Þriðji í stjórnarkreppu

Í dag er þriðji dagur verstu stjórnarkreppu á Íslandi. Jafnvel stjórnarkreppan í Brasilíu sem var og er þar í gangi er ekki nærri því eins slæm og sú sem er núna á Íslandi.

Sigmundur Davíð, forsætisráðherra (eða eitthvað) neitar að víkja. Bjarni Ben, fjármálaráðherra (spillingarmála), neitar að víkja úr sínu embætti vegna þess að ljóst er að hann er spilltur. Forseti Íslands neitar að rjúfa þing og láta boða til kosninga, þó svo að ljóst er að Sigmundur Davíð ræður ekki við stöðuna eða veldur því embætti sem hann situr núna í. Þessi stjórnarkreppa mun eingöngu leysast þegar þing verður leyst upp og boðað til kosninga og þeir sem hafa orðið uppvísir af eignum í skattaskjólum bjóði sig ekki fram í þeim kosningum.

Flétta forseta Íslands virðist vera sú að halda framsóknarflokki og sjálfstæðisflokki við völd á Íslandi sama hvað gengur á. Þó hugsanlega hafi verið rétt að neita þingrofi í gær (þriðjudag 5-Apríl) vegna þess stjórnleysis sem var á Sigmundi Davíð. Þá er hinsvegar ljóst að ekki verður við núverandi ástand unað og almenningur mun ekki sætta sig við að spilltir ráðherrar fjalli um málefni sem varðar sölu á bönkum og fyrirtækjum sem íslenska ríkið eignaðist í kjölfarið á uppgjöri gömlu bankana. Slíkt er einfaldlega ekki í boði og ætti ekki að vera það heldur. Því er alveg ljóst að Ólafur Ragnar, forseti Íslands verður að boða til kosninga samkvæmt stjórnarskrá Íslands til þess að leysa þá stjórnarkreppu sem er komin upp á Íslandi.