Minniháttar jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Síðastliðna nótt (26-Janúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið og hún var í gangi í aðeins minna en tvo klukkutíma.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í dag (28-Október-2018) klukkan 10:52 hófst jarðskjálftahrina í Krýsuvík með jarðskjálfta að stærðinni 3,0 og síðan þá hefur verið lítil jarðskjálftahrina í gangi þar. Þetta er ekki jarðskjálftahrina sem er tengd eldstöðinni heldur er hérna um að ræða jarðskjálftahrinu sem tengist flekahreyfingum á þessu svæði.


Jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Hafnarfirði og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um hvort að þessi jarðskjálftahrina sé búin eða hvort að eitthvað meira muni gerast á þessu svæði. Það er möguleiki á því að þarna muni koma fram fleiri jarðskjálftar án viðvörunar.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík á Reykjanesskaga

Í dag (31-Júlí-2018) hófst jarðskjálftahrina í Krýsuvík á Reykjanesskaga. Þessa stundina er jarðskjálftahrinan ennþá í gagni. Stærsti jarðskjálftinn hingað til er með stærðina 3,1 en allir aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hingað til eru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina lítur út fyrir að vera jarðskjálftahrina sem tengist flekahreyfingum á þessu svæði og það er ekkert sem bendir til þess að kvika sé þarna á ferðinni. Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast eftir því sem tíminn líður.

Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Krýsuvík

Síðustu nótt (15-Júlí-2017) var jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki tengjast sjálfri eldstöðinni heldur rekbeltinu sem þarna er til staðar.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð. Það lítur út fyrir að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Jarðskjálftahrinur eins og þessar eru mjög algengar á þessu svæði en undanfarið hefur einnig verið rólegt eftir talsvert mikla jarðskjálftavirkni á undanförnum árum. Síðasta stóra jarðskjálftavirkni í Krýsuvík var á árinu 2000 (nokkrir jarðskjálftar stærri en 5,0 urðu) og aftur árið 2008 (nokkrir jarðskjálftar stærri en 4,0 urðu) í kjölfarið á suðurlandsskjálftunum.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í gær (08-Júní-2017) og í dag (09-Júní-2017) hefur verið jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki tengjast eldstöðinni þó svo að hún verði þar, hérna er frekar um að ræða jarðskjálftavirkni vegna reks sem er algengt á Reykjanesskaga.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundaréttu þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina 2,6 og annar stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi en það dró úr henni í nokkra klukkutíma og er jarðskjálftavirknin aftur farin að aukast á ný.

Yfirlit yfir litlar jarðskjálftahrinur á Íslandi

Síðustu daga hafa verið litlar jarðskjálftahrinur á nokkrum stöðum á Íslandi. Enginn af þessum jarðskjálftahrinum hefur verið stór og enginn jarðskjálfti hefur farið yfir stærðina 3,0.

150905_2125
Jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu, Reykjanesinu, Bárðarbungu og Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað síðustu daga hafa orðið í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni hefur verið stöðug í eldstöðinni síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Tjörnesbrotabeltinu, enginn jarðskjálftana sem varð þar náði stærðinni 2,0. Mesta dýpi jarðskjálfta var 22,8 km. Hugsanlegt er að kvika hafi verið þarna að verki, á þessu svæði er sigdalur. Það eru ekki neinar skráðar heimildir um eldgos á þessu svæði. Það þýðir þó ekki að þarna hafi ekki orðið eldgos. Jarðskjálftahrina varð einnig á Reykjanesi og einn jarðskjálfti þar náði stærðinni 2,8. Sú jarðskjálftahrina varð í eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur. Þó lítur út fyrir að þessi jarðskjálftahrina sé tengd virkni í jarðskorpunni heldur en hreyfingum kviku á svæðinu.

Jarðskjálftahrina hefur einnig verið á svæði milli Torfajökuls og Kötlu. Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað eða hvorri eldstöðinni hún tilheyrir, ég er ekki með jarðfræðikortin mín þannig að ég get ekki gáð að því. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálfthrina sé á jaðri annars hvors þessara eldstöðvakerfa.

Annars hefur verið rólegt á Íslandi síðustu vikur og það eru góðar líkur á því að þessi rólegheit muni vara næstu vikur til mánuði.

Sterk jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í gær varð (29-Maí-2015) sterk jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 4,0. Það varð einnig minni jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Krísuvík.

150529_2235
Græna stjarnan sýnir jarðskjálftana með stærðina 4,0 og 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni, samtals mældust 97 jarðskjálftar í þessari hrinu. Jarðskjálftahrinur eru algengar í Krýsuvík vegna þess að undanfarin ár hefur eldstöðin verið að þenja sig út og minnka til skiptis. Ég veit ekki hvort að það var tilfellið núna þar sem jarðskjálftahrinur vegna reks á svæðinu eru einnig mjög algengar á Reykjanesinu og Reykjaneshrygg.

hkbz.svd.30.05.2015.at.01.21.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi myndir er undir CC leyfi. Vinsamlegast lesið CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Jarðskjálftahrina í Krísuvík

Í dag (31-Mars-2015) var jarðskjálftahrina í Krísuvík. Það mældust rúmlega 27 jarðskjálftar í dag samkvæmt mælingu Veðurstofunnar.

150331_2225
Jarðskjálftahrinan í Krísuvík þann 31-Mars-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem mældust voru minni. Það virðist sem að þetta sé ekkert annað en jarðskjálftahrina í jarðskorpunni í Krísuvík. Það er ekkert sem bendir til kvikuhreyfinga á þessu svæði eins og stendur. Á undanförnum árum hefur eldstöðin í Krísuvík verið að þenja sig út og skreppa saman á víxl. Þegar slíkar breytingar eiga sér stað þá hefur það komið af stað jarðskjálftahrinum í Krísuvík. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Krísuvík.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í gær (30-Október-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina varð í Krýsuvík. Það mældust í kringum þrjátíu jarðskjálftar í þessari hrinu.

141031_2120
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,1 og 3,3. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni. Þessi jarðskjálftavirkni var eingöngu í jarðskorpunni. Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálfta er að vænta á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Krísuvík

Í gær (11-Ágúst-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Krísuvík. Stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 3,4 og var á dýpinu 4,4 km. Örfáir minni jarðskjálftar áttu sér stað eftir að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað.

140811_2100
Jarðskjálftahrinan í Krísuvík. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Þar sem jarðskjálftahrinur sem eiga sér stað þarna eiga það til að byrja hægt og aukast síðan yfir nokkura daga til vikna tímabil. Hvort að það gerist núna er ekki hægt að segja til um, það er þó ákveðin hætta á að það muni gerast. Þar sem þetta er algengt munstur jarðskjálftahrina á þessu svæði á Reykjanesinu.