Óstöðugleiki íslensku krónunar

Það er reyndar eins og að reyna að tala við vegg þegar maður nefnir þetta við íslendinga. Þó ber að nefna að íslenska krónan er alveg skeflilega óstöðug. Íslendingar eru hinsvegar orðnir svo vanir þessum óstöðugleika að þeir eru hættir að taka eftir því. Nema þegar það er nöldrað yfir þessum óstöðugleika á hátíðisdögum. Þessi óstöðugleiki var hvergi sýnilegri en þegar íslenska krónan hrundi árið 2008. Enda var það svo að þann 9. Október 2008 var gildi íslenskrar krónu gagnvart evru var 350 kr (samkvæmt Wikipedia).

Þeir sem hvað harðast tala gegn Evrópusambandinu og evrunni hafa þessa staðreynd að vettugi og sleppa því að minnast á hana. Þar sem þessi sannleikur er óþægilegur. Sérstaklega fyrir evrópuandstæðinga og þá sem tala gegn evrunni sérstaklega. Þetta sama fólk er hinsvegar tilbúið til þess að fórna hagsmunum almennings fyrir andstöðu sína gegn Evrópusambandinu og evrunni. Jafnvel þó svo að ljóst sé að ekki er hægt að halda gengi íslensku krónunar eins og það er í dag til lengri tíma. Eitthvað mun gefa eftir og þá mun allt kerfið hrynja í heild sinni.

Ég vona bara að vera laus undan íslenskum örorkubótum þegar slíkt gerist. Ég er nógu fátækur fyrir án þess að þurfa að þola slíkt áfall.