Heimssýn hið spillta og ritskoðandi

Í dag klukkan 12:04 setti ég inn athugasemd inn á blog.is síðu Heimssýnar. Athugasemdin var sett inn hérna og í henni fór ég vandlega yfir það hvernig sérhagsmunasamtök Heimssýn er og að auki hvernig menn eins og Jón Valur eiga sér engan rétt í umræðunni. Sérstaklega þann ógeðfellda málflutning sem Jón Valur Jensson hefur uppi um fólk á Íslandi. Enda ætti þessi maður með réttu að vera í fangelsi núna.

Núna hinsvegar seinnipartinn þegar ég athuga hvort að þessi athugasemd hafi fengið einhver svör. Þá er hún þarna ekki lengur. Enda hefur Heimssýn ákveðið að eyða henni. Slíkt kemur mér ekki á óvart þar sem hjá Heimssýn er ritskoðun hin gullna regla. Sérstaklega þegar fólk er farið að benda á óþægilegar spillingar staðreyndir um þessi „samtök“ sem Heimssýn eru í dag. Þar sem ég hef hinsvegar fyrir reglu að taka myndir af þeim athugasemdum sem ég set inn hjá Heimssýn og öðrum einangrunarsinnum á Íslandi. Þá á ég þessa athugasemd í heild sinni og er hægt að sjá hana hérna (smella til þess að fá góða upplausn til þess að lesa).

heimssyn.blog.is.ritskodun.28.03.2014
Heimssýn fjarlægði þessa athugasemd. Sérhagsmuninir voru of miklir fyrir þá.

Ég minni á að formaður Heimssýnar er alþingismaður og hafa þessi samtök sterk tengsl í dag inn í LÍÚ, BÍ og Kaupfélag Skagfirðinga. Allt saman lyktar þetta af gífurlegri spillingu og sérhagsmunagæslu. Þessi spilling er greinilega viðkvæmt umræðuefni hjá Heimssýn. Enda er ekki oft sem þessi samtök koma upp um sig og staðfesta fyrir hvað þau standa fyrir.