Heimssýn fékk einangrað Ísland

Ef makríl-samningur Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins sýna eitthvað. Þá sýna þeir samningar að sú einangrun Íslands sem Heimssýn hefur kallað eftir er orðin að veruleika. Þetta þýðir auðvitað að engin af nágrannaþjóðum Íslands mun svo mikið sem lyfta litla fingri til þess að athuga hvort að íslendingar hafi hagsmuna að gæta í ákveðnum málaflokkum. Sérstaklega málaflokkum sem varða fiskveiðar, en margt annað kemur einnig til að breytast í þessum efnum á næstunni. Það er mjög einföld staðreynd að ekki er hlustað eða tekið tillit til þjóða sem einangra sig. Gildir þó einu hvort að um sé að ræða stór hagsmunamál fyrir viðkomandi þjóðir. Hinn pólitíski heimur alþjóðlegra stjórnmála er mikið breyttur frá því fyrir um 20 árum síðan og breytingarnar eru ennþá meiri frá fyrir um 40 árum síðan. Það er hinsvegar eins og sumt fólk á Íslandi átti sig ekki á þessum staðreyndum og ef það sér þessar staðreyndir. Þá lifir það í afneitun um þær.