Listi Hannesar Hólmsteins

Það kom í ljós þann 24-Nóvember-2013 að Hannes Hólmsteinn heldur lista yfir fólk sem er ósammála honum. Þetta er svo sem ekkert nýtt á Íslandi, enda er líklegt að Hannes hafi lært þetta af Framsóknarflokknum sem var farinn að halda lista yfir fólk sem var ósammála flokknum talsvert fyrir efnahagshrunið árið 2008. Ástæðan fyrir þessum lista Hannesar er áhugaverðari. Ástæðan fyrir þessum lista Hannesar er náttúrulegt óþol íslenskra hægri manna fyrir gagnrýni og skoðunum fólks á því rugli sem frá þeim kemur. Þetta er búið að vera svona á Íslandi í nokkra áratugi núna og flestir voru orðnir samdauna þessum ritskoðunartilraunum. Alveg fram að efnahagshruninu árið 2008 og komandi árum, þá dró aðeins úr þessu. Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu síðasta kjörtímabil.

Núna á hinsvegar að taka upp gamla ósiði, eyðileggja húsgögnin og helst allt heimilið í leiðinni. Núna á að tryggja að þeir sem ekki eru sammála Sjálfstæðisflokknum þegi og núna á að gera það skriflega og hefur Hannes Hólmsteinn verið fenginn í verkið. Það er ekki nóg með að allir þeir eru á móti skuli skrifaðir niður. Heldur er einnig á virkan hátt reynt að þagga niður í þeim sem skrifa á móti allri vitleysunni og ýmis vitleysa er talin upp til þess að réttlæta þetta allt saman hjá Hannesi.

Það er áhugavert að Hannes þykist starfa í „[…] Ég styðst við og starfa í voldugri og áhrifamikilli stjórnmálahefð, sem á rætur að rekja til þeirra Johns Lockes og Adams Smiths. Þessi hefð er miðlæg í vestrænum stjórnmálum.[…]“ [Hugmyndafræði Johns Lockes, hugmyndafræði Adam Smith, tengill #2]. Það virðist þó vera þannig að Hannes hefur litla hugmynd um hvaða hugmyndafræði þessir menn stunduðu á sínum tíma. Kemur lítið á óvart enda nennir Hannes ekki að kynna sér söguna og hugmyndafræðina sem er þarna á ferðinni. Það kemur mér lítið á óvart, enda virðist Hannes og samferðarmenn hans hafa lítinn áhuga á hugmyndafræðinni sem þeir þykjast boða. Þetta fólk hefur miklu meiri áhuga á því að hækka töluna á bankareikningum sínum heldur en að standa í einhverjum hugmyndafræðilegum vangaveltum um stöðu íslendinga og hag almennings á Íslandi. Slíkt er bara hentugir kosningafrasar og loforð sem hægt er að nota á almenning á Íslandi í hugum þessa fólks. Ég ætla ekki að nefna sjálfsblekkinguna sem er Hannes og fólkið sem hann umgengst lifir í, þessi sjálfsblekking útskýrir sig sjálf og er mjög augljós.

Uppskrift að nýju efnahagshruni á Íslandi

Þessa dagana er framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn að leggja grunn að nýju efnahagshruni á Íslandi. Það er ekki langt í þetta efnahagshrun, svona 3 til 8 ár í mesta lagi. Ástæðan liggur í efnahagsstefnunni sem núna er verið að taka upp á Íslandi. Þessi efnahagsstefna er sú sama og gerði Ísland gjaldþrota árið 2008, og ölli stærsta efnahagshruni í Evrópu þangað til að efnahagur Grikklands hrundi nokkrum árum síðar.

Kjarni efnahagsstefnu framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins er sú að gefa hinum ríku skattalækkanir og skera niður á móti. Þetta er nú þegar orðið augljóst í þeim yfirlýsingum sem hafa komið frá stjórnarþingmönnum undanfarna daga og vikur. Jafnvel IMF er farið að vara við þessari efnahagsstefnu og segir að hún gangi einfaldlega ekki upp, og muni ekki gera það. Þessi efnahagsstjórn sem núna er verið að tala um mun eingöngu leiða af sér meiri fátækt, aukið atvinnuleysi, verri lífsgæði á Íslandi. Síðan mun þetta leið af sér hærri stýrivexti og hærra verðlag á sama tíma.

Síðan er það spillingin sem ríkir í framsóknarflokknum og sjálfstæðisflokknum. Þessir tveir stjórnmálaflokkar hafa ekkert gert varðandi spillinguna sem ríkir innan þessara flokka, og hafa einfaldlega ekki áhuga á því að gera neitt. Þar sem öll yfirstjórn þessara flokka er einnig gjörspillt og ónýt.

