Heimssýn pantar óðaverðbólgu og kjaraskerðingu á Íslandi

Það er ekkert hærra á óskalista Heimssýnar en góð óðaverðbólga og kjaraskerðing almennings á Íslandi. Sérstaklega þar sem Heimssýn er í þjónustu sérhagsmunaklíkna Íslands. Sérstaklega LÍÚ og síðan Bændasamtaka Íslands, sem rétta þeim þó ekki nema nokkra smáaura í hverjum mánuði fyrir nokkur orð gegn Evrópusambandinu, sem LÍÚ sjálft stórgræðir á í hverjum mánuði. Enda jafnast ekkert á við að hafa tekjur í Evrum eins og LÍÚ gerir og borga síðan fátækum verkamönnum á Íslandi í ónýtum íslenskum krónum sem er hægt að gjaldfella eftir vild og hentugleika.

Evrópusambandið og evran stendur sterk í Evrópu. Heimssýn hinsvegar er hvorugt enda samtökin uppfull af bjánum og vitleysingum. Hérna er stjórn Heimssýnar og er leidd áfram af Vigdísi Hauksdóttir og Jóni Bjarnason.