Stefnir í gjaldþrot Íslands innan nokkura ára

Efnahagsstefna sem er ekki hægt að lýsa öðrvísi en heimskri hefur nú tekið við á Íslandi. Núna á að fara skerða niður, og á sama tíma að minnka tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða með skattalækkunum, niðurfellingu veiðigjalda og auðlyndagjalda á fiskveiðar (íslendingar hafa ekkert annað í raun).

Staðreyndin er nefnilega sú að efnahagsstefna framsóknarflokkins og sjálfstæðisflokksins virkar ekki og hefur aldrei virkað. Þessi efnahagsstefna er grunnurinn að efnahagshruninu á Íslandi árið 2008, og eins og staðan er í dag þá þarf mjög lítið að gerast svo að íslenskur efnahagur fari aftur í kreppu. Það er þó alveg ljóst að þegar íslenska þjóðin fer á hausin eftir nokkur ár, þá verður ekkert sem getur bjargað þeim. Næsta gjaldþrot íslensku þjóðarinnar mun verða kallað olíugjaldþrotið. Það er allavegana hentugur titill, þar sem draumórar um olíuveldið Ísland munu eiga þátt sinn í þessu gjaldþroti.

Hvað það verða margar tómar og ónotað bygginar á Íslandi í kjölfarið á þessu gjaldþroti á eftir að koma í ljós. Ég er þó alveg viss um að það eiga eftir að verða margar byggingar, og mörg gjaldþrot munu fylgja í kjölfarið á því ævintýri.