Virkjunarheimskan heldur áfram á Íslandi

Í Morgunblaðinu (mbl.is) var í gær (07-Nóvember-2017) lítil frétt sem fór ekki hátt en þar er skrifað um hugsanlega virkjun við skaftáreldahraun og jökulárnar sem þar er að finna. Samkvæmt fréttinni og 10 ára úreltu umhverfismati þá urðu áhrifin af slíkri virkjun mjög neikvæð og ekki afturkræf. Þar fyrir utan þá er einnig ljóst að hægt er að ná í auka raforku með öðrum hætti í dag en var gert fyrir 10 árum síðan. Það er gjörsamlega fáránlegt að fara virkja jökulár þegar hægt er að reisa vindmyllur sem eru ekki aðeins ódýrari heldur framleiða mun meira rafmagn heldur en svona virkjun og einfalt að bæta við ef þörf er á því. Landsvirkjun er með tvær vindmyllur (heimasíða þeirra er hérna) og þessar tvær vindmyllur eru færar um að framleiða 1,8kW samanlagt. Þetta eru frekar litlar vindmyllur og eru bara 900kW hver. Það er hægt í dag að reisa stærri vindmyllur sem ná alveg þeirri raforkuframleiðslu og fengist með því að virkja þessar jökulár nærri hrauni Skaftárelda. Líklega yrði þó hagstæðara að hafa fleiri minni vindmyllur til þess að ná þeirri raforkuframleiðslu sem óskað er. Landrask verður alltaf mun minna við það að reisa vindmyllur og skemmdir af völdum slíkra framkvæmda er hægt að halda í lágmarki.

Það er heimska og mikil græðgi að ætla sér að fara að reisa vatnsaflvirkjun í dag þegar betri kostir bjóðast nú þegar íslendingum. Vindmyllur auk sólarafls er eitthvað sem íslendingar eiga að horfa til framtíðar með þegar það kemur að raforkuframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt að halda áfram eyðileggingu íslenskrar náttúru með því að reisa endalausar vatnsaflvirkjanir eins og hefur verið gert á undanförnum áratugum. Það er eitt sem ekki er skortur á Íslandi og það er rok og í dag láta íslendingar þá orku fara til spillis vegna skammsýni og heimsku.

Fréttir af þessari fyrirhuguðu virkjun

Vill virkja í einu yngsta ár­gljúfri heims (mbl.is)

Nýjustu fréttir af þróun vindafls

Cost of wind keeps dropping, and there’s little coal, nuclear can do to stop it (Ars Technica)

Wind turbine (Wikipedia)