Hver vill bera ábyrgð á fyrsta flugslysinu vegna öskuskýsins

Það er mikið talað á móti lokunum á flugleiðum vegna öskuskýsins úr Grímsvötnum. Ég ætla að minna þá sem tala á móti þessum lokunum að það þarf ekki nema 1mm af lagi af ösku til þess að eyðileggja þotuhreyfil.

Þetta magn af ösku skemmir ekki flugvélar eins og þær sem Ómar Ragnarsson notar. Vegna þess þær eru með loftsíu sem svipar til loftsíu í bílum. Þær ráða að mestu leiti við þessa ösku úr eldgosum.

Hérna er frétt um skemmdir sem urðu á F-16 herþotum í fyrra þegar þær fóru í gegnum þunnt öskuský. Þeir þotuhreyfilar sem eru notaðir í herþotum eru um margt svipaðir þeim þotuhreyflum sem eru notaðir í farþegaflugvélum.

Þeir sem tala á móti lokunum vegna öskuskýsins eru að taka á sig mikla ábyrgð með þessum málflutningi sínum. Sérstaklega þar sem að hann er ábyrgðarlaus og úr samhengi við staðreyndir málsins.

Grasalæknar eru svindlarar

Það þarf enginn að standa í vafa um það að grasalæknar eru svindlarar. Vörunar frá þeim hafa nákvæmlega enga virkni og hafa aldrei haft. Fólk getur ennfremur aldrei verið öruggt um að þær vörur sem það lætur ofan í sig séu ekki hættulegar heilsu þess. Núna er bannað samkvæmt lögum í ESB og á EES svæðinu að grasalæknar geti fullyrt um hvaða áhrif þessi lyfleysa grasalæka hafi áhrif á fólk. Þessu mótmæla grasalæknar á Íslandi samkvæmt frétt Rúv núna í kvöld.

Hérna er gott myndband sem útskýrir afhverju grasalæknar eru svindlarar og munu alltaf verða svindlarar.

Þensla í gangi á Sprengisandi ?

Samkvæmt frétt á Rúv þá hafa verið sprungur að myndast á Sprengisandi undanfarið ár, og líklega núna í sumar. Páll Einarsson telur að þessar sprungur séu eftirköst af eldgosinu í Gjálp árið 1996. Ég er ekki sammála því mati hans, þar sem þessar sprungur minna mig á reksprungur sem myndast á rekbeltum víðsvegar á Íslandi. Það er þó stór og nauðsynleg spurning hvort að þessi sprungumyndun sé undanfari eldgoss á þessu svæði á næstu árum eða áratugum Það er þó alveg ljóst að eingöngu tíminn mun leiða það í ljós hvort er raunin í þeim efnum. Hvaða eldstöð væri þá um að ræða veit ég ekki á þessum tímapunkti.

Frétt Rúv um þessar sprungur.

Nýjar sprungur á Sprengisandi

Tilgangslaus kæra og málsókn vegna rafsegulsviðsgeislunar

Það er alltaf hörmulegt að heyra af fólki sem fær hvítblæði. Hvort sem það er ungt eða gamalt. Það er hinsvegar alveg tilgangslaust hjá fólki að kenna einhverju saklausu í umhverfinu um það þegar fólk fær hvítblæði. Þá er ég sérstaklega að tala um rafsegulsvið og annað slíkt.

Það er nefnilega þannig að rafsegulsvið veldur ekki hvítblæði, og hefur aldrei gert. Hérna (pdf) er fræðsluefni Geislavarna Ríkisins um rafsegulsvið frá spennistöðvum. Hérna er síðan listi yfir greinar á vef Geislavarna ríkisins. Hérna er ennfremur vefsíða, þar sem farið yfir það afhverju rannsóknir hafa sýnt fram á það að rafsegulsviðs geislun tengist ekki því að hvítblæði komi upp, eins og margir halda fram í dag.

Kæra þessa manns sem hérna ræðir um í frétt Stöðvar 2 er því gagnlaus. Þar sem hann hefur ekkert til þess að rökstyðja mál sitt, og er í reynd bara að sóa tíma réttarins, og sínum eigin tíma og peningum í dómsmál sem mun eingöngu skila honum tapi fyrir dómstólum.

Frétt Vísir.is

Foreldrar stúlku með hvítblæði ætla að kæra Orkuveituna

Rafsegulsvið veldur ekki krabbameini eða öðrum sjúkdómum

Það eru ótrúlega margir sem trúa því að rafsegulsvið valdi krabbameini og öðrum sjúkdómum. Fullyrðingar þess efnis eru kolrangar og eiga ekki við nein vísindaleg rök að styðjast. Enda erum við alltaf í rafsegulsviði alla daga ársins frá fæðingu. Allir hlutir í alheiminum (nema kannski dark matter) gefa frá sér rafsegulsvið, eða annarskonar bakgrunnsgeislun.

Það er því raun fáránlegt að lesa svona fréttir Á Vísir.is þar sem fullyrðingum er hent fram án þess að þær séu í raun sannaðar, eða tekið fram að þær séu í raun ekki sannaðar vísindalega.

Frétt Vísir.is.

Ekkert eftirlit með rafsegulsviði