Mál íslenska drengsins og norska barnaverndaryfirvalda

Ég hef aðeins fylgst með þessu máli í gegnum fjölmiðla. Það er alveg ljóst og er mín skoðun að Noregur er að brjóta lög með þessum aðferðum sínum og kröfum. Sérstaklega þegar vísað er til laga 160/1995, enda stendur þar mjög skýr í 7 grein laganna að þær ákvarðanir eins og þær sem það norska tók gildir ekki ef íslenskar aðstæður eða lög eru öðruvísi.

7. gr. Synja skal um viðurkenningu eða fullnustu ákvörðunar ef:
1. hún er augljóslega ekki í samræmi við grundvallarreglur íslenskra laga um réttarstöðu fjölskyldna og barna,
2. ákvörðunin er, vegna breyttra aðstæðna, augljóslega ekki lengur í samræmi við það sem barninu er fyrir bestu,
3. barnið var íslenskur ríkisborgari, eða búsett hér á landi, þegar mál var höfðað fyrir dómstóli í upphafsríkinu eða stjórnvaldi þar barst beiðni, án þess að barnið hafi haft hliðstæð tengsl við það ríki eða það hafði bæði ríkisborgararétt í upphafsríkinu og hér á landi og var búsett hér á landi,
4. barnið á rétt á að ráða sjálft búsetu sinni samkvæmt lögum þess ríkis þar sem það er ríkisborgari eða búsett eða
5. ákvörðunin er ósamrýmanleg ákvörðun sem tekin hefur verið hér á landi í máli sem hafist hefur áður en beiðni um viðurkenningu eða fullnustu var lögð fram, enda sé synjun talin barninu fyrir bestu. Ákvörðun, sem tekin hefur verið í öðru ríki, hefur sama gildi og ákvörðun sem tekin hefur verið hér á landi hvað þetta snertir, enda sé unnt að fullnægja henni hér á landi.

Síðan má einnig fresta ákvörðun í þessu máli samkvæmt 9 grein laganna.

9. gr. Fresta má viðurkenningu eða fullnustu ákvörðunar með úrskurði ef:
1. ákvörðuninni hefur verið skotið til æðra dómstóls eða stjórnvalds í upphafsríkinu samkvæmt almennum áfrýjunar- eða málskotsreglum,
2. mál um forsjá, búsetu eða umgengni barnsins, sem hófst á undan málinu í upphafsríkinu, er til meðferðar hér á landi eða
3. annað mál til viðurkenningar eða fullnustu á annarri ákvörðun um forsjá, búsetu eða umgengni barnsins er til meðferðar.

Það er alveg ljóst það getur aldrei verið barninu til hagsbóta að taka það frá fjölskyldu sinni og færa til ókunnugra í Noregi, enda eru sögur af slíku fóstri frá Noregi mjög slæmar og hafa mörg slík mál (eftir því sem ég kemst næst) endað fyrir dómstólum í Noregi og fyrir alþjóðlegum dómstólum í Evrópu (Mannréttindadómstóli Evrópu).

Norska barnaverndarþjónustan hefur verið mikið gagnrýnd fyrir vafasama hegðun og ákvarðanir eins og eftirtaldar fréttir segja frá.

Norway defends its child welfare laws
Norway’s child welfare seizes family’s five kids for alleged ‘Christian indoctrination’: report

Norway accused of unfairly taking away immigrant children

When the state takes your child
MFA: breakthrough in procedures related to Polish children in Norway, PAP dispatch from 10 September 2015

Lög og mannréttindi brotin af íslenskum dómstólum

Það er sorglegt mál sem er í gangi hjá einhverfi konu sem heitir Lára Kristín Brynjólfsdóttir. Núna er búið að svipta hana forræði með dómi yfir syni sínum. Án þess að hafa séð dóminn sjálfan, og röksemdafærslu hans, auk þeirra lagagreina sem hann vitnar í til þess að réttlæta forræðissviptinu Láru Kristínar yfir syni sínum. Þá er ég nokkuð viss um að þessi dómum í heild sinni er brot á Mannréttindarsáttmála Evrópu og Mannréttindarsáttmála Sameinuðuþjóðanna. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú staðreynd að íslenskir dómstólar eru ekki þekktir fyrir að virða þessi mannréttindi einstaklinga á Íslandi. Þá sérstaklega ekki hjá fólki sem er fatlað eða í þessu tilviki með einhverfu sem er ákveðin fötlun í sjálfu sér, en ekkert sem stoppar viðkomandi í að getað alið upp barn án vandamála.

