gegn ESB. Enda er það staðreynd að Vinstri vaktin gegn ESB hefur neitað að taka ábyrgð á sínum vef með því að fjarlægja og banna viðkomandi. Eins og eðlilegt er að yrði gert hérna. Enda eru svona ummæli hvergi heimil á vefsíðum og bloggsíðum sem vilja láta taka sig alvarlega.

7 Replies to “Kominn tími til þess að kæra Vinstri vaktina gegn ESB til lögreglunar”

  1. Sæll Jón.

    Getur þú bent okkur dyggum lesendum þínum á hvað það er nákvæmlega sem er rangt í svari palla?

    1. Ég ætla að benda þér á að „palli“ er ekki að gera neitt annað en að níða mig og það sem ég segi.

      Þetta er þó ekki það versta sem „palli“ hefur sagt. Hann hefur meðal annars sagt að ég eigi að drepa mig osfrv. Ég læt ekki svona fólk komast upp með svona hegðun. Kemur ekki til greina að minni hálfu. Þar sem að Vinstri vaktin gegn ESB neitar að taka ábyrgð á sínum vef. Þá læt ég lögin leysa þetta vandamál fyrir dómstólum.

      Ég ætla síðan að láta þig vita Björn I. að ég álít alla þá sem taka undir svona málflutning samseka. Hvort að ég bæti þér við kæruna er hinsvegar annað mál.

  2. Það er nú ekki gott fyrir mig ef ég fer að verða kærður fyrir einfaldar spurningar undir því yfirskyni að ég sé að taka undir málflutning þessa „palla“.
    Það er hinsvegar spurning hvort þú sért ekki að taka netheima of alvarlega.

    Það að hvetja þig til sjálfsmorðs er vissulega merki um skítlegt eðli, en er það ólöglegt að gera svo?
    Felur Asperger heilkennið ekki í sér þroskahömlun og félagslega vanhæfni?
    Ertu viss um að þú sért ekki að sýna af þér hroka í garð þeirra sem ekki eru þér sammála? O.s.frv…

    Fyrir hvað nákvæmlega ætlar þú að kæra?
    Fyrst ég er á leið með að verða tekinn með í þessa kæru þína, þá væri gott að fá einhverja sundurliðun á ákæruatriðum þannig að ég geti farið að undirbúa vörn mína.

    1. Ég sagðist ekki ætla að bæta þér við. Það væri annað mál, og slík mál þarfnast alltaf skoðunar.

      Það sem palli hefur sagt um mig fellur undir meiðyrðaákvæði almennra hegninarlaga. Umræddar lagagreinar hefur palli brotið. Eftir því sem ég kemst næst.

      233. gr. Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum …1) eða fangelsi allt að 2 árum.

      […]

      234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
      235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.

      […]

      236. gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það …1) fangelsi allt að 2 árum.
      Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum …1) eða fangelsi allt að 2 árum.

      […]

      242. gr. Brot þau, sem í þessum kafla getur, skulu sæta [saksókn]1) svo sem hér segir:
      1. [Brot gegn ákvæðum 233. gr., 233. gr. a og 233. gr. b sæta …1) ákæru.]2)
      2. a. Brot gegn ákvæðum 230., 231. og 232. gr. sæta …1) ákæru eftir kröfu þess manns, sem misgert var við.
      b. [Hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er eða verið hefur opinber starfsmaður, og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, þá skal slíkt brot sæta …1) ákæru eftir kröfu hans.]3)
      c. Hafi ærumeiðandi aðdróttun verið borin fram skriflega, en annaðhvort nafnlaust eða með rangri eða tilbúinni undirskrift, skal brotið sæta …1) ákæru, ef sá krefst þess, sem misgert var við.
      3. Mál út af öðrum brotum getur sá einn höfðað, sem misgert er við.

      Heimild: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html

  3. Sæll Jón.

    Nú er ég ekki lögmaður, en gef hér með skoðun leikmanns á þeim atriðum er þú ætlar að kæra fólk fyrir. Þú leiðréttir mig ef ég er að fara með rangt mál:

    233. gr : Þér hefur ekki verið hótað í þeirri grein sem þú vísar í hér að ofan. Það væri gaman að sjá þau ummæli sem þú telur að innihaldi hótun í þinn garð sem felur það í sér að þú þurfir að óttast um heilbrigði þitt eða velferð.

    234-235. gr: Þú ert haldinn þroskaskerðingu og færð bætur vegna þeirrar skerðingar. Orðið „fábjáni“ er vissulega móðgandi og leiðinlegt og ég er því orði ekki sammála, enda ert þú leiðandi er kemur að jarðskjálftartannsóknum hér á landi og hefur sýnt þig sem meiri spámann í þeim efnum en hámenntaða fræðinga.
    Hinsvegar ert þú sjálfur mikið fyrir að halda fram ýmsum miður góðum fullyrðingum um þá sem ekki eru þér sammála. Ef þú heldur þínum málaferlum til streitu á þessum grundvelli og vinnur, ertu þá ekki að bjóða upp á samskonar málaferli gegn þér? Ertu viss um að flísin hjá „palla“ sé stærri en bjálkinn þinn?

