Það er lítil klíka sem stjórnar Íslandi

Það er lítil klíka sem stjórnar Íslandi í dag og hefur gert það undanfarin 17 ár. Þessi klíka er hagsmunarklíka og hefur það að markmiði að hámarka gróða þeirra sem innan hennar eru.

Í þessari klíku eru þetta fólk og hugsanlega fleiri aðilar sem ég þekki ekki til. Þetta eru allavegana stofnendur klíkunnar og aðalstjórendur hennar. Þessar upplýsingar eru fegnar héðan.

The group included Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Geir H. Haarde, Baldur Guðlaugsson, Brynjólfur Bjarnason, Kjartan Gunnarsson and Magnús Gunnarsson.

Feitletruðu einstaklinganir eru þeir valdamestu í hópnum. Ég veit ekki hver staða hinna aðilana sem eru þarna nefndir er. Feitletrunin er mín. Þessi listi er gamall og einstaklingar geta hafa dottið út og nýjir komið í staðin án þess að ég viti af því.

Þessi hópur er ekki með völd til þess að passa uppá hagsmunina þjóðarinnar, eins og þeir halda fram (til þess að halda völdum). Þessi hópur hefur náð völdum til þess að hámarka gróða sinn á kostnað Íslensku þjóðarinnar. Fyrir mér útskýrir þetta hluti eins og eftirlaunafrumvarpið, laun ráðherra og fleiri hluti. Fyrst og fremst þá útskýrir þetta fyrir mér, og vonandi ykkur sem lesa þetta, af hverju björgunaraðgerðir hagkerfsins hérna á landi ganga svona illa.

Þessir menn eru að tryggja hagsmuni sýna fyrst og fremst eftir efnahagshrunið. Þetta fólk tapaði á hruni bankana, það er alveg augljóst og núna standa þessir menn í því að reyna að bjarga því sem þeir geta af þeim auði. Þetta snýst fyrst og fremst um þeirra hagnað en ekki hagsmuni þjóðarinnar. Þegar málin eru skoðuð út frá því sjónarhorni þá kemur útskýringin á því afhverju björgunaraðgerðir ganga svona illa og afhverju Forsætisráðherra og aðrir aðilar tengdir honum vilja ekki aðkomu IMF að björgun Íslenska hagkerfsins. Þetta úrskýrir einnig andstöðunina við EB (ESB), en líklegt er að eitthvað í reglugerðarverki eða sáttmála EB hefði komið í veg fyrir að þetta fólk hefði náð þeirri stöðu sem það er í dag, það hefði allavegana ekki getað hámarkað gróða sinn á kostnað þjóðarinnar ef við hefðum verið í EB (ESB).

Umræddur hópur er ekki stór, svona hópar eru það aldrei. Líklegt er að 5 – 10 einstaklinga sem koma að stjórnun hópsins og ákvarðanatöku. Ákvörðunum er síðan komið í framkvæmd af minna settum einstaklingum í umræddum hópi, einstaklingum sem vonast til þess að komast í hærri valdastöður innan þessa hóps.

Eins og staða mála er í dag, þá hefur Samfylkingin ekki hugmynd að þetta sé í raun staðan. Enda er hún vísvitandi blekkt af Sjálfstæðisflokknum um stöðu mála (miðað við það sem ég hef séð í fjölmiðlum). Stjórnun þessa hóps yfir fjölmiðlum á Íslandi er alger, enda hafa þessir menn komið fólki sem er hliðhollt þeim í alla helstu fjölmiðla landsins og þar er rækilega passað ekki sé fjallað um slæma stöðu mála hérna á landi. Fréttir gefa ekki raunhæfa mynd af stöðu mála hérna á landi vegna stjórnun þessa hóps á fjölmiðlum Íslands.

Núna er vonandi að einhver hlusti á það sem ég er að skrifa og komi þessum hóp frá völdum, annars mun hann valda mun meiri skaða á Íslensku efnahagslífi en er nú þegar orðinn.

Góðar stundir.