Á meðan stjórnarflokkanir lækka tekjur ríkissjóðs, þá tala þeir bara um niðurskurð á móti lækkjandi tekjum. Aðgerðir sem eru ekki fallnar til þess að auka hagvöxt á Íslandi og hagsæld íslendinga. Vigdís Hauksdóttir talar um að það eigi að reka Ísland eins og bandarískt fyrirtæki. Það er bara ein gerð af stjórnmálum sem reka þjóðir eins og fyrirtæki, það eru stjórnmál öfgamanna, fasista og fólk sem stundar alræðisstefnu. Það kemur mér lítið á óvart að Vigdís Hauksdóttir skuli hallast að þeirri stefnu í sínum stjórnmálum, enda hefur hún sjálf upplýst um þessa pólitísku stefnu sína síðan hún byrjaði í stjórnmálum, og sérstaklega eftir að hún komst inn á Alþingi íslendinga. Það er auðvitað skelfing að Vigdís Hauksdóttir skuli vera komin með völd á Íslandi núna í dag, og ég er hræddur um að til þess að losna við hana þurfi íslendingar að gera alvöru uppreysn, ekki þetta tilgangslausa pottaglamur sem hefur fengið að hljóma undanfarin ár á Íslandi í mótmælum almennings.

Íslandi lokað fyrir útlendingum

Núna er það stefnan að loka Íslandi fyrir útlendingum. Helsta afsökunin sem er notuð til þess að banna þetta er að ónýtt land sé auðlynd. Á meðan það er smá sannleikskorn í þessu. Þá verður samt að skoða hlutina í samhengi. Grímsstaðir á fjöllum er víst 300 ferkílómetra jörð. Fullyrt hefur verið að þetta sé 0.3% af flatarmáli Íslands.

Jarðir á Íslandi eru settar upp til þess að nýta þær. Í lagflestum tilfellum fer þessi nýting þannig fram að það eru bændur sem búa á jörðunum og nýta hana til þess að framleiða matvöru. Önnur hefur þessi nýting ekki verið undanfarna áratugi á Íslandi. Hvað Grímsstaði á fjöllum varðar. Þá má víst ekki halda sauðfé þarna, og ég sé ekki að annar búskapur muni koma fram á þessari jörð. Bæði vegna staðsetningar hennar og landslags.

Hvað varðar hótel, gólfvöll og fleira á Grímsstöðum á fjöllum þá er þetta ekki eitthvað sem ég mundi hafa áhyggjur af. Ef að þessi áform ganga ekki upp. Þá ganga þau bara ekki upp og ekki neitt meira með það. Þá verður bara jörðin seld aftur og eitthvað annað gert í staðinn. Hvað svo sem því líður. Þá er alveg ljóst að melanir og óbyggðin verður þarna til staðar áfram. Enda ómögurlegt að byggja yfir allt þetta landsvæði, eins og margir augljóslega ímynda sér þessa dagana.

Íslendingar nota hinsvegar margþættar og undarlegar réttlætingar til þess að loka Íslandi fyrir útlendingum. Tap á auðlyndum (sem eru kannski ekki einu sinni til staðar) er vinsæl réttlæting.

Íslenskur almenningur ætti að fara búa sig undir innflutningshöft (eða flytja frá Íslandi sem annan möguleika). Vegna þess að það er sú stefna sem íslendingar eru að taka með því að styðja þær pólitísku ákvarðanir sem einangrunarsinnar í stjórnmálaflokkum á Íslandi boða.

Veðmálið gegn íslensku þjóðinni

Í dag er búið að taka veðmál gegn íslensku þjóðinni. Þeir sem hafa tekið þetta veðmál gegn íslensku þjóðinni eru í samtökum sem kallast Heimssýn, samtök sem hafa það að markmiði að viðhalda kjaraskerðinu íslendinga í gegnum íslensku krónuna, verðbólgu og háa vexti. Allt þetta veðmál gegn íslensku þjóðinni er til þess að þjóna hagsmunum fárra. Íslendingar ættu að þekkja þetta fólk. Þetta er fólkið sem fór í gegnum efnahagshrunið og það sér ekki einu sinni á því. Sigmundur Davíð, formaður framsóknarflokksins sem er á móti Evrópusambandsaðild Íslands á 600 milljónir inn á bankabók í hreinan hagnað. Hann hefur tekið veðmál gegn íslensku þjóðinni. Bjarni Ben, núverandi formaður sjálfstæðisflokksins tapaði milljörðum en er ekki gjaldþrota og á milljarða inn á bankabók. Hann er líka á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Steingrímur J, er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu vegna þess að hann dreymir gamla tíma einangrunar og skömmtunar. Þar sem ráðherrar á Íslandi höfðu svo gott sem alræðisvald yfir almenningi á Íslandi, og spilling fékk að þrífast óáreitt á Íslandi. Þetta eru þeir tímar sem Steingrím J, og fleiri dreymir um að komi aftur til baka á Íslandi.