Ég finn ekkert í Barnalögum er varðar forsjársviptinu. Aftur á móti fann ég lagagrein í lögum um Barnavernd (Barnaverndarlög).

Um er að ræða 29. Grein um lög um Barnaverndarlög. Þar er fjallað um forsjársviptingu. Þar stendur þetta hérna.

29. gr.
Forsjársvipting.
Barnaverndarnefnd er heimilt að krefjast þess fyrir dómi að foreldrar, annar þeirra eða báðir, skuli sviptir forsjá ef hún telur:
a.
að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska,
b.
að barni sem er sjúkt eða fatlað sé ekki tryggð viðeigandi meðferð, þjálfun eða kennsla,
c.
að barninu sé misþyrmt, misboðið kynferðislega eða megi þola alvarlega andlega eða líkamlega áreitni eða niðurlægingu á heimilinu,
d.
fullvíst að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar eru augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana, greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða.
Kröfu um sviptingu forsjár skal því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs.
Um málsmeðferð fyrir dómi samkvæmt þessari grein fer eftir ákvæðum X. kafla.

Það er því ljóst að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur er sá aðili sem fór fram á forræðissviptinu hjá Láru Kristínu. Saga Barnavendarnefndar Reykjavíkur í svona málum er allt annað en glæsileg, og fer lítið batnandi eftir því sem tíminn líður. Skipan og stjórnun Barnaverndarnefndar Reykjavíkur hefur ennfremur alltaf verið í molum og það virðist ekki vera neinn áhugi hjá yfirvöldum að fá hæft fólk til þess að sinna þessum málum í Reykjavík.

Mér þykir líklegt að umræddur dómari hafi notað þessa lagagrein (29. grein Barnaverndarlaga, sjá að ofan) til þess að réttlæta forræðissviptinu Láru Kristínar yfir syni sínum. Þá væntanlega lið „d“. Aftur á móti er einhverfa ekki „geðrænar truflanir, greindarskortur“. Ég hef ekki hugmynd um hvað „breytni foreldra“ er í lagalegum skilningi, enda er þetta loðið orðalag í meira lagi. Þessi lagagrein mjög skýr hvað þarf að koma til þess að forræðissvipting skuli eiga sér stað fyrir dómi.
Samkvæmt lögum þá eru svona mál meðhöndluð sem einkamál. Ég veit ekki hvort að svona mál eru tiltæk sem dómsmál fyrir Hæstarétti Íslands. Aftur á móti þykir mér líklegt að svona mál séu tiltæk fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þar sem að um er að ræða lög íslenska ríkisins og réttindi íslenskra borgara sem þar eru skilgreind.

Hver svo sem lagaleg staða svona dómsmála er. Þá er mér sem ljóst sem leikmanns í íslenskum lögum að íslenskir dómsstólar hafi hérna brotið gegn meðalhófi, jafnræðisreglu, góðri dómsmeðferð og mannréttindum með þessum dómi gegn Láru Kristínu, sem hefur ekkert til saka unnið. Aftur á móti hefur verið mikið brotið á henni af íslenska kerfinu á undanförnum árum. Bæði af heilbrigðiskerfinu og núna íslenskum dómstólum. Svona á ekki að líðast á Íslandi eða annarstaðar í heiminum. Aftur á móti er alveg ljóst að á Íslandi eru margir brotnir pottar sem þarf að skipta út. Það þarf að skipta þessum brotnu pottum út eins fljótt og hægt er.

Blogg Láru Kristínar.

Frétt Pressunar um þetta mál

Einhverf móðir vill deyja eftir að hún missti forræðið: „Ég er góð mamma“

Íslendingar staðráðnir í að endurtaka söguna

Íslendingar eru ótrúlegir. Núna segja þeir í skoðanakönnunum að ekki eigi að fara í dómsmál við Geir Haarde, mannin sem ber höfuðábyrgð á því hvernig kreppan þróast á Íslandi í upphafi. Enda segir það sig sjálft að öðrvísi viðbörgð hefðu haft öðrvísi afleiðingar. Þetta vita íslendingar fullvel, en vilja ekki að neinn beri ábyrgð. Þar sem þá er hættan sú að þá þurfi þeir einnig að taka á sig.

