Að koma á kerfisbundinni fátækt öryrkja á Íslandi

Í frétt á Rúv sagði Katrín Jakobsdóttir núverandi forsætisráðherra Íslands þetta um stöðu öryrkja.

Katrín Jakobsdóttir sagði, í fyrirspurn um málið á Alþingi í dag, að til standi að fara í virkt samtal við aldraða og öryrkja um lífeyrismál og vinna hratt þannig að strax í þeirri fjármálaáætllun sem verði lögð fram í vor verði mörkuð skýrari stefna. Gera þurfi kerfisbreytingar á örorkukerfinu sem hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði þessum hópum tryggð mannsæmandi kjör sem allir séu sammála um að þurfi að gera.

Þetta þýðir einfaldlega að það á að koma á bresku fátæktarkerfi upp á Íslandi. Sem byggir á starfsgetumati sem segir að fólk sé heilbrigt til vinnu (svo ekki þurfi að borga þeim) þó svo að það sé við dauðans dyr og hafi jafnvel dáið daginn eftir að það fékk slíkt mat.

Þetta er ekki staða sem öryrkjar á Íslandi geta sætt sig við. Þar sem öryrkjar vilja vera virkir í vinnu á Íslandi eins og aðrir en tilgangurinn við að vera virkur í vinnu dugar skammt þegar allur ábatinn af þeirri vinnu er tekinn upp í skerðingar á örorkubótum og þannig er fátækt viðhaldið endalaust hjá öryrkjum sem margir geta bara unnið hlutastarf eða jafnvel fá ekkert annað en hlutastörf eða jafnvel eingöngu tímabundin störf árstíðarbundin störf. Það sem þarf að breytast á Íslandi er að draga verður verulega úr skerðingum á örorkubótum til þess að bæta tekjur og líf öryrkja. Það er röng stefna sem mun eingöngu valda meiri fátækt að fara í starfsgetumat sem hefur verið blautur draumur sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins undanfarin ár að koma á slíku kerfi (þeir hata öryrkja og fátækt fólk).

Það er alveg ljóst að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra virðist lítið vita um þennan málaflokk og fer hérna með alvarlegar rangfærslur um stöðu mála hjá öryrkjum. Þessi 4,7% hækkun hjá öryrkjum sem búa með öðrum dugar mjög skammt í þeirri verðhækkunarhrinu sem er yfirvofandi á Íslandi. Hækkun örorkubóta verður að vera sú sama og á lágmarkslaunum á Íslandi og helst aðeins meiri en það, þar sem örorkubætur hafa dregist úr lágmarkslaunum á Íslandi undanfarin þrjú til fjögur ár, enda hafa ríkisstjórnir með annað hvort framsóknarflokki eða sjálfstæðisflokki verið við völd á Íslandi á þessum tíma. Þingmönnum og ráðherrum á Íslandi hafa á þessum sama tíma verið skammtaðar ríflegar launahækkanir á meðan öryrkjar og fólk á mjög lágum launum lepur dauðann.

Frétt Rúv

ÖBÍ: Gríðarleg vonbrigði með hlut öryrkja

Stríðið gegn öryrkjum á Íslandi

Það er ekki nóg með að allar örorkubætur séu skornar niður við nögl með tekjutengingum á alla kanta hjá öryrkjum í dag. Heldur á einnig verið að reyna troða „starfsgetumati“ á öryrkja með lagabreytingu á komandi haust og vetrarþingi samkvæmt frétt Rúv í dag („Innbyggður hvati í hátt örorkumat“).

Staðreyndin er hinsvegar sú að starfsgetumat er eingöngu ætlað til þess að spara ríkissjóði peninga (þar sem ekki vill sjálfstæðisflokkurinn hækka skatta á hina ríku) og auka fátækt öryrkja. Það segir sig sjálft að starfsgetumats kerfi hefur innbyggða skerðingu á greiðslum til öryrkja sem lenda í þessu kerfi. Í Bretlandi, þaðan sem þessi mannvonska er uppruninn var starfsgetumatskerfið kerfisbundið notað til þess að taka bætur af fólki þó svo að það átti rétt á þeim. Enda hafa rannsóknir sýnt að dauðsföll í ákveðnum hópum öryrkja og sjúkra [1] voru margfalt hærri eftir að starfsgetumatskerfið var tekið upp en áður en það fór í notkun.