LÍÚ er nú þegar komið í Evrópusambandið, enda á LÍÚ margar af stærstu útgerðum innan Evrópusambandsins. Allt frá Spáni til Finnlands. Þeir nota evru til þess að gera upp bókhaldið hjá sér og borga reikninga. Þeir eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Bændasamtök Íslands eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrífast í spillingu og eftirlitsleysi. Vilja flytja út meira lambakjöt til Evrópusambandsríkja en á sama tíma vilja þau takmarka innflutning á landbúnaðarvörum til Íslands. Svo að íslenskir sláturleyfishafar geti nú örugglega haldið verði háu úti búð en lágu til íslenskra bænda á sama tíma. Þarna er búið að taka veðmál gegn íslensku þjóðinni. Þessir menn njóta síðan stuðnings Jóns Bjarnarsonar Land og Sjávarútvegsráðherra. Manni sem hefur fyrir löngu síðan staðið á sama um hagsmuni almennings og ver þess í staðinn hagsmuni fyrirtækja og samtaka sem hafa það eitt markmiði að arðræna íslenskan almenning með beinum og óbeinum hætti.

Þetta styðja síðan samtökin Heimssýn og vefsíðan Evrópuvaktin. Þetta endar þó ekki þar. Þar sem það er meira í þessu en bara óheiðarleg samtök og fyrirtæki sem hafa tekið stöðuna gegn almenningi á Íslandi.

Eitt af því sem markar málflutning þeirra sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu er sú staðreynd að þetta fólk vill halda í ónýtt efnahagskrefi sem hefur ekki virkað í rúmlega 93 ár, og mun ekkert virka upp úr þessu. Það er talað um að gengisfall krónunar hafi bjargað almenningi. Á meðan staðreyndin er sú að almenningi á Íslandi blæðir út vegna íslensku krónunar. Háir stýrivextir og neikvæðir raunvextir eru bein merki þess. Á meðan hafa þeir ríku, og síðan fyrirtækin og stjórnmálamenninir tengdir þeim örugglega aðgang að gjaldeyri til þess að tryggja hagsmuni sína. Almenningur á Íslandi fær síðan að svelt og sagt að svona sé þetta bara.

Þetta er það kerfi sem Heimssýn og Evrópuvaktin vilja standa vörð um. Kerfi sem refsar og jafnvel níðist á almenningi á Íslandi. Fyrir þessu er almenningur svo gott sem ráðalaus og hefur hingað til verið það. Það urðu lagaumbætur með aðild Íslands að EFTA, og síðar með aðild Íslands að EES samningum. Þar sem dregið var úr valdi ráðherra í bæði skiptin með alþjóðlegum samningum íslendinga við Evrópusambandið, og þar á undan með aðild Íslands að EFTA.

Það er algjörlega nauðsynlegt að minnast á þá staðreynd að þeir sem eru (tóku þátt í umræðunni á sínum tíma) á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu í dag. Voru á sínum tíma á móti aðild Íslands að EFTA og síðar EES samningum. Sumt af þessu fólki vill að Ísland fari úr bæði EFTA og EES og nefnir þar ýmsar vafasamar ástæður fyrir því. Ástæður sem eru ekki neitt nema uppspuni þessa fólks og tilheyrir bara hugarheimi þess og engu öðru.

Allt þetta fólk sem stendur að baráttunni gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu á það sameiginlegt að standa gegn hagsmunum almennings á Íslandi. Enda er það almenningur á Íslandi sem borgar fyrir þá óráðsíu að vera með íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Borgar fyrir óhagstæðara vöruverð, vexti, verðbólgu og allt annað sem er óhagstætt að vera með minniháttar gjaldmiðil sem er bæði dýr og óhagstæður í rekstri. Þetta er það sem þessi 93 ár með íslensku krónuna sem gjaldmiðil ættu að hafa kennt íslendingum nú þegar. Hinsvegar blekkir lygaáróður andstæðinga Evrópusambandsins mjög mikið, og þar liggur veðmálið gegn íslensku þjóðinni.

Það er veðjað á það að íslenskur almenningur samþykki niðurstöðu sem er verri fyrir þá sjálfa, en góð fyrir fólkið sem stendur á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þessi niðurstaða sem er góð fyrir ríka fólkið, og fyrirtækin og samtök sem eru tengd þeim er að íslendingar hafni aðild Íslands að Evrópusambandinu. Upp á það er veðjað og ekkert annað. Niðurstaðan sem er vond fyrir ríkja fólkið, og fyrirtækin og samtökin sem eru tengd þeim er að íslendingar samþykki aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Það er því augljóst að íslendingar eiga að samþykkja aðildarsamning Íslands og Evrópusambandsins þegar hann liggur fyrir. Annars verður bara haldið áfram að níðast á almenningi á Íslandi, og ríka fólkið verður bara ríkara í kjölfarið á kostnað almennings. Þetta er nú þegar að gerast. Lesið bara fréttinar.

Uppgangur öfgafólks í íslensku samfélagi

Það er alger óþarfi fyrir mig að hafa þessa blogg-færslu langa.

