Europe 1957-2017: 60 years of peace, democracy, solidarity

Posted in ESB, Myndbönd | Comments Off on Europe 1957-2017: 60 years of peace, democracy, solidarity

Atli Fannar reynir að vera fyndinn, mistekst hrikalega

Blaðamaðurinn* Atli Fannar sem er núna ritstjóri Nútímans og fyrrverandi handlangari og spunadrengur Guðmundar Steingrímssonar hefur reynt að vera fyndinn á Rúv í vetur. Þökk sé því að ég er búsettur í Danmörku þá hef ég lítið fylgst með þessum tilraunum hans til þess að vera fyndinn, ef ég hefði fylgist með þessu þá væri ég orðinn illa pirraður og skapvondur. Enda er sýnist mér á því myndbroti sem ég sé hérna að Atli Fannar er bara ekkert fyndinn, hann er gjörsneiddur öllu því sem kallast húmor og skopskyn. Enda er ég nokkuð viss um að fólk almennt horfi ekki á hann í sjónvarpinu, dagskráin er umtalsvert betri á Netflix og síðan hefur fólk almennt annað að gera en að horfa á reiðan mann á þrítugsaldri ausa úr skálum reiði sinnar í sjónvarpinu.

Að vera húmoristi fyrir heiminum er list og mikil sköpun og krefst þess að menn skilji það sem þeir fara útí. Atli Fannar getur hvorugt og ég er ekki viss um að hann sé yfirhöfuð með skopskyn. Ljóst er að handritsgerð hans á Rúv er í lélegra laginu og ber þetta innskot hans það með sér og þegar menn eru búnir að vera í sjónvarpinu allan vetur og þetta er það besta sem kemur, þá er ljóst að engin von er til þess að ástandið batni í framtíðinni.

Hvað reiði Atla Fannars varðar útí internetið. Þá er þetta augljóst, maður í hans stöðu sem hefur litlar áhyggjur af lífinu og virðist dunda sér við að reka fjölmiðil á Íslandi (þetta gæti verið einhverskonar áhugamál, ég er ekki viss) skilur ekki stöðu fólks í dag. Atli Fannar getur sagst vera venjulegur launamaður þangað til að Katla gýs en mér sýnist að það sé langt frá því að vera raunin. Það er mér til efnis að Atli hafi upplifað það að vera svo blankur um mánaðarmótinn að geta ekki keypt sér í matinn eða gert nokkurn skapaðan hlut að auki. Pirringur fólks á Íslandi kemur fram í athugasemdum fréttamiðla á Íslandi, enda er það svo að meðan stjórnmálamenn tala um að allt sé í góðu á Íslandi, þá sér fólk með sínum eigin augum að það er lygi og dútl fjölmiðlar eins og Nútíminn gera lítið til þess að breyta ástandinu. Þar eru þetta allt saman blómarósir og súkkulaði. Ástandið er lítið betra á öðrum fjölmiðlum á Íslandi, þannig að ekki er við Atla Fannar einan að sakast hérna. Ef Atli Fannar vill losna við pirringiinn af internetinu. Þá mæli ég með því að hann flytji í Árneshrepp (hann gæti gerst sauðfjárbóndi þar) og sleppi því að fá sér internet áskrift þar, hann getur bara skroppið á bókasafnið til þess að borga reikningana í heimabankanum (eða látið gerast sjálfkrafa). Ég er nokkuð viss um að það mundi gera honum gott, ljóst er að lífið í höfuðborginni hentar honum ekki, með öllu stressinu sem þar er að finna.

Það er auðvitað fullt af rugluðu fólki á internetinu, það er enginn sem neitar því og það er alltaf slæðingur af slíkum athugasemdum á Vísir.is, DV og þar sem athugasemdir eru leyfðar (ef athugasemdir koma við fréttir til að byrja með, sem er ekki alltaf tilfellið, margar fréttir fá nákvæmlega engar athugasemdir). Það eru bara ákveðnir tegundir frétta sem fá athugasemdir á Íslandi, ekki veit ég afhverju það er.

*Ég er ekki viss um að Atli Fannar geti talið sig sem blaðamann, þó svo að hann starfi sem slíkur**.
**Þetta er svona á Íslandi.

Ég biðst afsökunar á því ef þessi texti hérna að ofan er ekki rétt skrifaður á íslensku. Ég er að troða dönsku og þýsku í heilann á mér þessa dagana og það veldur veseni hér og þar í stafsetningu hjá mér. Þetta vandamál er ekki bara bundið við íslensku, ég verð einnig var við truflanir í enskunni hjá mér (sem ég hef aldrei verið neitt rosalega góður í).

Góðar stundir.