Sú ábyrgð er auðvitað að kjósa gjörspillta fábjána á Alþingi íslendinga (mér er nokk sama í hvaða stjórnmálaflokki þetta fólk stendur, ef það hagar sér eins og fábjánar. Þá eru allar líkur á því að það sé fábjánar.) ár eftir ár. Síðan þegar efnahagshrunið kemur. Þá væla íslendingar eins og frek smábörn sem ekki fengu ís-inn sinn og velta því síðan fyrir sér hvernig best sé að kenna útlendingum um þeirra eigin skít og klúður.

Til að toppa vitleysuna. Þá er sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn vinsæll hjá íslendingum. Það breytir ekki neinu hjá hinum venjulega íslendinga að sjálfstæðisflokkurinn setur allt í gjaldþrot sem hann kemur nálægt. Gildir þá einu hvort að það eru fyrirtæki, sveitarfélög eða sjálft íslenska ríkið. Alltaf skal sjálfstæðisflokkurinn vera við völd. Alveg óháð því hversu oft hann er búinn að sanna það og sýna að þetta er í raun óstjórntækur stjórnmálaflokkur með öllu. Þá sérstaklega síðustu árin. Þar sem spillingin hefur fengið að blómstra og þrífast í friði fyrir eftirliti og rannsóknum lögreglunar.

Ef íslendingar fara ekki að breyta háttum sínum. Þá munu íslendingar tapa sjálfstæðinu á mjög skömmum tíma, og það hefur ekkert með ESB aðild Íslands að gera. Enda eru íslendingar vísir til þess að hafna ESB aðild í hroka sínum þegar þar að kemur. Annað eins og hefur nú gerst á Íslandi rétt fyrir kosningar.

Íslendingar hafa tíma til þess að breytast og sá tími er núna. Þessi tími til þess að breytast kemur ekki aftur næst 50 til 80 árin, eða þegar meirihluti af núverandi kynslóð íslendinga er farinn undir græna torfu í kirkjugörðum landsins.

Breytist íslendingar ekki. Þá mun sagan endurtaka sig, og ég er ansi hræddur um að þetta verði raunin þegar á reynir. Það sem íslendingar eru staðráðnir í að endurtaka söguna nokkrum sinnum og læra nákvæmlega ekkert af sögunni í leiðinni.

Ég ætla mér ekki að taka þátt í þessari vitleysu. Kemur ekki til greina af minni hálfu.

Úr stjórnsýsludómi Hæstaréttar Íslands

Hérna er sitthvað áhugavert úr dómi Hæstaréttar Íslands vegna Stjórnlagaþingsins sem átti að halda.

8. Skafti Harðarson kærir að talning atkvæða sé haldin annmörkum þar sem hún hafi farið fram í vélum sem enginn vissa sé fyrir hendi um að telji rétt. Til vara krefst hann þess að handvirk en ekki vélræn talning fari fram á ný þar sem kjósendur hafi enga tryggingu fyrir því að vélar þær, sem notaðar voru, hafi lesið rétt úr atkvæðum kjósenda.

Um 7. Í tilefni af kæru Óðins Sigþórssonar um að kjörbréf hafi verið gefin út til fulltrúa sem hafi ekki hlotið tilskilinn atkvæðafjölda eða svokallaðan sætishlut til þess að ná kosningu, tekur landskjörstjórn fram í greinargerð sinni 22. desember 2010 að í umræddum kosningum hafi verið beitt svonefndri forgangsröðunaraðferð (e. Single Transferable Vote, STV). Eftir þær breytingar sem gerðar hafi verið á lögunum í september 2010 hafi aðferðin verið efnislega samhljóða þeirri útgáfu STV – aðferðarinnar sem nefnd er á ensku Weighted Inclusive Gregory Method (WIGM), sem sé sú útgáfa sem algengust er og hafi t.d. verið tekin upp við kosningar til héraðsráða í Skotlandi 2007 (The Scottish Local Government Elections Order 2007 No. 42, http://www.legislation.gov.uk/ssi/2007/42/contents/made). Íslenska heitið forgangs­röðunar­aðferð sé full víðfeðmt og geti átt við fleiri tegundir aðferða. Verði hér því stuðst við nafngiftina STV-aðferð. Um talningu atkvæða og úthlutun sæta fari samkvæmt í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 90/2010. Orðrétt var þetta nánar útskýrt svo:

1. „Fyrst er sætishlutur ákveðinn, en hann er sú tala atkvæða sem frambjóðandi þarf í fyrstu að ná til þess verða úthlutað sæti. Í kosningum til stjórnlagaþings reiknaðist sætishluturinn: 3.167 atkvæði.