Í ljósi nýjustu atburða í framsóknarflokknum. Þá er orðið augljóst að framsóknarflokkurinn er orðin fasistaflokkur undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Alþingismanns og formanns framsóknar. Það sem Sigmundur Davíð er að gera, og hefur verið að gera er að skipulega brjóta niður andstöðu við sig og sína fylgismenn. Þetta er bara endurtekin á þeirri sögu sem átti sér stað í sjálfstæðisflokknum þegar Davíð Oddsson tók þar við völdum á sínum tíma. Enda er sá flokkurinn núna uppfullur af fasistum og öðru skítapakki sem er hvergi húsum hæft.

Það er ennfremur rangt sem Sigmundur Davíð heldur fram um frjálslegri stjórnmál á Íslandi. Það verða engin frjálsleg stjórnmál með framsóknarflokkinn og sjálfstæðisflokkinn við völd. Þessir stjórnmálaflokkar hafa nefnilega ekki neinn áhuga á slíku. Ekkert frekar en Vinstri-Grænir. Enda hafa þessir flokkar það sameiginlegt að vera mestu afturhaldsflokkar á Íslandi. Frelsi er ekki það sem þessir flokkar boða og framkvæma. Það sem er framkvæmt er afturhald og forræðishyggja af verstu gerð. Þetta er gömul saga á Íslandi, enda hafa þessir stjórnmálaflokkar [framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn] verið við völd á Íslandi meira og minna síðan lýðveldið Ísland var stofnað árið 1944.

Enda er kominn tími til þess að gefa sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum langt frí frá öllu sem heitir völd á Íslandi. Enda hefur aðeins fylgt þessum stjórnmálaflokkum ekkert nema vandamál og efnahagsleg óstjórn allan þennan tíma. Enda hefur það sannast að þessir tveir stjórnmálaflokkar eru ekki stjórnmálaflokkar sem vinna fyrir almenning á Íslandi. Hvað Vinstri-Græna varðar. Þá er það staðreynd að þar innanborðs er fólk sem er úr stjórnmálflokkum sem stóðu í því að einangra Ísland frá umheiminum á árum áður. Þetta fólk, eins og Vinstri-Grænir í heild sinni eiga ekkert erindi í það nútímasamfélag sem íslendingar segjast vilja.

Það væri reyndar stór framför fyrir íslensku þjóðina að fara eftir því sem hún segist vilja. Ef íslenska þjóðin vill betri lífsskilyrði á Íslandi. Þá verður hún að gera eitthvað í málunum. Það þýðir ekki bara að tala um það og kjósa síðan bölvaða fasista og fábjána til Alþingi Íslendinga. Það bætir ennfremur ekki lífsskilyrði á Íslandi að það skuli vera kosið fólk á Alþingi íslendinga sem stendur í því að einangra Ísland efnahagslega með endalausum tollum og gjöldum til þess að vernda þá einokun sem þrífst á Íslandi út í eitt. Eins og allir eiga að vita. Þá hækkar einokun verðlag til almennings, og hefur alltaf gert það. Sama hvað sérhagsmunaraðildar ljúga í fjölmiðla um slíkt [Bændasamtök Íslands sem dæmi].

Upphlaup þessa fólks gegn aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu stafa af því að þetta fólk óttast næstu skrefin í þessum aðildarviðræðum. Enda er það ljóst að aðild Íslands að Evrópusambandinu mun tryggja íslendingum meira frelsi en þeir eru núna í dag. Aðferðarfræðin er sú að keyra áróður og rangar fréttir í gegnum fjölmiðla á Íslandi. Þæði á internetinu og í gegnum blöðin og aðra fjölmiðla á Íslandi.

Það er einnig líka þannig að hægri menn á Íslandi eru mjög duglegir við að skálda eitthvað rugl upp koma því síðan inn í fréttir sem staðreyndum. Heimssýn gerir mikið af þessu. Þar sem að Páll Vilhjálmsson skáldar eitthvað rugl upp og birtir það síðan sjálfur á bloggi Heimssýnar og vitnar síðan í sjálfan sig á blogg Heimssýnar. Sjálfstæðisflokkurinn gera þetta, nema að þeir nota AMX og aðra svona botn miðla til þess að koma af stað röngum upplýsingum og lygum í fréttir á Íslandi.

Ný-frjálshyggjan í Heimssýn

Flest allir íslendingar vita að Heimssýn eru samtök útlendingahatara, einangrunarhyggju og síðan einokunar á Íslandi. Enda standa þessi samtök ekki fyrir neitt annað. Alveg óháð þeim fjölmiðlaspuna sem þau setja um sjálfan sig út undanfarna mánuði á Íslandi.

Innan Heimssýnar eru margir hópar, en stærstir eru þar harðir vinstri-menn sem aðhyllast algera einangrun Íslands frá umheiminum, og síðan eru það harðir-hægri menn sem tilheyra ný-frjálshyggju armi sjálfstæðisflokksins. Þetta fólk er illa við allt sem heftir „þeirra“ frelsi til þess að græða og ríkisvæða síðan tapið á almenning. Þessu fólki er ennfremur á móti því að ríki bregðist á ábyrgan hátt við hlutum sem eru til þess fallnir að valda óstöðugleika í efnahag viðkomandi ríkja. Þetta sást mjög vel á Íslandi, þar sem þetta fólk gerði nákvæmlega ekki neitt fyrr en Ísland fór á hausinn árið 2008. Fyrir þann tíma var ekkert gert til þess að bjarga einu né neinu á Íslandi. Afleiðinganar urðu auðvitað þær að á Íslandi ríkir núna mjög djúp efnahagskreppa og íslenska krónan er ónýtur gjaldmiðill sem er núna í gjaldeyrishöftum til þess að loka götunum (gjaldeyrishöftin hafa verið í gildi síðan árið 2008).

