Vísir.is ritskoðar athugasemdir við frétt um Smáís

Í dag (25-Október-2013) var birt frétt á Vísir.is þar sem Smáís sakar Netflix um þjófnað og að vera ólöglegt fyrirtæki (streymi er ennfremur ekki beint niðurhal eins og þarna er fjallað um ranglega). Fyrir utan þá staðreynd að þetta er lygi í Smáís þá átti sér stað umræða við þessa frétt þar sem rök Smáís voru tekin í sundur og þeim hent í ruslið. Ég setti meðal annars þarna inn athugasemdir. Núna hefur þessum athugasemdum öllum saman verið eytt og lokað fyrir athugasemdirnar í heild sinni.

Staðreyndin er sú að Fréttablaðið og Vísir.is er í eigu sömu aðila og hafa hvað mest verið að berjast á móti Netflix og Sky áskriftum íslendinga (hver man ekki eftir því þegar Smáís reyndi að banna Sky áskriftir íslendinga. Sjá einnig hérna, hérna og hérna. Þess má einnig geta að samkvæmt dómsúrskurði ECJ þá má selja áskriftir til einkaaðila yfir landamæri á innri markaði ESB/EES).

Það er einnig staðreynd að 365 Miðlar (eða hvað sem þetta fyrirtæki heitir núna í dag) hefur alltaf verið á móti samkeppni síðan hún kom fram á Íslandi. Í dag er Netflix í beinni samkeppni við lélega og dýra dagskrá Stöðvar 2 og það sem meira er. Stöð 2 er að tapa þessari baráttu algerlega og með dýrum dómum. Enda fækkar áskrifendum stöðvarinnar stöðugt og það sér ekki fyrir endann á því ferli. Það er bara tímaspursmál hvenær áskrifendum að Skjá einum fer að fækka á sama hraða og hjá Stöð 2.

Það er alveg ljóst að Smáís er í þjónustu 365 Miðla og hugsanlega fleiri aðila. Hérna er eingöngu um þjónustu við dreifingaraðila að ræða en ekki höfundarréttahafa eins og Smáís heldur fram í sínum málflutningi. Á Íslandi er verið að viðhalda svo til algerri einokun á hinum íslenskra fjölmiðlamarkaði með því að koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni. Slíkt hefur leitt af sér hærra verð til almennings á Íslandi og minni gæða og verri þjónustu að auki (háskerpu-útsendingar eru svo til óþekktar á Íslandi eins og stendur) og það er lítil von á því að það breytist á næstunni.

Uppfært: Vísir.is hefur opnað aftur fyrir athugasemdir við þessa frétt eftir að þessi lokun hjá þeim komst í hámæli. Ég tel að afsökun þeirra standist ekki en þeir nota hana nú samt.

One Reply to “Vísir.is ritskoðar athugasemdir við frétt um Smáís”

Lokað er fyrir athugasemdir.