    236. gr: Hér á hið sama við og ég nefni í gr. 234-235.

    Ég sé ekki annað en að þú viljir kæra menn fyrir það sem þú kallar brot gegn þér, en þú notar óspart gegn öðru fólki. Ég hef fylgst með þér frá því þú varst nemandi á Sauðárkróki og verð að segja að mjög auðvelt er að nálgast ærumeiðingar frá þér gegn öðrum ef út í það er farið.
    Þess utan er heilmikið til í orðum palla ef út í það er farið. Þú býrð við þroskaskerðingu og færð t.a.m. bætur vegna þess. Þú ert hrokafullur og kallar þá sem eru á andverðri skoðun við þig niðrandi nöfnum. Þú ert hrifinn af því að beita hótunum gegn fólki sem sést ágætlega á því að þú ert strax farinn að tala um lögsókn gegn mér þó ég geri ekkert annað en að spyrja spurningar.

    Ef ég væri þú, þá mundi ég slaka aðeins á, róa mig niður og slökkva á blogginu í tvær vikur eða svo. Að því loknu mundi ég mæta ferskur á sviðið þegar gullfiskaminni Íslendinga væri löngu búið að gleyma þínum syndum. En það er svosem bara mín skoðun sem vonandi leiðir ekki til kæru á hendur mér, hvorki frá þér eða íslendingum með gullfiskaminni sem móðgast líkt og prestar sem sagt er að guð sé ekki til.

    (Andskotinn, nú fæ ég líka á mig kæru frá sármóðguðum prestum)

    Annars óska ég þér góðs gengis í þínum kærumálum sem ég mun fylgjast með af áhuga, ef ég verð ekki upptekinn við að verja mig gegn þér.

    1. Mér þykir þú hafa mikin áhuga á því að verja þennan soralega málflutning. Þetta eru bara tvö ummæli af yfir 100 ummælum sem þessi maður hefur látið frá sér fara. Þú getur flett upp restinni af ummælum palla á bloggi Vinstri vaktin gegn ESB. Þú færð ennfremur ekki að sjá verri ummæli þessa manns sem hann hefur látið í minn garð hérna. Ég hef sett inn fleiri ummæli frá manni í eldri bloggfærslum. Þú getur skoðað þau.

      Hann hefur meðal annars sagt mér að drepa sig. Sagt við mig að hann ætli sér að drepa mig, ráðast á mig og fleira í þeim dúr. Ég tek hótanir um líkamsárásir aldrei léttilega. Enda á maður ekki að gera það.

      Það er ennfremur ekkert til í orðum þessa palla. Maðurinn er gjörsamlega stjórnlaus og verður að bara ábyrgð á sínum gjörðum. Það að ég sé með einhverfu þýðir ekki að ég sé heimskur. Eins og virðist augljóslega halda.

      Þú varst ekki að spurja spurninga. Þú varst að taka undir með málflutningi palla (eins og þú gerir hérna núna). Á þessu er munur, sem þú virðist hinsvegar ekki átta þig á. Ég mæli með því að þú farir og áttir þig á þessum mun áður en áfram er haldið. Túlkun þín er einnig út í hött, og ekki í samræmi við þau atriði sem dómarar hafa dæmt eftir undanfarin. Eins og sést í fréttinni sem ég vísa hérna að ofan. Þar sem kona var dæmd fyrir svipað og þessi palli hefur verið að hóta mér.

      Það er eitt að kalla fólk fífl og fleira í þeim dúr. Það er annað að hóta þeim líkamsárásum, segja því að drepa sig og fleira í þeim dúr.

      Mér þykir það mjög undarlegt að þú skulir hafa verið að fylgjast með mér síðan ég var í framhaldsskóla. Sérstaklega í ljósi þess að ég byrjaði ekki með þetta blogg fyrr en árið 2005. Síðan hef ég verið mjög takmarkað í skóla undanfarin ár. Þó svo að ég hafi tekið nokkrar annar undanfarið. Þá er það ekki mikið. Mikið af þeim tíma hefur ekkert verið hægt að fylgjast með mér. Nema þá helst á internetinu. Þar sem skrif mín eru opinber og miðast við það.

    2. Ég ætla ennfremur að benda þér á fyrningarákvæði almennra íslenskra hegninarlaga.