Þegar ríki í Evrópu bregðast við skortsölu (Short (finance), wiki) sem er að grafa undan hlutabréfamörkuðum þar í landi. Þá bregst ný-frjálshyggju liðið í Heimssýn með þeim hætti að þeir halda því fram án allra staðreynda að Evran þoli ekki hinn frjálsa markað. Það segir auðvitað sitt að þetta fólk talar ekkert um þá staðreynd hvernig það lagði íslenskan efnahag og íslensku krónuna í rúst með glæpsamlegri hegðun sinni árin fyrir hrun. Síðan núna í dag þá vogar það sér að tala á móti ábyrgum viðbrögðum ríkja sem eru að koma í veg fyrir dýpri efnahagskreppu innan síns lands.

Þær fullyrðingar sem Heimssýn setur fram á sínu bloggi er svo fáránleg að hana verður að varðveita, sem viðvörun til allra skynsamlegra manna við þessu fólki og því sem það stendur fyrir.

Evrulandið, sem myndað er af 17 ESB-ríkjum er hafa evru að lögeyri, þolir ekki dagsljós hins frjálsa markaðar og leitar vars með banni á skortsölu. Bann Evrulands á skortsölu afhjúpar betur en flest annað eymdarlega stöðu evrunnar.

Bann á skortsölu er pólitísk viðurkenning Evrulands að dagar gjaldmiðlasamstarfsins eru senn á enda.

Evran er ein helsta röksemd aðildarsinna á Íslandi. Síðasta hálmstráið?

Evran þarf skjól fyrir frjálsum markaði, Heimssýn 12. Ágúst 2011.

Þeir sem hafa kynnt sér málið vita evran er ekki að fara neitt, og hefur að auki styrkst um 11% síðasta árið gagnvart USD.

Hvað varðar íslensku krónuna. Þá eru þessi hérna skilaboð saga í sjálfu sér um stöðu íslensku krónunnar.

Icelandic krona – The last rate was published on 3 Dec 2008.
Heimild: ECB

Það væri skynsamlegast fyrir Heimssýn að leggja sig niður. Enda kemur ekkert málefnalegt frá þessu fólki og hefur aldrei gert það.

Efnahagskreppa í boði einangrunar Íslands

Það er ekki ofsögum sagt að ákveðnir þjóðfélagshópar innan Íslands keppist við þessa dagana að einangra Ísland og íslendinga í kjölfarið á efnahagskreppunni. Þar sem gjarnan er notuð sú lína að efnahagskreppan á Íslandi sé alþjóðlegum samskiptum Íslands að kenna. Gildir þá einu hvort um sér að ræða EFTA og EES aðild Íslands, eða hugsanlega ESB aðild Íslands.

Staðreyndin er nú samt sú að efnahagskreppan á Íslandi er eingöngu íslendingum sjálfum að kenna og engum öðrum. Þökk sé efnahagsstefnu sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins frá árinu 1995 til ársins 2007 þá er skuldastaða Íslands orðin óbærileg með öllu, og nærri því óviðráðanleg. Þökk sé IMF aðild Íslands þá hefur ennþá tekist að halda hagkerfinu á Íslandi gagnandi síðustu árin. Það er þó alveg óljóst hvernig þetta mun ganga ef efnahagskreppan í löndunum sem eru í kringum okkur versnar til mikilla muna eins og virðist vera raunin núna um þessar mundir. Sú staða mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan efnahag. Þar sem útflutningur frá Íslandi mun dragast saman og áhugi á fjármögnun og fjárfestingum á Íslandi mun falla niður í frostmark og jafnvel kaldara en það.

Ástæðan fyrir því að það verður enginn áhugi á fjárfestingum á Íslandi er mjög einfaldur. Ísland er núna í einangrun gjaldeyrishafta með gjaldmiðil sem enginn hefur áhuga á að stunda viðskipti í. Allt sem tengist íslensku krónunni og erlendum gjaldmiðlum fer í gegnum Seðlabanka Íslands, sem hefur það hlutverk í dag að takmarka fjármagnsflæði erlends gjaldeyris frá Íslandi. Þetta er í raun ekkert annað en óverjandi staða fyrir íslendinga að standa í. Þar sem íslendingar munu á endanum þurfa að borga upp lán sín, sem eru að meirihluta til öll í erlendum gjaldeyri.

