Hámörkun gróðans

Nýfrjálshyggja er hugmyndafræði sem meðal annars kemur frá manni að nafni Milton Friedman (Wikipedia). Þessi maður er einn af aðalhöfundum íslensku frjálshyggjunar óbeint. Sérstaklega þar sem að hugmyndafræði hans var borin uppi af mönnum eins og Hannesi Hólstein og Davíð Oddssyni. Eitt af því sem Milton Friedman boðaði var hámörkun gróðans.

Þessari hugmyndafræði er haldið á lofti í dag á Íslandi af sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum. Félagslega skyldur fyrirtækja eru látnar eiga sig, og eru jafnvel ekki til staðar þar sem slíkt mundi trufla hin ofsafengna gróða sem reynt er að fá úr íslenskum fyrirtækjum. Án samfélagslegrar ábyrgðar eru fyrirtæki ekki neitt, þar sem án samfélagslegar ábyrgðar þá taka fyrirtæki bara en gefa ekkert af sér út til samfélagsins. Enda leitast fyrirtæki sem stunda svona hugmyndafræði við að borga lágmarkslaun til þeirra sem vinna hjá þeim. Nema eigendum og stjórendum viðkomandi fyrirtækja, þeir einstaklingar fá borgað milljónir og jafnvel milljarða í laun á mánuði, eða á ári, þar sem báðar útgáfur voru til staðar á Íslandi og eru ennþá til staðar á mörgum stöðum.

Þessi efnahagsstefna að hámarka gróða fyrirtækja og hlutafa er ein heimskulegasta hugmynd sem hægt er að vera með, enda er það svo að ekkert gott hefur komið útúr henni og má líklega rekja allt íslenska efnahagshrunið til þessar hugmyndafræði. Hinsvegar hafa þessir tveir stjórnmálaflokkar ekki látið sér segjast, heldur halda áfram að hámarka gróðan á kostnað almennings á Íslandi. Allt saman með skattalækkunum, niðurfellingu á auðlyndagjöldum, niðurskurði. Allt næsta kjörtímabil mun verða svona og það mun taka marga áratugi að laga til eftir þann skaða sem núverandi stjórnvöld munu valda á íslenska hagkerfinu með þessum hugsunarhætti og efnahagsstefnu. Í dag tók forseti Íslands það skref að hámarka gróða LÍÚ á kostnað almennins á Íslandi, þetta skref mun ekki eingöngu verða skaðlegt heldur mun þetta draga úr hagvexti á Íslandi og valda því að skuldir ríkissjóðs munu aukast allt næsta kjörtímabil.

Nánar um hugmyndafræði Milton Friedman

The Origin Of ‘The World’s Dumbest Idea’: Milton Friedman (Forbies.com)
The Social Responsibility of Business is to Increase its Profits (Milton Friedman, colorado.edu)