Útlendingastofnun fremur fjöldamorð með brottvísunum

Útlendingastofnun á Íslandi fremur fjöldamorð með því að vísa fólki frá Íslandi til þeirra ríkja þar sem ástandið er þannig að ekki er hægt að kalla það öruggt með neinum hætti. Þetta er ólöglegt og brot á flóttamannasáttmála S.Þ og mannréttindasáttmálum.

Íslensk stjórnvöld misnota einnig dyflinurreglugerðina (þar er heimild til þess að senda fólk til þess lands sem það kemur fyrst til, það er ekki krafa) til þess að senda flóttamenn frá Íslandi og til þeirra ríkja sem þeir komu fyrst til Íslands. Þessi misnotkun er ólögleg og það á að stoppa hana nú þegar og án tafar. Útlendingastofnun er stofnun sem fer ekki að lögum af þeim sökum á forstjóri Útlendingastofnunar að segja af sér án tafar.

Núna ætlar Útlendingastofnun að dæma til dauða fatlaðan mann og ellefu ára dóttur hans með því að vísa þeim frá Íslandi aftur til Þýskalands þar sem hætta er á því þeim verði vísað aftur til Afganistan, lands sem er óöruggt og hefur undanfarið sætt árásum af höndum talibana og annara öfgamanna sem eru ríkjandi innan Afganistan núna. Þetta jafngildir því að fremja kaldrifjað morð og það er enginn munur þar á. Það eina sem munar er að hérna er nafnlaus ríkisstofnun að fremja morðið en ekki einhver einn einstaklingur eða hópur einstaklinga. Það ber að stoppa þetta frávísun frá Íslandi án tafar og veita þessu fólki hæli af mannúðarástæðum á Íslandi.

Farlama faðir og ellefu ára dóttir send úr landi (Stundin)

Það á að leggja niður Útlendingastofnun í núverandi mynd, enda er þessi stofnun bastaður og núverandi stefna er arfleið fasista sem náðu tökum á hluta stjórnkerfisins eftir síðari heimsstyrjöldina.