      „81. gr. [Sök fyrnist á þeim tíma, er hér segir:
      1. Á 2 árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en 1 árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum.
      2. Á 5 árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en 4 ára fangelsi.
      3. Á 10 árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en 10 ára fangelsi.
      4. [Á 15 árum, þegar þyngsta refsing við broti er meira en 10 ára tímabundið fangelsi.]1)
      [Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. fyrnist sök vegna brota samkvæmt ákvæðum 194. gr., 1. mgr. 200. gr. og 1. mgr. 201. gr. ekki þegar brot er framið gagnvart barni undir 18 ára aldri.]2)
      [Fyrningarfrestur vegna brota, sem fólgin eru í því að komast undan greiðslu á tollum, sköttum eða öðrum gjöldum til hins opinbera, er aldrei skemmri en 5 ár.]1)
      Nú gerist maður sekur um háttsemi, sem varðar við fleiri en eitt refsiákvæði, og skal þá miða fyrningarfrest brotanna við það ákvæði, er geymir þyngst refsimörk.]3)
      [Fyrningarfrestur vegna refsiábyrgðar lögaðila er 5 ár.]4)

      82. gr. [Fyrningarfrestur telst frá þeim degi, er refsiverðum verknaði eða refsiverðu athafnaleysi lauk. [Fyrningarfrestur vegna brota samkvæmt ákvæðum 197. gr., 198. gr., 199. gr., 2.–3. mgr. 200. gr., 2. mgr. 201. gr., 202. gr., [2. og 4. mgr. 206. gr., 1. mgr. 210. gr. b, 218. gr. a og 2. tölul. 1. mgr. 227. gr. a]1) telst þó eigi fyrr en frá þeim degi er brotaþoli nær 18 ára aldri.]2)
      Nú er refsinæmi háð því að nokkru leyti eða öllu, að háttsemi hafi í för með sér tiltekna afleiðingu, og hefst fyrningarfrestur þá ekki fyrr en afleiðing þessi kemur fram. Hinu sama gegnir að sínu leyti, ef refsinæmi er háð því, að tiltekið atvik beri að höndum eftir að háttsemi er uppi höfð, og tekur sök þá ekki að fyrnast, fyrr en atvik þetta hefur gerst.
      Nú er refsiverður verknaður framinn á íslensku skipi eða loftfari, utan [forráðasvæðis]3) íslenska ríkisins, og tekur sök þá ekki að fyrnast, fyrr en skipið eða loftfarið er komið til íslenskrar hafnar. Fyrningarfrestur hefst þó ekki síðar en 1 ári frá því að brot var framið.
      [Fyrningarfrestur rofnar þegar rannsókn [sakamáls]4) hefst fyrir rannsóknara gegn manni sem sakborningi. Í málum, sem lögreglan má samkvæmt lögum ljúka með sátt, rofnar fyrningarfrestur þegar lögreglan sakar mann um brot og kynnir honum sáttaboð. Þegar lög heimila stjórnvaldi endranær að kveða á um refsingu fyrir brot rofnar fresturinn þegar stjórnvaldið sakar mann um slíkt brot. [Nú rofnar fyrningarfrestur gagnvart fyrirsvarsmanni lögaðila, starfsmanni hans eða öðrum á hans vegum og rofnar þá fyrningarfrestur jafnframt gagnvart lögaðilanum. Rof fyrningarfrests gagnvart lögaðila leiðir ekki til rofs á fyrningarfresti gagnvart fyrirsvarsmanni, starfsmanni eða öðrum á vegum lögaðilans.]5)]3)
      [Rannsókn skv. 4. mgr. rýfur ekki fyrningarfrest ef rannsóknari hættir rannsókninni, ákærandi ákveður að höfða ekki [sakamál]4) gegn sakborningi eða ákærandi afturkallar ákæru. Stöðvist rannsókn máls um óákveðinn tíma rýfur rannsóknin heldur ekki fyrningarfrest. Stöðvist rannsókn máls af því að sakborningur hefur komið sér undan rannsókn rýfur rannsóknin fyrningarfrest, en sá tími sem rannsóknin stóð yfir telst ekki til fyrningartímans. …4)]3)
      Nú er sök fyrnd samkvæmt framansögðu og verður þá hvorki refsað fyrir háttsemina né dæmd viðurlög þau, sem mælt er um í 62.–67. gr. Hinu sama gegnir um eignarupptöku og réttindasviptingu og úrræði samkvæmt 2. mgr. 148. gr. og 2. mgr. 241. gr. Fyrningarfrestur um eignarupptöku er ekki skemmri en 5 ár, en 10 ár um eignarupptöku samkvæmt …6) 1. mgr. 69. gr. og hliðstæðum ákvæðum í sérrefsilögum, nema þar sé öðruvísi kveðið á.]7)

      […]“

      Flest af því sem ég hef sagt fellur ekki undir neina grein almennra hegningarlaga. Það sem gæti gert það er fyrir lifnandi löngu fyrnt samkvæmt íslenskum lögum.

      http://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html

Lokað er fyrir athugasemdir.