2. Því næst eru atkvæðin flokkuð eftir nöfnum frambjóðenda sem tilgreindir eru í 1. vali. Nái frambjóðandi sætishlutnum strax í upphafi er honum þegar úthlutað sæti, sbr. 5. tölul.

3. Í 6. tölul. er fjallað um færslu umframatkvæða þeirra sem ná kjöri samkvæmt 5. tölul. Atkvæði eru færð samkvæmt næsta tiltæka vali hvers einstaks kjósanda þeirra. Fært er það hlutfall hvers atkvæðis að eftir sitji þau atkvæðisbrot að samanlagt nægi þau nákvæmlega fyrir sætishlut. Atkvæði (eða atkvæðisbrot), sem ekki tekst að færa sakir skorts á nafni á viðkomandi seðli, eru lögð til hliðar sem ófæranleg.

4. Þegar ekki finnst lengur neinn frambjóðandi með atkvæðisgildi sem er jafnt eða hærra en sætishlutur er sá frambjóðandi sem nú hefur lægst atkvæðisgildi dæmdur úr leik. Atkvæðisgildi hans eru færð í heilu lagi samkvæmt næsta gilda vali á hverjum þessara seðla. Með gildu vali er átt við að frambjóðandi sem hefur verið valinn og hefur ekki verið dæmdur úr leik eða náð sætishlut.

5. Komist frambjóðandi yfir sætishlut eftir tilfærslu atkvæða skal honum jafnóðum úthlutað sæti og umframatkvæði hans færð, eins og fyrr segir.

6. Í 8. tölul. er fjallað um lok úthlutunar. Þar segir: „Beita skal ákvæðum 6. og 7. tölul. svo lengi sem við á en þó þannig að ákvæði 6. tölul. hafi ávallt forgang. Þegar tala þeirra frambjóðenda sem enn koma til álita að hljóta sæti er orðin jöfn tölu þeirra 25 sæta sem eftir er að ráðstafa skal sætunum úthlutað til þessara frambjóðenda án frekari útreikninga.““

VI.1

Í kæru Þorgríms S. Þorgrímssonar er að því fundið að kjörseðlar hafi verið auðkenndir með strikamerki og númeri á bakhlið. Upplýst er í bréfi starfsmanns verktaka landskjörstjórnar til ritara hennar 13. janúar 2011 að kjörseðlarnir hafi allir verið númeraðir með einkvæmu númeri, og hafi númer seðlanna byrjað á 100001 og endað á 378000. Í kæru Þorgríms kemur fram að kjörseðlunum hafi verið dreift til kjördeilda í samfelldri númeraröð og hafi eftir að kosningu lauk verið unnt að rekja úr hvaða kjördeild þeir komu. Kjörseðlar hafi einnig verið afhentir kjósendum í númeraröð. Kvaðst Þorgrímur vita til þess að í sumum kjördeildum hefðu kjörstjórnir við kosningar skráð nöfn kjósenda á lista jafnóðum og þeir kusu. Með slíkan lista í höndum og númeraröðina væri þannig hægt að rekja atkvæði til einstakra kjósenda. Þá er því haldið fram að heimild 2. mgr. 10. gr. laga nr. 90/2010 taki eingöngu til þess að heimilt hafi verið að strikamerkja kjörseðlana en ekki að númera þá.

Í lok 2. mgr. 10. gr. laga nr. 90/2010, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 120/2010, er tekið fram að á bakhlið kjörseðils komi auðkennistákn seðilsins. Í athugasemdum með 2. gr. frumvarps þess, sem varð að lögum nr. 120/2010, segir að í athugunum landskjörstjórnar á framkvæmd rafrænnar talningar, einkum á Englandi, Skotlandi og Írlandi, hafi komið fram að það sé forsenda slíkrar talningar að kjörseðillinn hafi sérstakt tákn eins og einnig er rakið í skýringum við 4. gr. frumvarpsins. Slíkt auðkenni sé bundið við seðilinn sjálfan og sé ekki rekjanlegt til kjósanda. Með ákvæðinu sé tekinn af allur vafi um heimildir til að auðkenna kjörseðla sérstaklega fyrir hina rafrænu talningu.

Það þarf einhver augljóslega að kæra þennan dóm Hæstaréttar Íslands til Héraðsdóms.

http://haestirettur.is/control/index?pid=1109