Það sama mun gerast á Íslandi ef þetta mannvonskukerfi verður tekið upp. Ef sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn er að leita að auknum tekjum. Þá eiga þessir flokkar að hækka skatta á útgerðina og ríkustu íslendingana. Það á ekki að auka álögur og níðast á öryrkjum, fátækum og veiku fólki eins og á að gera með þessu starfsgetumati eins og á að troða núna í gegn um Alþingi á komandi þingi. Þetta er ósvinna sem ber að mótmæla og stöðva.

1. Thousands have died after being found fit for work, DWP figures show (frétt frá 2015)
2. Death has become a part of Britain’s benefits system (2015)
3. Man died on his way home from Job Centre ‘after being found fit to work’ (2017)
4. More than 2,300 died after fit for work assessment – DWP figures (2015, BBC News)
5. Disabled dad dies after being told he’s fit for work – then benefit bosses accept he needed help AFTER his death (Mirror, 2017)
6. Disabled man starved to death four months after being declared ‘fit to work’ (2015, Mirror)

Fólkið sem hatar öryrkja – dýrkar hina ríku

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartar framtíðar og Viðreisnar heldur áfram baráttu sinni gegn fátækum íslendingum. Koma á starfsgetumati á öryrkja til þess að „draga úr útgjöldum“ vegna málaflokksins. Staðreyndin er hinsvegar sú að útgjöld til öryrkja á Íslandi eru lítil, ekki nema í kringum 98,3 milljarðar í heildina fyrir árið 2016 (sjá hérna). Þetta sama fólk vill einnig og hefur aukið skerðingar á tekjum öryrkja og ellilífeyrisþega með auknum tekjutengingum í gegnum ýmsa liði, þar á meðal húsleigubætur sem lækka ef fólk fer að vinna örlítið.

Sú hugmynd um að koma á starfsgetumati eins og það sem finnst í Bretlandi (þetta er komið þaðan) er skelfileg. Ekki eingöngu hefur þetta ekki sparað nein útgjöld í Bretlandi. Eitt af því sem hefur gerst er að þúsundir hafa dáið eftir að hafa verið dæmdir fullfrískir til þess að vinna (sjá frétt hérna). Árið 2015 voru 90 einstaklingar að deyja sem höfðu verið dæmdir frískir til þess að fara aftur á vinnumarkaðinn. Staðreyndin er að starfsgetumat er illa innrætt kerfi sem er hannað til þess að viðhalda fólki í fátæktargildru og jafnvel svipta það bótum sem það á rétt á og þetta er gert í nafni heilags sparnaðar á Íslandi og víðar.

Síðan er það staðreynd að á Íslandi eru skerðingar á örorkubótum svo miklar að ef öryrkjar fara að vinna þá er allt skorið af þeim og jafnvel rukkað til baka (sérstök framfærsluuppbót er ekki bara felld niður heldur einnig rukkuð til baka í heild sinni af Tryggingarstofnun í uppgjörinu árið eftir) ef öryrkjar leyfa sér að vinna eins og þeir geta. Slíkt er ekki að hvetja öryrkja til þess að fara á vinnumarkaðinn og finna sér vinnu þar sem fólk tapar einfaldlega á því að vinna (sjá hérna). Ef að ríkisstjórnin vill fá öryrkja á vinnumarkaðinn þá er besta leiðin að draga úr skerðingum á aukatekjum og koma í veg fyrir að fólk festist í viðjum fátæktar.