Posted in Blaðamenn, Nútíminn, Rúv, Skoðun | Comments Off on Atli Fannar reynir að vera fyndinn, mistekst hrikalega

Is the European Union Worth It Or Should We End It?

Posted in ESB, EU, Myndbönd | Comments Off on Is the European Union Worth It Or Should We End It?

Þjófnaður á hafi úti

Morgunblaðið segir frá því að skipverjar á Sea­bed Constructor hafi verið byrjaðir á því að rífa flakið af Mind­en. Það eru umtalsverð verðmæti í þeim málmi sem er í skipinu (stál og öðru slíku) og undanfarna mánuði hefur það gerst að kafbátar og herskip hafi verið fjarlægð ólöglega af hafsbotnum í kringum eyjuna Jövu og víðar. Stjórnvöld í Indónesíu segjast ekkert geta gert, sem er auðvitað tómt kjaftæði. Það virðist sem að hver svo sem leigði rannsóknarskipið Sea­bed Constructor hafi ætlað sér að ræna skipinu af hafsbotni og selja í brotajárn fyrir hagnað.

Það hefur ekki ennþá komið fram (svo ég hafi tekið eftir) hver var þarna á ferðinni. Íslensk stjórnvöld eiga hinsvegar að fara í mál við viðkomandi og kæra hann fyrir þjófnað og skemmdarverk á fornminjum á hafsbotni og krefjast gríðarhárra skaðabóta. Að öðrum kosti eiga íslensk stjórnvöld að láta stjórnvöld í Þýskalandi vita af málinu svo að þau geti hafið lagaferli gagnvart viðkomandi einstaklingum eða fyrirtæki sem stóð að þessu (í því tilfelli ef umrætt skip er eign þýska ríksins samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum).

Frétt The Guaridan um svipað mál.

Wartime shipwrecks are being illegally salvaged. Are we powerless to stop it?

Frétt Morgunblaðsins.

Voru byrjaðir að rífa flakið

Posted in Íslensk landhelgi, Þjófnaður, Skoðun | Comments Off on Þjófnaður á hafi úti

Andstæðingar Evrópusambandsins ljúga að þér

Það er vinsælt á Íslandi að heyra fullyrðingar Evrópuandstæðinga vera tekna sem einhvern heilagan sannleika en síðan eru fullyrðingar stuðningsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið rakkaðar niður og oft fær maður að heyra þetta hérna.


Skjáskot af blog.is.

Þetta var mitt svar við lygum ESB andstæðingsins Páls Vilhjálmssonar. Maðurinn sem kallar sig “Hrossabrest” er augljóslega einnig ESB andstæðingur.

Staðreyndin er mjög einföld. Íslendingar hafa verið að gera hlutina að mestu leiti eftir hugmyndum ESB andstæðinga undanfara áratugi og gögnin eru komin inn. Hugmyndafræði og hagfræði ESB andstæðinga virkar alls ekki og hefur aldrei gert. Á meðan ESB getur ekki komið í veg fyrir að lélegar ákvarðanir séu teknar á ríkisstjónarstiginu þá er ljóst að ESB aðild mundi dempa stórkostlega afleiðingar af lélegum afleiðingum.

Síðan myndu landsbyggðarstyrkir Evrópusambandsins einnig sjá til þess að restin af einbreiðum brúm á Íslandi yrðu tvöfaldaðir og að vegir í sveitum Íslands fengju almennilega uppfærslu til að ná þeim upp í þær kröfur sem Evrópusambandið setur um slíka vegi.

Á meðan íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið, þá verður meðal annars gott vegakerfi á Íslandi ekkert nema draumur einn.

Posted in Einangrunarstefnan, ESB, ESB andstaða, Skoðun | Comments Off on Andstæðingar Evrópusambandsins ljúga að þér

Vinsamlegast ekki tjá þig um útlit kvenna, þú gætir móðgað einhvern

Ég sé á Vísir.is frétt um móðgaða konu um nokkur ummæli sem um hafa hafa fallið, einhver af þessum ummælum eru ósmekkleg og sýna að sá sem lét þau frá sér er með minni greind en meðal kartafla útí í garði á góðum sumardegi. Restin eru hinsvegar ummæli sem ekki er ástæða fyrir því að vera móðgaður yfir. Þessi kona virðist hinsvegar vera mikið móðguð yfir þeim og tekur þau mikið á sig og kvartar sáran yfir mörgum þeirra (ekki þessu heimskulegu sem eru augljós). Staðreyndin er að fólk verður ekki móðgað nema að það vilji verða móðgað. Það gerist auðvitað ekkert ef einhver er móðgaður.

