Mygluð íbúð í boði fyrir öryrkja og fátæka í Garðabæ

Þetta hérna er það sem fólki sem þarf að búa í félagslegum íbúðum í Garðabæ er boðið uppá. Þessi íbúð er ekkert annað en ónýt. Hversu ónýt veit ég ekki en þetta er ekki íbúðarhæft.


Skjáskot af Facebook pósti.

Mér bárust einnig þær upplýsingar (nafnlaust) kjölfarið á þessari deilingu (á facebook) að sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ vilji helst ekki hafa fólk sem þarf að búa í félagslegum íbúðum (öryrkja, fátækt fólk) innan síns sveitarfélags. Þannig að þeir hafa tekið upp á því að borga fátæku fólki og öryrkjum eingreiðslu eða nokkura greiðslna til þess að flytja úr Garðabæ yfir í nærliggjandi sveitarfélög (hvernig þetta dreifst veit ég ekki) svo að viðkomandi geti leigt sér þar íbúð (eingreiðslan nærð þá til trygginga á leiguíbúð annarstaðar). Hvar þetta er að finna í ársreikningi Garðabæjar veit ég ekki. Þetta virðist einnig vera afskaplega mikið leyndarmál þar sem ekkert er um þetta að finna á vefsíðu Garðabæjar.

Nágrannasveitarfélög Garðabæjar ættu að senda fyrirspurnir um þessar eingreiðslur sem fá fólk til að flytja frá Garðabæ. Enda er Garðabær að svíkjast undan lagalegum skyldum sínum með þessari hegðun gagnvart þeim sem búa í Garðabæ. Alveg óháð því hvort að viðkomandi er fátækur, öryrki eða bara venjulegur íbúi. Það er ljóst að félagslegt öryggi er ekkert í Garðabæ.

Frétt Rúv um svipaðan svepp á öðrum stað

Sveppurinn er stór viðvörunarbjalla

Grein uppfærð klukkan 21:23. Fréttatengli bætt við.