Kerfisbundið útlendingahatur hjá Dómsmálaráðherra [Sigríði H. Andersen], Útlendingastofnun

Það er lýsandi fyrir það hvernig komið er fram við fólk sem á ekki neitt á Íslandi að flóttamenn eru þar neðstir. Dómsmálaráðherra er harður útlendingahatri og hefur samkvæmt því sem sagt er skrifað greinar gegn útlendingum og flóttamönnum á vefsíðu sem er nú búið að leggja niður og hét AMX (öfgafullur hópur kristinna og hægri fasista í sjálfstæðisflokknum). Í dag er AMX ekki lengur til og allt þar efni sem var inni hefur verið þurrkað út (þetta gerðist um leið og þetta komst til valda á Íslandi). Þar að leiðandi finn ég ekki greinar frá Sigríði H. Andersen þar sem hún skrifar um útlendingahatur.

Hinsvegar hafa verk Sigríðar H. Andersen talað undanfarið og þau verk eru til skammar. Enda er það svo að íslendingar í dag þverbrjóta alla mannréttindasáttmála og reglur innan Evrópu með þeirri meðferð sem flóttamenn sem koma á eigin vegum til Íslands sæta. Fyrir þetta eitt ætti dómsmálaráðherra að sæta lögreglurannsókn og jafnvel dæmast til langrar fangelsisvistar. Það besta sem er hinsvegar hægt að gera að að krefjast þess að ríkisstjórn Íslands segi af sér án tafar og skilyrðislaust vegna lögbrota dómsmálaráðherra. Annars á Katrín Jakobsdóttir núvernandi forsætisráðherra að reka dómsmálaráðherra með skömm og skít. Enda verður ekki unað við núverandi ástand í dómsmálum íslendinga (og er staða flóttamanna þar bara eitt mál).

Það þarf að endurskipa alla yfirstjórn Útlendingastofnunar. Enda hefur safnast þar saman fólk sem er óhæft til þess að vera þar við völd og rekstur þeirrar stofnunar. Enda sýnir hegðun þess að það er á móti flóttamönnum og hvernig málum þar er háttað þá er mikil andstaða við útlendinga almennt innan þeirrar stofnunar. Slíkt á ekki að líðast enda er hérna um að ræða kerfisbundinn rasisma hjá íslenska ríkinu.

Ef Vinstri Grænir gera ekki neitt í þessu. Þá er ljóst að flokkurinn er alveg jafn gjörspilltur og framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn. Íslendingar hafa ekkert við slíka stjórnmálaflokka að gera í dag. Framtíðin krefst þess að betur sé staðið að málum heldur en er gert núna í dag.