Síðan eru margir búnir að fá nóg af því hversu móðgunargjarnir margir eru í dag. Enda er ekki hægt að ætlast til þess að nokkrum manni að hann gangi um og ritskoði sig allan daginn vegna þess að hugsanlega gæti einhver orðið móðgaður. Þeir sem hugsa slíkt eiga bara að fokka sér af internetinu og hætta að fara úr húsi.

F*ck Being PC: Why I’m Offended By How Easily Offended You Are (Elite Daily)

Posted in Skoðun | Comments Off on Vinsamlegast ekki tjá þig um útlit kvenna, þú gætir móðgað einhvern

Útsendingar Omega/The Gospel Channel og Útvarps Sögu á að stöðva á tafar

Á Íslandi er rekin sjónvarpsstöð sem hefur þann eina tilgang að senda út mannhatur og öfgar. Þessi stöð heitir Omega og boðar þar út öfgafulla kristni allan sólarhringinn, helst er um að ræða bandaríska evangelíska presta sem messa yfir stórum mannfjölda (þeir eiga einkaþotur og lifa á stórum eignum) um hvað má gera og hvað má ekki gera í nafni trúarinnar (kristni).

Eigendur og stjórendur Omega hafa hinsvegar ekki látið Ísland nægja sér, heldur er þetta efni einnig sent út yfir Skandinavíu (0,8W) og Bretland (28,2E). Þetta er sent í opinni dagskrá, þannig að reikna má með að áhorfendahópur Omega, sem kallast The Gospel Channel á ensku telji í hundruðum þúsunda, kannski milljón eða tveim. Ég hef engar tölur um áhorf á þessa öfgafullu kristni sjónvarpsstöð en ljóst er að það er talsvert. Síðan er The Gospel Channel einnig send út á internetinu á Íslandi fyrir enskumælandi áhorfendur.


Útbreiðsla Omega/The Gospel Channel eins og hún er skráð hjá Lyngsat. Hérna er listi yfir sjónvarpsstöðvar sem hægt er að ná ókeypis frá Íslandi.

Samkvæmt skýrslu Council of Europe um Omega og Útvarp Sögu þá eru þessir tveir fjölmiðlar að breiða út hatursboðskap gegn flóttamönnum og fólki af öðrum trúarbrögðum og með annað litarhaft en íslendingar. Um þetta hefur aðeins verið fjallað í fjölmiðlum á Íslandi eins og sjá má hérna. Umfjöllunin er samt mjög lítil og þessir fjölmiðlar (Omega/The Gospel Channel og Útvarp Saga) eru ennþá starfandi á Íslandi og það er til skammar. Íslenskum yfirvöldum ber að loka Omega/The Gospel Channel og Útvarpi Sögu í samræmi við lagaheimildir á Íslandi og í samræmi við alþjóðlega sáttmála sem íslendingar hafa skrifað undir, eins og kemur skýr fram á vefsíðu CoE, þá hefur hatursumræða og útbreiðsla ekkert með tjáningarfrelsi að gera.

Íslensku fjarskiptafyrirtækin (Síminn, Vodafone, Nova og fleiri aðilar) geta byrjað á því að neita að bera merki Omega og Útvarps Sögu um sín dreifkerfi á Íslandi. Það mundi koma í veg fyrir stóran hluta af útbreiðslu þessara stöðva á Íslandi. Þar sem gervihnattaútsending The Gospel Channel kemur frá Íslandi, þá fellur slíkt undir valdsvið fjölmiðlanefndar og Póst og Fjarskiptastofnunar. Það er minna hægt að gera varðandi internet útsendingar eins og stendur, nema þá helst að lögbann sé sett á útsendingar þessara stöðva yfir internetið. Slíkt krefst dómsmáls og ég efast um að slíkt verði gert eins og málin standa í dag.

Posted in Öfgafólk, Öfgahópar, Öfgasamtök, Kristni, Skoðun | Comments Off on Útsendingar Omega/The Gospel Channel og Útvarps Sögu á að stöðva á tafar

Fella ber 216 grein almennra hegningarlaga úr gildi án tafar

Í íslenskum hegningarlögum er lagagrein 216 sem hljómar svona.

216. gr. Kvenmaður, sem deyðir fóstur sitt, skal sæta … 1) fangelsi allt að 2 árum. Ef sérstaklega ríkar málsbætur eru fyrir hendi, má ákveða, að refsing falli niður. Mál skal ekki höfða, ef 2 ár eru liðin frá því að brot var framið. Ónothæf tilraun er refsilaus.
Hver, sem með samþykki móður deyðir fóstur hennar eða ljær henni lið sitt til fóstureyðingar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Sé um mikla sök að ræða, einkum ef verknaðurinn er framinn í ávinningsskyni eða hann hefur haft í för með sér dauða eða stórfellt heilsutjón móður, skal beita allt að 8 ára fangelsi. Hafi verkið verið framið án samþykkis móður, skal refsing vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 12 árum.

