Jarðskjálfti í Hamarinum

Í dag (23-Nóvember-2018) klukkan 21:35 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Hamrinum (enginn GVP prófill, er undir Bárðarbunga sem Loki-Fögrufjöll). Síðasta óstaðfesta eldgos var í Júlí 2011 og varði það í ~12 klukkutíma. Það olli jökulflóði en náði ekki að brjótast upp úr jöklinum. Þetta eldgos var eingöngu sýnilegt á óróamælum.


Jarðskjálftavirkni í Hamrinum (græn stjarna til vinstri). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að frekari virkni sé á leiðinni, áður en eldgosið varð árið 2011, þá átti sér stað aukning í jarðskjálftum í Hamrinum. Sama virðist vera að gerast núna. Það varð ekki nein jarðskjálftavirkni í Hamarinum þegar eldgosið í Júlí 2011 átti sér stað. Það bendir til þess að kvika standi mjög grunnt í jarðskorpunni þarna og það þurfi ekki miklar þrýstibreytingar á kvikunni til þess að koma af stað eldgosi.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli eins og undanfarnar vikur. Jarðskjálftahrinur verða núna í Öræfajökli á nokkura daga fresti og eru flestir jarðskjálftar sem koma fram mjög litlir að stærð. Í dag (15-Október-2018) voru stærstu jarðskjálftanir sem komu fram í Öræfajökli með stærðina 2,1 og 1,5. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er vegna kviku sem er núna að troða sér inn í Öræfajökul á talsverðu dýpi. Það er hinsvegar óljóst hversu mikið dýpi er um að ræða í tilfelli Öræfajökuls á þessari stundu. Jarðskjálftavirknin kemur í púlsum með hléum á milli þeirra.

Mjög kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (14-Júní-2018) varð mjög kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,9 (klukkan 15:05). Aðrar jarðskjálftar voru með stærðina 4,1 (klukkan 13:04), jarðskjálfti með stærðina 3,3 (klukkan 13:25), jarðskjálfti með stærðina 3,1 (klukkan 13:36), jarðskjálfti með stærðina 3,5 (klukkan 16:35). Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er stærsti jarðskjálftinn síðan í Janúar-2018 (grein hérna). Það sem virðist muna núna er að þessi jarðskjálftahrina virðist vera stærri núna en í Janúar-2018. Ástæða þessara jarðskjálftahrinu er vegna þenslu sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Það kom ekki fram neinn gosórói í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Ég veit ekki hversu mikið Bárðarbungu hefur þanist út síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar-2015. Það má búast við svona jarðskjálftavirkni (jarðskjálftahrina með stórum jarðskjálftum) í Bárðarbungu nokkrum sinnum á ári næstu árin.

Gleðileg jól

Ég óska lesendum mínum og öllum öðrum gleðilegra jóla og að vona að þeir hafi að gott yfir jólahátíðina.

Ég vil einnig þakka þeim sem hafa styrkt mig við að halda þessari vefsíðu gangandi þar sem án stuðnings þeirra þá væri ég ennþá blankari en ég er í dag.

Gleðileg jól. 🙂

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í nótt klukkan 05:36 hófst jarðskjálftahrina í Henglinum. Aðeins fleiri en tugur jarðskjálfti varð í þessari jarðskjálftahrinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina kláraðist klukkan 05:57 og virðist eiga uppruna sinn í flekahreyfingum. Stærsti jarðskjálftinn fannst í Reykjavík, Hveragerði og Selfossi.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu geta gert það með því að nota PayPal takkana eða millifæra beint á mig. Upplýsingar um það hvernig er hægt að millafæra inná mig er að finna hérna á Styrkir vefsíðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Tímaáætlun fyrir nýjar greinar um Jól 2017

Hérna er áætlun um það hvenær ég mun skrifa nýjar greinar ef eitthvað gerist á Íslandi um jólin 2017.

23 Desember. Venjuleg greinarskrif ef eitthvað gerist.
24 Desember. Ein sjálfvirk grein. Annars engar nýjar greinar.
25 Desember. Engar nýjar greinar.
26 Desember. Engar nýjar greinar.
27 – 30 Desember. Venjuleg uppfærsla á greinum ef eitthvað gerist.
31 Desember. Engar nýjar greinar.
1 Janúar 2018. Ein sjálfvirk grein. Engar nýjar greinar.
2 Janúar (fram að næstu hátíðarhöldum). Venjuleg greinarskrif ef eitthvað gerist.

Jarðskjálfti með stærðina 4,3 á Reykjaneshrygg í dag (19.04.2017)

Í dag klukkan 12:34 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti fannst í Keflavík og á nálægum svæðum. Hrina eftirskjálfta kom fram í kjölfarið og voru stærstu eftirskjáfltanir með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin rekvirkni sem á sér stað á Reykjaneshrygg og hefur slík jarðskjálftavirkni verið í gangi undanfarnar virkur á Reykjaneshrygg djúpt suður af Íslandi. Það er góður möguleiki á því að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni næstu daga og vikur.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,3 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Gleðilegt nýtt ár 2017

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs 2017 og vona að það ár verði gott og hafi ekki alltof marga upp og niðurtíma. Fyrir mér hefur árið 2016 verið mjög erfitt þar sem ég missti bæði afa minn og síðan stjúpföður á þessu ári. Afi minn varð 85 ára gamall og dó úr krabbameini en stjúpföður minn varð bráðkvaddur á miðju sumri en hann varð 57 ára gamall. Þessi andlegu ör sem þessir atburðir skilja eftir sig munu gróa en það mun taka langan tíma fyrir þau ör að dofna.

Ég get ekki sagt að árið 2016 hafi verið rosalega gott fyrir mig. Ég vona hinsvegar að árið 2017 verði betra hjá mér og öllum sem eru þarna úti. Ég óska því öllum gleðilegs nýs árs 2017 og vona að næstu 365 dagar verði góðir hjá fólki.

Áætlun fyrir nýjar greinar

31-Desember: Engar nýjar greinar nema stór jarðskjálftahrina eða eldgos verði.
1-Janúar, 2017: Sama og að ofan.
2-Janúar, 2017: Venjulegar uppfærslur ef eitthvað er að gerast.

Gleðileg jól

Ég óska öllum gleðilegra jóla og ég vona að fólk hafi það gott um jólin.

Áætlun fyrir nýjar greinar

24-Desember-2016: Engar nýjar greinar nema að það verði eldgos eða stór jarðskjálftahrina.
25-Desember-2016: Sama og að ofan.
26-Desember-2016: Sama og að ofan.
27-Desember-2016: Venjulegur dagur ef eitthvað gerist.