Sú lygaþvæla sem Vigdís Hauksdóttir og Ríkisendurskoðun hafði um bótasvik öryrkja verður einnig að leiðrétta. Það er nauðsynlegt að draga úr eftirlitsheimildum Tryggingarstofnunar og helst ætti að breyta örorkubótum í hefðbundin laun sem er ekki skert þó svo að fólk fái sér auka-vinnu ásamt því að vera á örorkubótum.

Þetta sama fólk sem hatast útí örorkja og fátæka dáir hina ríku og lækkar á þá skatta þessa dagana. Afleiðingin er sú að ríkið hefur minni pening til þess að vinna úr og slíkt eykur að jafnaði skuldsetningu og vaxtabyrði íslenska ríkisins á sama tíma. Íslenska ríkið getur ekki dregið úr fjölgun öryrkja, ástæðan er mjög einföld. Íslendingum fer fjölgandi og eru í dag í kringum 340.000 og af því eru öryrkjar alltaf ákveðið hlutfall af þjóðinni, stærri þjóð þýðir einfaldlega að fleiri einstaklingar verða öryrkjar, ekki endilega að þeim hafi fjölgað eitthvað sérstaklega eða undarlega á undanförnum árum. Allt tal um slíkt er tóm lygi og eingöngu ætlað að blekkja umræðuna um þetta málefni. Það er slík umræða sem ríkisstjórnin stendur í dag, með þeim afleiðingum að sú hugmynd er komin til almennings að öryrkjar vilji ekki vinna, sem er alrangt en hinsvegar gera skerðingar öryrkjum ekki fært að vinna eins og áður er nefnt.

Það er síðan önnur umræða að fyrirtæki á Íslandi eru almennt ekki mikið að ráða öryrkja til sín í vinnu. Það er einnig vandamál sem stjórnarliðar forðast að ræða í þessari umræðu.

Síðan er best fyrir almenning og öryrkja að sleppa því að kjósa í næstu kosningum framsóknarflokkinn, sjálfstæðisflokkinn, viðreisn og Bjarta framtíð. Þetta eru stjórnmálaflokkar sem hata fátæka og vilja ekkert fyrir þá gera. Þetta sama fólk dýrkar ríka fólkið, lækkar skatta og sendir síðan reikninginn af skattalækkunni til fátækasta fólksins á Íslandi.

Frétt Stundarinnar um þetta mál

Stjórnarliðar vilja fjölga öryrkjum á vinnumarkaði til að ná fram sparnaði

Félagsmálaráðherra lýgur í fjölmiðlum um niðurfellingar skerðingja á kjörum öryrkja

Það er alveg ótrúlegt að sjá hvernig framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn er að svíkja kosningaloforðin þessa dagana á undan öllu því sem þeir lofuðu upp í ermina á sér í kosningabaráttunni, og unnu kosninganar útá þau loforð. Núna í kvöldfréttum Rúv þá segir Eygló Harðardóttir að þau séu að gera það sem þau lofuðu. Þetta er ekkert annað en haugalygi, vegna þess að þetta er ekki þau sem þau lofuðu, þessar aðgerðir eru mjög langt frá því sem stjórnarflokkanir lofuðu að gera í kosningabaráttunni.

Það þarf ekki að leita lengi til þess að sjá að þessar lagabreytingar voru ekki það sem stjórnarflokkanir lofuðu í kosningabaráttunni. Þetta kemur mér lítið á óvart, þar sem ég bjóst við að allt yrði svikið eins og raunin hefur verið. Það eina sem hefur ekki verið svikið er að stöðvun aðildarviðræna Íslands við Evrópusambandið, kaupfélagsdrengurinn frá Sauðárkróki sem núna er Utanríkisráðherra sá vandlega til þess.