Fella ber þessa laga grein úr gildi án tafar (þó er hægt að halda eftir eða fella inn í aðrar lagagreinar síðustu málsgreinina er varðar ofbeldi gegn konum sem leiðir til fóstursmissis), þar sem hún gerir öfgafólki eins og Jóni Vali Jenssyni fært að réttlæta öfgafullan og kvenhatandi málflutning sinn með því að vísa í þessa þessa lagagrein, þetta hefur Jón Valur Jensson nú þegar gert eins og sjá má hérna (hann rekur þessi gervi-samtök til þess að boða öfgafulla útgáfu sína af kristinni trú). Sú afstaða sem kemur fram hjá Jóni Vali Jenssyni og þeim sem hann styðja og hans öfgafulla og heimskulega málflutning er ekkert annað en hrátt hatur á kvenfólki og alger vanþekking á hættum þungunar og hugsanlegra fylgikvilla. Á Írlandi hafa konur dáið vegna þess að þær fengu ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu vegna banns við fóstureyðingum, þar kemur til öfgafullt vald kristinnar kirkju í Evrópu sem ætti fyrir löng síðan vera búið að uppræta og banna með lögum. Enda hafa heimskuleg trúarbrögð ekkert í stjórnmál að gera og því að skilja þar á milli með eldi og brennistein.

Á Íslandi er því miður rekin stefna sem leyfir öfga-fólki að tjá sig á hatursfullan hátt án þess að þeim sé refsað. Það þarf að breytast og það hratt.

Grein uppfærð klukkan 15:11.
Grein uppfærð klukkan 15:33.

Posted in Lög, Skoðun, Stjórnmál | Comments Off on Fella ber 216 grein almennra hegningarlaga úr gildi án tafar

Öfgatrúmaður heimtar útbreiðslu mannhatandi trúarbragða í grunnskóla Reykjavíkur

Kristni öfgamaðurinn Jón Valur Jensson og hans fámenni hópur öfgafólks sem hann hefur safnað í kringum sig krefst þess að kristinn heilaþvottur (sjá grein hérna) fái inngöngu í grunnskóla Reykjavíkur með því að gefa grunnskólabörnum biblíu frá öfgasamtökunum Gídeon (Vantrú.is), sem eru samtök fólk sem aðhyllast öfgafullar kristnar skoðanir og boða þær í nafni náungakærleika og manngæsku. Þessi kristnu öfgasamtök eru allt annað en það og málflutningur Jóns Vals og fólks sem er í kringum hann er bæði öfgafullur og fullur af mannhatri og foraldarlegri mannvonsku sem á uppruna sinn í biblíunni, trúarbrögðum frá járnöld sem hafa því miður lifað til dagsins í dag.

Það á skilyrðislaust að neita öllum trúarbrögðum aðgang að grunnskólum á Íslandi og einnig leikskólum sem og öðrum menntastofnunum á Íslandi. Boðsmenn trúarbragða hafa ekkert í þessar stofnanir að gera, enda eru trúarbrögð andstaðan við menntun og framþróun, trúarbrögð tákna afturför, mannhatur og mannvonsku. Það ætti helst að leggja þetta niður nú þegar en því miður tekur slíkt tíma og væntanlega verður mannkynið ekki laust við trúarbrögð fyrr en eftir eina öld eða svo. Þökk sé framþróun og aukinni vísindaþekkingu sem mun aukast á komandi áratugum.

Posted in Öfgafólk, Öfgahópar, Kristni, Skoðun | Comments Off on Öfgatrúmaður heimtar útbreiðslu mannhatandi trúarbragða í grunnskóla Reykjavíkur

Facebook búið að loka á Pressan.is

Það virðist sem að Facebook sé búið að loka á vefsíðuna Pressan.is. Þegar ég reyndi að setja inn tengil inná gamla frétt frá Pressunni. Þá fékk ég þessi skilaboð upp hjá Facebook.


Lok og læs hjá Facebook gagnvart Pressunni. Skjáskot af Facebook.com þann 17.02.2017.

Ég veit ekki hvað veldur þessu, þar sem að Pressan.is er ekki að hýsa neinn “maleware”, “spyware” eða neitt slíkt eftir því sem ég kemst næst. Það er alveg ljóst, miðað við það hvernig Facebook starfar að það verður mikill og langur hausverkur fyrir Pressuna að losna af þessum bannlista hjá Facebook.

Posted in Facebook, Internetið, Skoðun | Comments Off on Facebook búið að loka á Pressan.is