Evrópusambandið tekur ekki mark á ríkisstjórn Íslands

Það er ljóst að Evrópusambandið veit að bréf Gunnars Braga (Utanríkisráðherra) hefur ekki fengið þinglega meðferð á Íslandi. Það þýðir einfaldlega að Evrópusambandið og ráðamenn þess taka við umræddu bréfi og gera síðan ekkert meira með það. Enda vita þeir sem er að þetta bréf er markleysa og það ber að meðhöndla það sem slíkt. Þetta þýðir einnig að minni líkur eru á því að Evrópusambandið muni taka mark á ríkisstjórn Íslands það sem eftir lifir af valdatíma núverandi ríkisstjórnar.

Síðan hvet ég almenning til þess að bjóða sjálfum sér í veislu á Hótel Sögu sem Alþingi er að halda núna í kvöld. Það er það minnsta sem almenningur getur gert núna. Enda er hérna verið að nota peninga almennings í þessa veislu, eitthvað sem síðasta ríkisstjórn hætti með á síðasta kjörtímabili.