Hættur að tjá mig um íslenska gjörspillingu og heimsku

Ég hef tekið þá ákvörðun um að leyfa íslendingum að gera öll sín mistök í friði fyrir mér. Ég er nefnilega búinn að fá nóg af því að vera skammaður og að vera hótað vinamissi og fleira í þeim dúr fyrir það eitt að benda á augljósan sannleikann um alla spillinguna og öfgarnar á Íslandi. Jafnframt er ég orðin þreyttur á þeirri staðreynd að vera vændur um meiðyrði í hvert skipti sem ég bendi á gjörspillta þingmenn, ráðherra og stjórnmálaflokka á Íslandi.

Ég ætla núna bara að þegja. Íslendingar geta átt sína ösku í friði fyrir mér. Ég reyndi að slökkva bálið með því að skrifa um það en íslendingar kveiktu bara aftur í sama bálinu og héldu áfram á sömu braut. Af þeim sökum geta íslendingar átt sínar brunarústir í friði fyrir mér. Ég er endanlega búinn að fá nóg af því sem er að á Íslandi og það er kominn tími til þess hjá mér að ég snúi mér bara að öðrum skrifum og málefnum en því sem er að gerast á Íslandi.