Með dýpri kreppu og minni útflutningi frá Íslandi í kjölfarið þá mun það verða erfitt, ef ekki ómöguleg staða sem íslendingar eru komnir í með íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Þetta er staða sem evru-ríkin eru ekki í, jafnvel þó svo að staðan sé mjög erfið þar. Þá er hún ekki nærri því eins slæm og sú staða sem er að koma upp á Íslandi þessa dagna. Enda er það svo að vextir á Íslandi og verðbólga endurspegla þessa stöðu mjög vel. Þróunin mun verða mjög svipuð á næstu dögum og mánuðum, verðbólga mun aukast ásamt stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, verðlag mun hækka í kjölfarið og efnahagssamdráttur mun aukast í kjölfarið. Þetta mun koma fram með auknu atvinnuleysi og meira atvinnuleysi til lengri tíma litið.

Ástæðan fyrir þeirri stöðu sem íslendingar eru komnir í er mjög einföld og hefur alltaf verið það. Ástæðan er sú einangrunarstefna sem hefur verið rekin á Íslandi. Þessi stefna lýsir sér í því að fara seint og illa í alþjóðlegt samstarf eins og EFTA, EES og núna síðast umsókn Íslands um aðild að ESB. Þessi stefna íslendinga í utanríkismálum hefur kostað íslendinga milljarða í gegnum tíðina og heldur áfram að kosta íslendinga milljarða. Þessari stefnu hefur að hluta til verið stjórnað af hægri og vinstri mönnum sem eru hvað lengst útá kanti í sínum stjórnmálum. Sem betur fer þá hafa þessir menn ekki alltaf fengið sínu framgengt, vegna þess að ef svo væri. Þá væru íslendingar hvorki í EFTA eða EES núna í dag.

Því miður fyrir íslendinga núna í dag. Þá er annar stjórnarflokkana mjög upptekin af því að einangra Ísland og íslenskt efnahagslíf. Þetta felur meðal annars í sér að takmarka samkeppni á Íslandi, hækka verðlag og gera sitt besta í að tefja fyrir og valda skemmdarverkum á aðildarumsókn Íslands að ESB. Fremstur í flokki fer þar Landbúnaðarráðherra Jón Bjarnarson, en bæði Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon og Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson, ásamt Menntamálaráðherra hafa gert sitt til þess að tefja og valda skemmdum á þessu ferli. Þó svo að þau hafi ekki verið eins og hávær og klaufsk í þessari frekju sinni og Jón Bjarnarson.

Afleiðingar af hegðun Vinstri Grænna í ríkisstjórn Íslands hafa ekki látið á sér standa. Efnahagsleysi Atvinnuleysi er orðið stöðugt í kringum 10% núna og mun væntanlega aukast á næstunni. Efnahagur Íslands er frosin og stefnir í að botnfrjósa á næstu mánuðum. Þökk sé afar þröngsýni stefnu Vinstri Grænna í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það sem meira er. Ástandið á Íslandi er ekki líklegt til þess að batna á næstu mánuðum og árum. Ástæðurnar fyrir því er bæði að finna á Íslandi og utan þess.

Það er alveg ljóst núna að efnahagskreppan í heiminum er aftur farin að dýpka og mun dýpka umtalsvert á næstu mánuðum. Hvernig ríki munu koma undan þessari kreppu veltur algerlega á því hversu vel þau hafa unnið heimavinnuna síðustu mánuði í þeirri kreppu sem hefur ríkt frá árinu 2007. Í stuttu máli má reikna með að flest öll aðildarríki Evrópusambandsins komi vel útúr þessari kreppu, jafnvel þó svo einhver vandamál verði í gangi á næstu mánuðum á Íslandi.

Verstu og stærstu vandamálin verða þó til staðar á Íslandi. Þar sem efnahagur Íslands er í gjaldeyrishöftum og bundin þeirri böl sem íslenska krónan raunverulega er. Enda er það þannig að það eru afskaplega litlar líkur á því að íslenskur efnahagur þoli meiri samdrátt í útflutningi en hefur nú þegar orðið vegna kreppunnar erlendis. Enda er það þannig að þetta er falinn samdráttur í útflutningi. Þar sem að meira fæst fyrir minni útflutning frá Íslandi núna um þessar mundir vegna veiks gengis íslensku krónunnar. Það er ansi mikil hætta á því að íslenskur efnahagur einangrist ennþá meira en nú þegar er orðið, og að þessi einangrun verði mjög dýr íslensku þjóðfélagi. Mun meira en það sem hefur orðið nú þegar.

