Það er enginn Bónus verslun í Skagafirði

Það er athyglisverð staðreynd að í Skagafirði er engin Bónusverslun. Sú saga gengur af því máli að Kaupfélag Skagfirðinga hefði einfaldlega hótað Bónus því að þeir mundu ekki fá neitt kjöt afgreitt frá þeim ef þeir kæmu með verslun í Skagafirði. Hvort að þessi saga er sönn veit ég ekki, þó er ýmislegt sem bendir til þess að svo sé.

Tal manna í Skagafirði um „hatursorðræðu“ gegn Skagfirðingum er eintóm þvæla. Breytir þar engu þó svo að Bjarni Jónsson í sveitarstjórn Skagafjarðar fullyrðir að svo sé. Staðreyndin er mjög einföld og augljós. Kaupfélag Skagfirðinga er orðið einokunarveldi í Skagafirði og heldur öllum þar sem þurfa að stunda viðskipti í sínum heljargreipum. Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið að bjóða uppá vaxtalaus lán til ýmissa hluta undanfarin ár í Skagafirði. Síðan hefur Kaupfélag Skagfirðinga verið að bjóða bændum lán og eru þau alveg vaxtalaus að sögn (þó er það verðtryggt sem er í raun verðbólgutengdir vextir á höfuðstól lánsin). Hætt er þó við að eina skilyrðið sem bændur þurfa að hlíta er að þurfa að leggja allt sitt inn til KS um alla framtíð löngu eftir að lánið er greitt upp (ef slíkt er mögulegt vegna verðtryggingar, ég er mjög efins að slíkt sé hægt hjá þeim bændum sem tóku slík lán). Síðan hefur KS verið að stækka við sig þar sem fólk minnst von á því, eins og sjá má hérna.

Þó er þetta ekki nema lítið brot af því sem gengur á varðandi Kaupfélag Skagfirðinga. Áhrif þess á stjórnmálin á Íslandi eru í dag gífurleg og það er í reynd skelfileg staðreynd að svo sé raunin. Slíkt hefur ekkert með neina hatursumræðu að gera eins og Bjarni Jónsson heldur fram. Hérna er um að ræða eðlilega gagnrýni á fyrirtæki sem hagar sér með ósiðlegum hætti.

Heimild: Hat­ursorðræða gegn Skagaf­irði (mbl.is)