Leggjum niður byggð í Vestmanneyjum

Ég legg til að byggð í Vestmannaeyjum verði lögð niður og eyjan gerð að friðlýstum þjóðgarði. Enda eru Vestmannaeyjar ekkert annað en topp bjarg á virku eldfjalli og sem gæti hvenær sem er farið að gjósa með gríðarlegu mannfalli og öðru tjóni. Enda er ekki víst að í næsta eldgosi sem mun eiga sér stað í Vestmannaeyjum takist að bjarga fólkinu sem þar býr. Byggð er einnig gífurlega óhagkvæm í Vestmannaeyjum vegna erfiðara samgangna, slæms veðurfars, öldugangs og hafnaraðstöðu. Það er því hagkvæmt þjóðhagslega að leggja niður byggð í Vestmannaeyjum nú þegar. Þannig er hægt að spara ríkinu milljarða króna á ári. Þjóðhátíðina er hægt að flytja á Hellu eða annan hentugan bæ á Suðurlandinu, einnig sem nóg pláss er að finna fyrir norðan fyrir svona drykkju-hátíð eins og Þjóðhátíð í eyjum raunverulega er. Leggjum niður byggð í Vestmannaeyjum og breytum eyjunni í þjóðgarð. Það mun spara íslendingum milljarða króna í framtíðinni.