Gamla fólkið í Heimssýn skilur ekki ESB eða lög ESB

Í Heimssýn er aðalega gamalt fólk sem þjást af alvarlegri fortíðarþrá og einangrunarhyggju, auk örfárra einstaklinga sem eru aðeins yngri og hafa verið heilaþvegnir af eldra liðinu eða hafa hreinlega bara alltaf verið fasistar í eðli sínu. Í nýjustu grein á vefsíðu Heimssýn (sem blog.is hýsir, þeir kunna ekki annað) þá tala þeir um að Ísland sé aðeins búið að taka upp 17,2% af lögum ESB upp í gegnum EES samninginn. Þetta er nærri því að vera rauntala (lög ESB væru líklega mest upp að 20% af lagasafni Íslands ef allt væri inni, þetta er ágiskun hjá mér), sem þýðir að íslendingar eru búnir að taka upp öll lög ESB upp í gegnum EES samninginn. Það eru auðvitað lögin sem tengjast tollabandalaginu, evrunni, landbúnaði og sjávarútvegi sem eru fyrir utan EES samninginn sem íslendingar hafa ekki tekið upp í dag og munu ekki gera fyrr en Ísland gengur í ESB samstarfið. Það ætti að gerast eftir nokkur ár ef allt gengur eftir, enda er ljóst að verulega hallar á íslenska hagsmuni með því að standa fyrir utan ESB og evruna í dag og sú staða mun ekkert breytast með brjálæðingin sem er núna við völd í Hvíta Húsinu.

Þjóðernissamtök eins og Heimssýn eru skekkja í dag, enda byggja þau á hugmyndafræði heimsveldana, hugmyndafræði sem hrundi um miðja 20 öldina eftir seinna stríð en lokanaglinn í þá hugmyndafræði varð þegar fyrsta heimsstyrjöldin braust út árið 1914. Þessi hugmyndafræði er bæði hættuleg, heimskuleg og skilar ekki neinu fyrir almenning og hefur aldrei gert það.

Sú hugmyndafræði Heimssýnar að íslendingum sé best borgið utan allra bandalaga og eigi bara að stofna til fríverslunarsamninga (stofnandi Heimssýnar var einnig á móti EFTA aðild Íslands á sínum tíma og spáði dómsdegi yfir íslendingum ef íslendingar færu þar inn, sama gerði hann þegar íslendingar gengu í EES samninginn) við önnur ríki. Þetta er heimskuleg hugmyndafræði, sett fram af afskaplega heimsku fólki sem hefur ekki nennt að kynna sér málin. Síðan hefur það notað þjóðerniskennda umræðu til þess að ná fram sínum skoðunum í umræðuna án þess að hafa lagt fram nein rök fyrir sínum skoðunum. Það hefur reynst vonlaust verkefni að fá þetta fólk til þess að sanna þær fullyrðingar sem það setur fram, með rökum eða sönnunargögnum.

Það mun koma vel í ljós þegar Bretland gengur úr Evrópusambandinu árið 2019 hversu langt þetta fólk leggur sig fram í að ljúga að almenningi á Íslandi og hversu rangt það hefur fyrir sér varðandi Evrópusambandið. Skoðanir og fullyrðingar Heimssýnar eiga ekkert skylt við raunveruleikann og hafa aldrei átt neitt skylt við raunveruleikann. Það mun ekkert breytast á næstunni hjá þessu fólki. Það á ekki að trúa því sem Heimssýn setur fram varðandi Evrópusambandið, enda er það annaðhvort lygi eða útúrsnúningur á því sem Evrópusambandið er að gera.