Öfgatrúmaður heimtar útbreiðslu mannhatandi trúarbragða í grunnskóla Reykjavíkur

Kristni öfgamaðurinn Jón Valur Jensson og hans fámenni hópur öfgafólks sem hann hefur safnað í kringum sig krefst þess að kristinn heilaþvottur (sjá grein hérna) fái inngöngu í grunnskóla Reykjavíkur með því að gefa grunnskólabörnum biblíu frá öfgasamtökunum Gídeon (Vantrú.is), sem eru samtök fólk sem aðhyllast öfgafullar kristnar skoðanir og boða þær í nafni náungakærleika og manngæsku. Þessi kristnu öfgasamtök eru allt annað en það og málflutningur Jóns Vals og fólks sem er í kringum hann er bæði öfgafullur og fullur af mannhatri og foraldarlegri mannvonsku sem á uppruna sinn í biblíunni, trúarbrögðum frá járnöld sem hafa því miður lifað til dagsins í dag.

Það á skilyrðislaust að neita öllum trúarbrögðum aðgang að grunnskólum á Íslandi og einnig leikskólum sem og öðrum menntastofnunum á Íslandi. Boðsmenn trúarbragða hafa ekkert í þessar stofnanir að gera, enda eru trúarbrögð andstaðan við menntun og framþróun, trúarbrögð tákna afturför, mannhatur og mannvonsku. Það ætti helst að leggja þetta niður nú þegar en því miður tekur slíkt tíma og væntanlega verður mannkynið ekki laust við trúarbrögð fyrr en eftir eina öld eða svo. Þökk sé framþróun og aukinni vísindaþekkingu sem mun aukast á komandi áratugum.