Dæmi um spillingu almennings á Íslandi

Hérna er ekki nema smá dæmi um spillingu almennings á Íslandi. Almenning sem telur sig hafa rétt til að gera hvað sem er og hvenar sem er. Þá skiptir það ekki neinu máli fyrir þessu fólki að afleiðinganar af þessu sem þetta fólk gerir kunna jafnvel að vera mjög alvarlegar fyrir náttúruna eða jafnvel samfélagið á Íslandi. Þar sem þessu fólki er nákvæmlega sama um allt slíkt.

[…]

Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík, viðurkenndi í samtali við fréttastofu að hafa tekið hliðið niður, og jafnframt að hann myndi taka niður öll hlið sem sett yrðu upp til að loka fyrir umferð inn á svæðið í framtíðinni.

[…]

Það eru ekki bara stjórnmálaflokkar á Íslandi sem eru spilltir. Almenningur á Íslandi er það líka, og það er í sjálfu sér einnig mikið vandamál í Íslensku þjóðfélagi.

Frétt Rúv um þetta mál.

Dyrhólaeyjarmálið kært til lögreglu

Þegar börn eru notuð til þess að stela

Á eftirtöldu myndbandi má sjá eftirfarandi (ég er búinn að taka afrit af þessu myndbandi af vef youtube).

Nr 1: Fullorðin karlmaður með tvö drengi kemur inn í bakaríið. Á borðinu næst öryggismyndavélinni er að finna rúmlega 40.000 kr Nokia farsíma, einnig á borðinu eru lyklar og kókómjólk. Þegar þarna er komið við sögu í öryggismyndbandinu þá er starfsmaðurinn að afgreiða aðra viðskiptavini. Maðurinn tekur eftir farsímanum eftir að hafa skimað bakaríið á fljótlegan hátt eftir verðmætum.

Nr 2: Maðurinn lætur eldri drenginn setjast við borðið þar sem farsíminn er, takið eftir að nóg er af tómum borðum í bakaríinu. Þegar maðurinn lætur eldri drenginn setjast við borðið þá ýtir hann hljóðlega farsímanum undir blað sem þarna er á borðinu og felur verknaðinn með kókómjólk sem er á borðinu. Þetta gerir maðurinn viljandi og á þann hátt að enginn tekur eftir því. Sérstaklega ekki stelpan sem er að afgreiða og á farsímann sem þarna um ræðir. Þetta sést mjög augljóslega á öryggismyndbandinu.

nr 3: Þegar farsíminn er kominn undir blaðið þá fer faðir drengjanna og truflar afgreiðslukonuna og tryggir að hún sé upptekin og geti ekki passað upp á eigur sínar (farsímann). Á meðan þessu fer fram þá tekur drengurinn við borðið farsímann undan blaðinu og setur hann í miðju blaðsins og breiðir yfir. Á meðan þessu fer fram þá dreifir faðirinn athygli afgreiðslukonunar þannig að hún sér ekki hvað fer fram þar sem farsíminn hennar er á borðinu. Tilgangurinn er einnig sá að koma í veg fyrir að þessi þjófnaður uppgötvist af starfsfólkinu og að það átti sig ekki á því hver stal farsímanum af borðinu.

Nr 4: Þegar farsíminn er kominn í miðju blaðsins þá breiðir drengurinn blaðið yfir og síðan stingur hann hendinni eldsnöggt hendinni undir blaðið og setur farsímann í vasann hjá sér. Þegar drengurinn er kominn með farsímann í vasann hjá sér þá lætur hann föður sinn vita og þeir stinga af úr bakaríinu (sést mjög vel). Takið eftir því hvernig afgreiðslustelpan fer á bak við til þess að leita af einhverju fyrir manninn, þegar hún kemur síðan fram með það sem hún var leita af þá er maðurinn á bak og burt með farsímann. Afgreiðslukonan sem er nær hurðinni tekur ekki eftir þessu, enda er hún upptekin við að afgreiða.

Yfirlýsingar þess efnis að þetta hafi allt verið misskilningur eru tóm þvæla. Þar sem tilgangur heimsóknar þessa manns í bakaríið var ekki að versla. Heldur til þess að ræna verðmætum af borðum fólks. Þar sem hérna er um að ræða mjög vel skipulagðan vasaþjófnað að ræða á eigum fólks. Þetta hefði átt að kæra án undantekningar af eiganda bakarísins eða af eiganda farsímans sem var stolið. Enda eru sönnunargögnin öll á öryggismyndabandinu og sést mjög vel hvað fer þar fram. Barnaverndaryfirvöld eiga einnig að skipta sér af þessu máli. Enda er augljóst að föðurinn notar drengina til þess að stela verðmætum og gerir það á mjög virkan og skipulagðan hátt.

Afsakanir eru gjörsamlega ómerkilegar í þessu máli. Enda kemur þessi afsökun eingöngu fram vegna þess að maðurinn var gómaður við að stela farsímanum. Ég reikna fastlega með því að maðurinn stundi þessa iðju reglulega í Reykjavík.

Öryggismyndbandið.

Fréttir af þessu máli.

Símaþjófurinn fundinn: Baðst afsökunar (Vísir.is)
Gsm síma stolið í bakaríi: Þjófurinn fundinn í kjölfar birtingar á Youtube (Dv.is)

Uppfært klukkan 13:49 UTC þann 11 Janúar 2011: Myndbandið er núna hýst á mínum youtube aðgangi. Þar sem barnaheill virðist vera í herferð gegn öllum þeim sem birta þetta myndband á vefnum. Ég neita að lúta ritskoðun barnaheilla vegna þess að það sé ekki barninu til heilla. Það er ennfremur alveg ljóst að það er ekki barninu til heilla að vera hjá föður sem kennir því að stela og vera óheiðarlegt eins og þarna á sér stað. Á meðan barnaheill gera ekkert í þessu máli, eða koma því áfram til lögreglunar. Þá ætla ég að sjá til þess að fólk átti sig á þeirri staðreynd að það eru til foreldrar sem nota börn sín í svona hluti eins og hérna sjást.