Mál íslenska drengsins og norska barnaverndaryfirvalda

Ég hef aðeins fylgst með þessu máli í gegnum fjölmiðla. Það er alveg ljóst og er mín skoðun að Noregur er að brjóta lög með þessum aðferðum sínum og kröfum. Sérstaklega þegar vísað er til laga 160/1995, enda stendur þar mjög skýr í 7 grein laganna að þær ákvarðanir eins og þær sem það norska tók gildir ekki ef íslenskar aðstæður eða lög eru öðruvísi.

7. gr. Synja skal um viðurkenningu eða fullnustu ákvörðunar ef:
1. hún er augljóslega ekki í samræmi við grundvallarreglur íslenskra laga um réttarstöðu fjölskyldna og barna,
2. ákvörðunin er, vegna breyttra aðstæðna, augljóslega ekki lengur í samræmi við það sem barninu er fyrir bestu,
3. barnið var íslenskur ríkisborgari, eða búsett hér á landi, þegar mál var höfðað fyrir dómstóli í upphafsríkinu eða stjórnvaldi þar barst beiðni, án þess að barnið hafi haft hliðstæð tengsl við það ríki eða það hafði bæði ríkisborgararétt í upphafsríkinu og hér á landi og var búsett hér á landi,
4. barnið á rétt á að ráða sjálft búsetu sinni samkvæmt lögum þess ríkis þar sem það er ríkisborgari eða búsett eða
5. ákvörðunin er ósamrýmanleg ákvörðun sem tekin hefur verið hér á landi í máli sem hafist hefur áður en beiðni um viðurkenningu eða fullnustu var lögð fram, enda sé synjun talin barninu fyrir bestu. Ákvörðun, sem tekin hefur verið í öðru ríki, hefur sama gildi og ákvörðun sem tekin hefur verið hér á landi hvað þetta snertir, enda sé unnt að fullnægja henni hér á landi.

Síðan má einnig fresta ákvörðun í þessu máli samkvæmt 9 grein laganna.

9. gr. Fresta má viðurkenningu eða fullnustu ákvörðunar með úrskurði ef:
1. ákvörðuninni hefur verið skotið til æðra dómstóls eða stjórnvalds í upphafsríkinu samkvæmt almennum áfrýjunar- eða málskotsreglum,
2. mál um forsjá, búsetu eða umgengni barnsins, sem hófst á undan málinu í upphafsríkinu, er til meðferðar hér á landi eða
3. annað mál til viðurkenningar eða fullnustu á annarri ákvörðun um forsjá, búsetu eða umgengni barnsins er til meðferðar.

Það er alveg ljóst það getur aldrei verið barninu til hagsbóta að taka það frá fjölskyldu sinni og færa til ókunnugra í Noregi, enda eru sögur af slíku fóstri frá Noregi mjög slæmar og hafa mörg slík mál (eftir því sem ég kemst næst) endað fyrir dómstólum í Noregi og fyrir alþjóðlegum dómstólum í Evrópu (Mannréttindadómstóli Evrópu).

Norska barnaverndarþjónustan hefur verið mikið gagnrýnd fyrir vafasama hegðun og ákvarðanir eins og eftirtaldar fréttir segja frá.

Norway defends its child welfare laws
Norway’s child welfare seizes family’s five kids for alleged ‘Christian indoctrination’: report

Norway accused of unfairly taking away immigrant children

When the state takes your child
MFA: breakthrough in procedures related to Polish children in Norway, PAP dispatch from 10 September 2015