Fréttir þar sem stjórnarflokkanir lofa að fella niður skerðingar til öryrkja á Íslandi

Leiðrétta kjör öryrkja og aldraðra strax (Rúv.is 25-Maí-2013)
Fundur með Landssambandi eldri borgara (Eygló Harðardóttir (blog.pressan.is, 26-Maí-2013)
Hyggst afnema skerðingar (Mbl.is, 26-Maí-2013)
Bótaþegar fái skerðingar bættar (Rúv.is, 11-Maí-2013)
Skerðingar frá 2009 afturkallaðar (mbl.is, 23-Maí-2013)
Félagsmálaráðherra lofar kjaraleiðréttingu til öryrkja (Öryrkjabandalag Íslands, 28-Maí-2013)

Af fátækt öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi

Það hefur runnið upp fyrir mér að á Íslandi er ekki ætlast til þess að öryrkjar lifi sjálfir í sínu eigin húsnæði, eða geri eitthvað sjálfir. Til þess eru örorkubætur einfaldlega of lágar á Íslandi. Hvort sem maður er búsettur erlendis eða á Íslandi (miðað við verðlag). Ég er búinn að fá nóg af þessu persónulega. Enda er ég hreinlega búin að gefast upp. Ég má ekki gera neitt útaf vananum án þess að fjármálin hjá mér fari í algerlega klessu og með tilheyrandi vandræðum.

Enda er það svo að örorkubætur og ellilífeyrir er alltaf miðaður við lægstu laun á vinnumarkaði sem hægt er að finna á hverjum tíma fyrir sig (lágmarkslaun eru ennfremur of lág laun til þess að lifa af á Íslandi ef útí það er farið). Síðan koma skerðingar ofan á það. Eins t.d vaxtatekjur sem skerða örorkubætur krónu á móti krónu á Íslandi. Þar er enginn afsláttur gefinn af skerðingunni á örokubótum hjá fólki. Enda er ekki ætlast til þess að öryrkjar spari sér smá pening til vara. Ég er þess fullviss að ef fólk gæti. Þá mundi það fara af örorkubótum helst í gær. Þetta er slík fátækrargildra og örorkubætur eru í raun þetta eru í raun ekki tekjur sem fólk getur lifað af með nokkru móti. Til þess að mæta þessum skorti á tekjum. Þá bregða margir á það ráð að taka yfirdráttarlán. Þetta leiðir oft á tíðum af sér skuldavanda til skemmri eða lengri tíma. Ég þekki þetta sjálfur. Enda álít ég svo á að ég sé kominn í skuldavanda, sem ég er reyndar að reyna leysa úr hægt og rólega þó svo að illa gangi þessa dagana hjá mér.

Ef að einhver dugur væri í ríkisstjórn Íslands. Þegar það kæmi að málefnum öryrkja og ellilífeyrisþega. Þá mundi ríkisstjórn Íslands færa örorkubætur og ellilífeyrisbætur nær því neysluviðmiði sem ríkisstjórnin hefur sjálf sett fyrir íslendinga. Það er líka hagsæld í því að borga öryrkjum og ellilífeyrisþegum mannsæmandi tekjur. Slíkt skilar sér líka aftur út í þjóðfélagið eins og önnur velferð í velferðarþjóðfélagi.

Að vera með aspergers heilkenni

Ég er einn af þeim einstaklingum á Íslandi sem er með Aspergers-heilkenni. Þetta háði mér lengi vel, eins og svo mörgum öðrum sem eru með þetta þegar ég var ungur. Enda er það þannig á Íslandi að lítill skilningur var lengi vel, og er jafnvel ennþá sýndur fólki sem er með þetta. Þar sem fólk með aspergers-helkenni er ekki nægjanlega einhverft til þess að vera inn á stofnun, en er engu nægjanlega einhverft til þess að lenda í vandræðum félagslega. Enda á ég erfitt með að skilja óbein samskipti, það eru samskipti sem eru með augnarráði, líkamstjáningu og öðru slíku. Ég hef þó á undanförnum árum æft mig í að taka eftir slíkum skilaboðum. Það gengur þó upp og ofan að skilja slíkt, þar sem að fólk er mismunandi hvernig það notar þetta form tjáningar.

Hvað mig persónulega varðar. Þá passa ég illa inn í íslenskt samfélag. