Stjórnmálum fylgir ábyrgð gagnvart almenningi

Það sem enginn virðist skilja (eða vill ekki skilja) með leiðréttinguna er sú staðreynd að verðtryggingin verður búinn að hækka upp í alla lækkunina á rúmlega tveim árum (miðað við ~2,0% verðbólgu). Eftir það verða allir á sama stað og eins og fyrir leiðréttingu. Það er ekki hægt að koma með svona minniháttar leiðréttingar í brotnu peningakerfi. Það þarf að skipta hinu íslenska peningakerfi alveg út og byrja á því að hætta með verðtryggingu húsnæðislána. Þar sem slíkt mundi ná fram aga í fjármálum íslenskra stjórnvalda og koma á stöðugleika. Sú efnahagsstefna sem er rekin í dag á Íslandi virkar alls ekki, enda hefur það sýnt sig að lægri skattar skila ekki auknum tekjum til ríksins. Lægri skattar skila eingöngu meiri niðurskurði og verra þjóðfélagi með aukinni misskiptingu þjóðarinnar. Slíkt er ekki gott og mun aldrei skila góðu þjóðfélagi til þess að búa í.

Þeir stjórnmálaflokkar sem vilja halda í verðtrygginga og gera ekkert til þess að afnema hana eru ekki með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er einnig efnahagsstefna að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Þannig mundu íslendingar einnig losna við þetta endalausa röfl um þann gjaldeyri sem Seðlabanki Íslands þarf að eiga með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur. Það er langt frá því að vera einfalt að ganga í Evrópusambandið og því fylgja miklar kröfur og ábyrgð, en þannig á það líka að vera. Þar sem stjórnmálum fylgir ábyrgð og hefur alltaf fylgt ábyrgð og verður alltaf að fylgja ábyrgð.

Í dag er þessa ábyrgð ekki að finna í íslenskum stjórnmálum. Þar sem íslensk stjórnmál eru núna föst í hugmyndafræði sem við vitum að virkar alls ekki og þessi hugmyndafræði enda með efnahagshruni á Íslandi árið 2008 og það stefnir hratt í nýtt efnahagshrun á Íslandi núna. Þeir stjórnmálamenn sem telja sig ekki geta uppfyllt þessar kröfur um ábyrgð gagnvart almenningi eiga að segja af sér nú þegar. Þær ríkisstjórnir sem ekki standa sig gagnvart almenningi eiga að segja af sér án tafar og það á að boða til kosninga í kjölfarið. Í dag á ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að segja af sér. Enda standa þessir flokkar sig ekki undir þeirri ábyrgð sem almenningur ætlar þeim. Það er vanvirðing gagnvart almenningi að þeir skuli ekki boða til kosninga nú þegar og hætta þessi. Vanvirðing íslenskra stjórnmálamanna er hinsvegar gömul saga og þegar þannig stendur á er það á ábyrgð almennings að minna umrædda stjórnmálamenn á þeirra ábyrgð með mótmælum og kröfum um að þeir standi sig í embætti, annars geti þeir einfaldlega pakkað saman og farið endanlega úr stjórnmálum.