Ég er hættur að fjalla um íslenska spillingu, íslensk stjórnmál og aðild Ísland að Evrópusambandinu

Það er verið að leggja íslenskt samfélag í rúst með áróðri gegn útlendingum, gegn fólki sem berst gegn þessu óumflýjanlega hruni á Íslandi. Áróðurinn gegn öllum þeim sem benda á hið ógeðfellda í íslensku samfélagi er gífurlega mikill þessa dagna á Íslandi. Á þessu átta ég mig jafnvel þó svo að ég sé búsettur í Danmörku. Þeir sem gagnrýna þetta ástand eru bara að „rakka allt á Íslandi niður“ eins og mamma mín sagði við mig á Facebook þegar ég var að ræða þetta við hana. Ég ætti bara að hætta að rakka niður Ísland og halda kjafti takk fyrir.

Vitið þið hvað ég ætla að gera í staðinn. Ég ætla að leyfa óvitunum að kveikja í öllu saman og ég ætla að láta þá brenna niður til grunna íslenskt samfélag. Ástæðan er mjög einföld. Það er ekki fyrr en allt er farið, allt er brunnið er ofan af íslensku samfélagi að eitthvað breytist. Það verður nefnilega ekki fyrr en við það ástand að eitthvað fer að breytast á Íslandi og lagast í kjölfarið. Áfallið sem kemur þegar allt verður loksins farið á Íslandi mun breyta ástandinu. Það verður nefnilega ekki fyrr en við þetta ástand sem eitthvað mun breytast á Íslandi. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu. Hinsvegar þykir mér líklegt að þetta muni gerast á næsta kjörtímabili og jafnvel áratugina þar á eftir. Í þessu öllu saman mun síðan fylgja óðaverðbólga með tilheyrandi fátækt fyrir almenning á Íslandi.

Ég ætla hinsvegar að halda kjafti og sinna bara öðrum ritstörfum sem ég vinn við (hjá sjálfum mér). Enda þykir mér ljóst að ég muni ekkert fá útúr því að benda á þessar augljósu staðreyndir um stöðu mála á Íslandi nema pirring og skammir. Það þýðir lítið að kvarta í mig þegar allt saman hrynur og eyðilegst á Íslandi eftir nokkur ár til áratugi. Ég lít núna á að ég sé búinn að sinna mínu hlutverki. Það sem gerist næst er á ábyrgð annara manna. Ég er núna búinn að segja mig frá baráttunni um betra Ísland. Ég ætla einnig að segja mig frá umræðunni um að Ísland gangi í Evrópusambandið. Ég fæ alveg sömu skammir þar eins og annarstaðar. Reyndar fæ ég ekki eingöngu bara skammir þar. Ég hef fengið líflátshótanir og verið kallaður öllum illum nöfnum fyrir það eitt að vilja fá Ísland í Evrópusambandið. Það breytir engu þó svo að ég viti flest allt um Evrópusambandið og þekki allar helstu staðreyndinar. Ég hef samt fengið skammir og hótanir fyrir það eitt að hafa rétt fyrir mér. Ég hef eingöngu takmarkaða þolinmæði fyrir því að sitja endanlaust undir hótunum og að vera kallaður öllum illum nöfnum. Síðan til þess að bæta þetta ennþá betur. Þá er ég talin vera sá slæmi þegar ég fer ófögrum orðum um hlutina. Jafnvel þó svo að ófögru orðin séu þau orð sem þarf til þess að lýsa ástandinu á Íslandi og fólkinu sem tekur þátt í þessu ástandi meðvitað og með fullri vitund.

Ég segi því að núna er komið nóg. Ég er búinn að fá nóg og er hættur þessu. Þetta getur allt saman átt sig fyrir mér núna. Skuldlaust og syndlaust fyrir mér. Ég er einnig hættur að kjósa í íslenskum stjórnmálum. Það borgar sig ekki fyrir mig að eyða pening í það ferli af augljósum ástæðum. Ég segi mig frá þeirri ábyrgð að kjósa íslenska stjórnmálamenn. Þeir sem kjósa geta því borið á því ábyrgð sem gerist í kjölfarið eftir kosningar. Ég er hlynntur lýðræði, en það er mér til efins um að á Íslandi sé raunverulegt lýðræði til staðar. Á Íslandi er eitthvað annað til staðar og það er ekki lýðræði. Það bara þykist vera lýðræði og hefur gert það síðan íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þann 17. Júní 1944.

Það mun koma frá mér á þessu bloggi í framtíðinni verður eitthvað allt annað. Ég mun þó væntanlega ekki setja inn kattarmyndbönd hingað inn. Þoli ekki slíkt. Ég mun þó halda áfram að fjalla um Evrópusambandið á almennum grunni í sambandið við núverandi aðildarríki. Þá mun ég einnig fjalla um komandi aðid Króatíu að Evrópusambandinu sem tekur gildi þann 1. Júlí 2013. Önnur málefni og vísindagreinar verða einnig til umfjöllunar hjá mér í framtíðinni. Íslensk málefni mun ég hinsvgar ekki snerta eins og ég nefni hérna að ofan.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 04:14 UTC þann 04.03.2013.