Þrátt fyrir þessar staðreyndir. Þá er ennþá til fólk á Íslandi sem hefur komið því inn í umræðuna á Íslandi að það sé best fyrir íslendinga að standa fyrir utan ESB. Breytir þá engu fyrir þetta fólk að þessar fullyrðingar þess um slíkt eru ósannar og hafa alltaf verið það. Þeir sem eru á móti ESB aðild Íslands og eru ekki langt til hægri eða vinstri er fólk sem er í harðri sérhagsmunagæslu fyrir sjálfan sig og sína félög sem það starfar fyrir. Enda mundi ESB aðild Íslands auka samkeppni á Íslandi, bæta viðskiptaumhverfið og auka kaupmátt almennings. Umræddir sérhagsmunahópar eru Bændasamtök Íslands, LÍÚ, sjálfstæðisflokkurinn (þessi stjórnmálaflokkur er nátengdur viðskiptaumhverfinu og þeirri einokun sem þar snýst), Mjólkursamsalan (einokunarverslun á Íslandi samkvæmt lögum), framsóknarflokkurinn (tengdur viðskiptaaðilum og einokun). Þessir hópar hafa safnast saman undir félaginu Heimssýn sem var stofnað árið 2002 af öfga-vinstri manninum Ragnari Arnalds. Eini tilgangur þessara samtaka er að einangra Ísland pólitísk og efnahagslega, eins og hefur verið stefna öfga-vinstri manna á Íslandi síðustu 60 til 90 árin eða svo.

Stefna hægri manna sem eru á móti ESB aðild Íslands byggir á græðgi og viðleitni þessara manna við að viðhalda ríkjandi einokun á Íslandi. Þannig að hægt sé að auka hagnað þessara manna með einokun og fákeppni á Íslandi. Tilgangur öfga-hægri er mjög svipaður af markmið öfga-vinstri, en þar blandast hinsvegar kynþáttahyggja og hatur á útlendingum ofan í allt annað. Slíkt má ennfremur finna hjá vinstri-öfgamönnum, það er hinsvegar bara betur falið en það er engu að síður þarna til staðar sé vel gáð.

Vilji íslenska þjóðin ekki þurfa að herða sultarólina um nokkur göt í viðbót þá verður íslenska þjóðin að hafna málflutningi þeirra sem vilja viðhalda núverandi ástandi efnahagsmála á Íslandi. Það verður eingöngu gert með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil nokkrum árum síðar eftir inngöngu.

Það verður ennfremur að hafna þeim blekkingum og lygum sem Heimssýn, Evrópuvaktin (vefur öfga-hægri gegn Evrópusambandinu), Vinstri Vaktin gegn ESB (vefur öfga-vinstri gegn Evrópusambandinu), Bændasamtökin (vefur og bændablaðið eru notuð í blekkingar og lygar um Evrópusambandið), Morgunblaðið (vefur ný-frjálshyggjunnar sem er á móti Evrópusambands aðild Íslands) sem koma koma fram í fjölmiðlum andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Vegna þess að þetta eru eingöngu áróðursfjölmiðlar sem berjast gegn Evrópusambandinu með rangfærslum og blekkingum um það sem er að gerast í Evrópu.

Þessir fjölmiðlar og þetta fólk treystir á það að íslendingar nenni ekki að kynna sér málin og fylgjast með erlendum fjölmiðlum um stöðu mála í Evrópu. Á þessu hafna nefnilega þessir fjölmiðlar verið að keyra undanfarin ár og gera ennþá.

Hvað varðar heildarmyndina á öllu þessu. Þá eru efnahagsáhrifin af dýpkandi kreppu nú þegar farin að hafa áhrif á Íslandi samkvæmt frétt Rúv frá því núna fyrr í kvöld (skrifað 6. Ágúst 2011).

Frétt Rúv: Áhrifa farið að gæta hérlendis

Einangrun er ekki nein lausn og hefur aldrei verið það, og mun ekki verða það á næstu áratugum. Vilji íslendingar leysa sín efnahagslegu vandamál. Þá þarf að koma með nýjar lausnir til þess að leysa þessi efnahagslegu vandamál sem íslendingar standa frammi fyrir á næstu árum og áratugum. Það er lausn að ganga í Evrópusambandið, en það er ekki nein lausn fólgin í því að reyna eitthvað sem ekki virkar aftur. Eins og er í raun það sem andstæðingar Evrópusambandsins boða og trúa á að muni virka núna, í þetta skiptið. Það virðist litlu breyta fyrir þetta fólk þó svo að þær lausnir sem þetta fólk boðar hafi í raun ekki virkað undanfarin 50 ár eða lengur.

Saga Íslensks efnahags hefur í raun ekki kennt þessu fólki neitt og mun ekki gera það upp úr þessu. Af þessum sökum á að hafna málflutningi og fullyrðingum andstæðinga Evrópusambandsins.

Það gæti þó hugsast að íslendingar vilji halda í hið gamla og ónýta. Ef svo er, þá verður íslendingum að því og það verður ennfremur ekkert hægt að gera því. Þar sem það er íslenska þjóðin sem ræður ferðinni og hvert þjóðin fer á endanum.

Bloggfærsla uppfærð þann 17. Ágúst 2011 klukkan 13:55 UTC.

Ég óska íslendingum velfarnar í kreppunni

Ég óska íslendingum velfarnaðar í kreppunni. Forseti Íslands var rétt í þessu að gera kreppuna á Íslandi mun verri og mun lengri en þörf hefði verið á því. Enda var Forseti Íslands að loka landinu með þessari ákvörðun sinni og með því að hafna skrifa undir Icesave lögin og leysa þetta skuldavandamál íslendinga.

