Restin af Alþingi sýnir af sér fádæma mannvonsku rétt fyrir kosningar

Það sannast sem oft áður að mannvonskan og aftenging þessa fólks sem situr á alþingi við mannúð er ekki orðum ofaukin. Núna er ljóst að flestir stjórnmálaflokkar hafa yfirgefið það viðhorf að veita tveim fjölskyldum sem hafa flúið til Íslands ríkisborgararétt. Líklega heldur þetta fólk að það geti unnið sér inn fylgi með því að höfða til heimskra og illa þokkaðara rasista sem eru á Íslandi. Það er rangt. Það er engin fylgisaukning í því að höfða til lægstu hvata mannkyns og þann ógeðfellda pitt sem þar er að finna. Það er mun sterkara að höfða til mannúðar og hætta að hlusta á rasista og slíkt fólk sem hefur ekki rétt fyrir og mun aldrei hafa rétt fyrir sér í nokkrum málaflokki. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að höfða til rasista fylgis. Það er einnig þannig að rasistar og slíkir hópar eru á móti frelsi og munu eyðileggja það ef þeir komast til valda og því ber að vera á móti þeim með öllum ráðum.

Það á að veita þessu fólki frá Afganistan (stelpan er ríkisfangslaus) og Nígeríu ríkisborgararétt án tafar á Íslandi og án nokkura pólitískra krafna. Það er skylda íslenskra stjórnmálaflokka að veita þessu fólki ríkisborgararétt. Þeir sem koma sér undan þeirri ábyrgð eru aumingjar með meiru og eiga ekki skilið að sitja á Alþingi íslendinga. Endurskoðun á Útlendingalögum hefur ekkert að segja í þessu máli vegna þess að Útlendingastofnun er ónýt ríkisstofnun ásamt kærumálum útlendingamála.

Frétt Rúv

Eining um endurskoðun á útlendingalögum (Rúv.is)