Hálmstrá ESB andstæðinganna

Heimssýn er hópur sem stendur á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu á Íslandi, eins og allir vita sem fylgjast með umræðunni á Íslandi. Það sem færri vita þó er að þessi hópur stunda grimma ritskoðun á sinni bloggsíðu og jafnvel fjarlægja athugasemdir og banna fólk ef það talar fyrir Evrópusambandinu á vef þeirra. Síðan er Heimssýn tíðrætt um „yfirgang ESB“ eins og þeir nefna það. Síðan eru einnig dæmi um svona fullyrðingar (sjá mynd) á vef þeirra um stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu og stuðningsmenn Evrópusambandsins í Evrópu.

heimssyn.athugasemd.svd.29-Januar-2014
Athugasemd Heimssýnar stígur ekki vitið eins og sjá má. Tekið af bloggi Heimssýnar hérna.

Það sem þeir þó tala aldrei nokkurntímann um er þeirra eigin yfirgangur og frekja. Stuðning þeirra við einhæft atvinnulíf og í raun þá staðreynd að sú stefna þeirra þýðir í raun stöðnun á Íslandi til lengri tíma. Efnahagsbólan sem var færði íslendingum ekki neina framþróun efnahagslega og tæknilega. Enda eru íslendingar langt á eftir öðrum þjóðum í Evrópu þegar það kemur að tæknimálum.

Heimssýn er stofnuð af fólki sem hefur ekki neina framtíðarsýn og horfir eingöngu til fortíðar til þess að leysa vandamál nútímans og framtíðarinnar. Vill halda í þá einokun sem þrífst á Íslandi í dag, viðhalda tollmúrunum og fleiri vonlausum efnahagsstefnum. Stefna Heimssýnar mun eingöngu auka bilið á milli íslendinga og annara evrópuþjóða efnahagslega og sérstaklega þegar það kemur að tekjum almennings á Íslandi. Þetta bil er nú þegar farið að aukast og mun eingöngu breikka undir núverandi stjórnarstefnu ríkisstjórnar Íslands sem er vandlega studd af Heimssýn og öðrum skyldum félögum og hópum. Þetta er nú þegar farið að koma fram í efnahag íslendinga eftir eingöngu valdatöku þeirra fyrir rúmlega níu mánuðum síðan. Verslunum er farið að fækka og slíkt byrjar fyrst úti á landi frekar en í Reykjavík. Þó svo að á endanum komi þessi fækkun verslunar einnig fram á höfuðborgarsvæðinu. Það er líklegt að á næstu mánuðum og árum muni verslunum fækka mikið á Íslandi og þá sérstaklega í Reykjavík. Ásamt því að atvinnuleysi mun aukast með tilheyrandi félagslegri neyð og vandamálum. Líklegt er einnig að verðbólgan á Íslandi muni rjúka upp á næstum árum og jafnvel verða alveg stjórnlaus, þar sem ekki fer mikið fyrir efnahagslegu viti hjá núverandi ríkisstjórn. Enda ræður þjóðremban og heimskan þar för og slíkt er ætíð slæm blanda.

Nánar:

Mörgum verslunum á Akureyri lokað (Rúv.is)
Segja leiguna á Glerártorgi allt of háa (Rúv.is)