Sviss á leið úr EFTA og tvíliðasamningum við Evrópusambandið

Ljóst er eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem átti sér stað í gær þá er tvíhliðasamningur Sviss við Evrópusambandið fallin úr gildi. Þó ekki sé búið að segja þessum samningi upp formlega af hálfu Evrópusambandsins.

Það er einnig ljóst að EFTA aðild Sviss er einnig fallin úr gildi. Þar sem EFTA hefur svipaðar kröfur og tvíhliðasamningur Sviss við Evrópusambandið varðandi frjálsa för fólks. Það má reikna með að umrædd lagabreyting sem kosið var um í Sviss í gær nái einnig til EFTA aðildar Sviss. Ljóst er að efnahagur Sviss mun taka mikla dýfu í kjölfarið á þessari niðurstöðu, áhrifin munu ekki koma fram fyrr en eftir tvö til þrjú ár þegar umræddar takmarkanir fara að hafa veruleg áhrif á fólks flutninga til Sviss. Þetta þýðir einnig að efnahagskreppan er loksins komin til Sviss, þó með öðrum hætti en í nágrannaríkjunum.

Þjóðrembur (halldorjonsson.blog.is) og einangrunarsinnar (Evrópuvaktin) á Íslandi fanga þessu hinsvegar ákaft. Þar sem þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir áhrifum og kostnaði við einangrun þjóða. Sviss mun hinsvegar vonandi núna þjóna sem fín viðvörun gegn slíkum hugsunarhætti og afleiðingum hans.