Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Heimssýn eru á móti Orkustofnun Evrópusambandsins

Evrópusambandið [opinber vefsíða er hérna] hefur stofnun sem á samræma og vinna með aðildarríkjum um orkustefnu viðkomandi ríkis. Bæði Framsóknarflokkurinn og Heimssýn eru á móti þessari stofnun vegna þess að hvorki Heimssýn eða Framsóknarflokkurinn skilja hvað er um að ræða hérna.

Þessari stofnun sem kallast Agency for the Cooperation of Energy Regulators (ACER) [sjá einnig hérna] er einnig ætla að passa upp á það að lögum og reglum á fylgt á raforkumarkaðinum. Það er alveg ljóst að hvorki Framsóknarflokkurinn eða Heimssýn vilja slíkt eftirlit og mig grunar að þetta nái einnig til Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna.

Sú fullyrðing sem Heimssýn og Framsóknarflokkurinn setja fram í grein hérna um að þetta sé að ræða stjórnun Evrópusambandsins á raforkumálum íslendinga er lygi frá upphafi til enda. Það er hinsvegar ekkert nýtt að bæði Heimssýn og Framsóknarflokkurinn vilji gefa svindlurum frjálsan aðgang að markaðinum þar sem þeir geta okrað á fólki án þess að nokkurt yfirvald geri við það athugasemdir. Þessu er síðan slegið í áróður þar sem bullað er um fullveldi og það verði að hafa stjórnunina á Íslandi. Staðreyndin er reyndar sú að stjórnun íslendinga orkumálum fer aldrei neitt en Orkustofnun Evrópusambandsins mun koma í veg fyrir svindl á íslenskum orkumarkaði og að lög séu brotin.

Íslendingar hafa síðan ekkert val í því að taka upp þessi lög frá Evrópusambandinu. Þetta er hluti af EES samningum og ef íslendingar vilja ekki fella EES samninginn úr gildi þá verður að taka þessi lög upp í íslenskan lagarétt. Það eru engar undantekningar í boði.

Uppfært þann 19-Mars-2018 klukkan 00:51.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur bæst við þá stjórnmálaflokka sem eru á móti Orkumálastofnun Evrópusambandsins án þess þó að hafa nokkra hugmynd um hvað málið snýst eða hvað það varðar. Þessu hafa heimskingjarnir hjá Heimssýn fagnað í nýrri grein sem var birt í kvöld. Það er ekkert hægt að rökræða við þetta fólk þar sem það er bæði heimskt, hrokafullt og neitar að skilja um hvað málið snýst. Þetta hinsvegar breytir ekki neinu um þá staðreynd að íslendingar verða að taka þetta upp í landslög Íslands vegna EES samningins.