Þjóðarstoltið er vopn gegn Íslensku þjóðinni

Þjóðarstolt Íslendinga er vopn sem Sjálfstæðisflokkurinn notar gegn þjóðinni. Besta dæmið var þegar Geir Haarde greip á lofti dýr mistök Gordowns Brown forsætisráðherra Breta um daginn og notaði þjóðarstoltið til þess að draga athyglina frá þeim vandamálum sem eru í gangi hérna á landi þessa stundina. Vandamál sem eru meira aðkallandi heldur um fyrsting eigna Landsbankans í Bretlandi, eignir sem verða hvort sem er seldar uppí skuldir og annað slíkt. Ríkisstjórnin hefur þó ekki farið þess á leit við bresk stjórnvöld að þau af frysti umræddar eignir, mér finnst það stórmerkilegt og stórundarleg hegðun hjá Íslenskum stjórnvöldum að sleppa því bara að krefjast þess eignir Landsbankans verði af frystar og eðlilegum viðskiptum komið á við Ísland. Þetta er ekki flókið, samningsatriði sem hægt væri að ganga frá á einum góðum degi.

Þjóðarstolt Íslendinga er vopn í höndum á Sjálfstæðisflokknum, vegna þess að þeir nota það miskunnarlaust gegn Íslendingum. Íslendingar gleypa þetta stolt og notkunina á því hrátt frá Sjálfstæðisflokknum, jafnvel ráðherrar Samfylkingarinnar láta hafa sig að fífli í öllu sínu stolti. Allavegana var kjafturinn þannig á Össur í dag að augljóst var að hann var orðin heilaþvegin af öllu þessu stolti og gerði engum greiða með stórum yfirlýsingum sínum um Breta og herflugvélar þeirra, sem koma málinu ekkert við hvort sem er.

Spurningin er ennfremur hvort að Íslendingar hafi eitthvað til þess að vera stoltir af. Við erum búnin að hafa okkur að fíflum á alþjóðavettfangi með vanhæfum Seðlabankastjóra og ennþá vanhæfari Forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands virðist ekkert vera í hæfari kantinum. Frekar en allt Alþingi þessa dagana, en Alþingi er víst komið í frí, aftur.

Hið glataða Rússa lán er gott dæmi um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn notaði þjóðarstoltið og spilaði á það eins og fiðlu og flest allir Íslendingar tóku undir, jafnt innan Alþingis sem og annarstaðar. Þeir fáu Íslendingar sem eru með rökhugsunina í lagi hristu bara hausinn yfir heimskunni sem koma augljóslega í ljós við það tilfelli. Enda hefur komið uppúr dúknum að þetta rússa lán Davíðs var ekkert nema draumórar Davíðs, enda er maðurinn ekki sambandi við raunveruleikann.

Þessa dagana er lítið eftir af hinu raunverulega þjóðarstolti Íslendinga, enda er búið að misnota það í nafni stjórnmálaflokks sem er búinn að rýja Ísland inn að beini og skuldsetja þjóðina næstu 50 til 100 ár. Síðan voga þessir menn að sitja áfram við völd hérna á landi. Þeir hefðu átt fyrir margt löngu verið búnir að segja af sér, allir með tölu. Suma á að vera búið að dæma fyrir gjörsamlega og algera vanhæfni.

Íslendingar þurfa að endurheimta það stolt sem þeir hafa tapað. Fyrsta skrefið er að krefjast þess að kosningar fari fram og að Seðlabankastjórarinir (allir með tölu), seðlabankaráð og allt þetta pakk verði rekið með skömm og skít. Síðan á ríkisstjórnin að segja af sér og boða til kosninga.

Þegar þetta er búið þá getur Íslenska þjóðin farið að endurbyggja uppúr þessum brunarústum sem við erum í dag, og á sama tíma endurbyggt þjóðarstoltið í leiðinni. Í framtíðinni þarf að passa að þjóðarstoltinu sé ekki stolið af hreinræktuðum glæpamönnum með völd, sem því miður er raunveruleikinn í dag.

Góðar stundir.

This entry was posted in Skoðun. Bookmark the permalink.