Í hégóma sínum hefur Forseti Íslands fordæmt íslensku þjóðina til fátæktar á næstu áratugum. Fyrir það þá fordæmi ég Ólaf Ragnar Grímsson sem Forseta Íslands.

Síðan mælist ég til þess að Alþingi Íslands samþykki vantraust á Forseta Íslands nú þegar og án nokkura fyrirvara og taki áhættuna á því að vantraustinu verði hafnað í þjóðaratkvæði í samræmi við stjórnarskrá Íslands.

Ég ætla einnig að minna fólk á núna er eitt atriði komið fram sem ég taldi að mundi gerast á þessu ári. Hægt er að lesa bloggfærsluna mína hérna.

Ísland næstu tíu árin (skrifað 7. Desember 2010)

Skuldafangelsi í boði andstæðinga Icesave samningsins

Ég persónulega lifi eftir þeirri reglu að skuld sé best greidd. Algerlega óháð því hvernig hún kom til. Hvort sem að mín skuld kom til viljandi eða óviljandi. Í tilfelli Icesave málsins þá stofnuðu íslendingar til skuldar vegna vanræsklu sinnar í því að viðhalda röð og reglu í bankamálum sínum.

Af þeim sökum þá fellur lagaleg ábyrgð vegna Icesave skuldarinnar á íslendinga. Þær þjóðir sem hérna um ræðir hafa sýnt íslendingum ótrúlega sanngirni og velvilja. Þrátt fyrir að heildar upphæð Icesave skuldarinnar sé gífurlega mikil og yrði íslendingum mikil byrði ef þeir þyrftu að borga hana alla.

Það eru hinsvegar þeir á Íslandi sem kjósa frekar að lifa við ógreidda skuld og þau vandamál sem fylgja slíkum málum. Þetta fólk á Íslandi berst núna gegn farsælli lausn Icesave málsins með öllum tiltækum ráðum og leggst jafnvel svo lágt að ljúga uppá stuðningsmenn Icesave samningins (DV: Vefsíðu til stuðnings Icesave-samningi eytt). Ofan á þessa skömm andstæðinga Icesave samningins. Þá halda þeir áfram og koma með svona fullyrðingar, en þessa fullyrðingu er að finna á bloggi Skafta Harðarsonar þar sem hann gerir stuðningsmönnum Icesave samningsins upp skoðanir á verk.

Hérna er bein tilvitnun blogg í Skafta.

Og það þrátt fyrir að ný skoðanakönnun sýni að mikill meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um Icesave. Og þrátt fyrir að á mettíma hafa yfir 20.000 undirskriftir safnast á www.kjosum.is. Og þrátt fyrir á vefurinn “Icesave, já takk” þurfti að loka til að leyna því að enginn vildi taka þátt í að leggja nafn sitt við þessa skömm.

Skafti Harðarson 15. Febrúar 2011. Bloggfærslan er hérna.

Feitletrun er mín.

Þessi fullyrðing Skafta er uppspuni og ekkert annað en lygi. Enda byggir hún á þeirri staðreynd að undirskriftarlista stuðningsmanna Icesave var eytt vegna lyga sem komu frá andstæðingum Icesave samningsins sem vilja halda íslensku þjóðinni í skuldafangelsi um ókomna framtíð.

Grunnur lagður að nýju efnahagshruni á Íslandi

Lítil og ómerkileg frétt í Viðskiptablaðinu segir frá þeim grunni sem er í dag lagður að nýju efnahagshruni á Íslandi. Væntanlega innan fimm ára ef íslendingar ganga ekki í ESB innan þess tíma. Þetta efnahagshrun mun eiga grundvöll sinn í húsnæðisverði, en um þessar mundir er verið að búa til nýja húsnæðisbólu á Íslandi í þeim tilgangi til þess að koma efnahagnum á Íslandi að stað aftur.

Þetta mun auðvitað ekki virka til lengra tíma og mun valda nýju efnahagshruni eins og áður segir. Enda er það þannig í efnahagsmálum að bólur hafa alltaf einhverja hvata sem knúa þá áfram, og í þessu tilfelli er hvatinn hækkandi húsnæðisverð á Íslandi. Sérstaklega í ljósi þess að húsnæðisverð á Íslandi er ennþá of hátt og hefur lítið farið lækkandi síðan árið 2008 þegar efnahagur Íslands hrundi fyrir alvöru í kjölfarið á efnahagsbólunni sem var ríkjandi árin þar á undan.

Ég vorkenni öllum þeim sem kaupa sér húsnæði í dag eða hafa gert slíkt undanfarna mánuði. Vegna þess að þegar þessi bóla nær hámarki og springur á ný þá mun þetta fólk sitja eftir í slæmri skuldastöðu og standa frammi fyrir meiriháttar vandræðum. Sérstaklega þar sem þessi bóla mun eingöngu dýpka kreppuna sem núna ríkir á Íslandi.

Frétt Viðskiptablaðsins.

Íbúðaverð leitar upp á við annan mánuðinn í röð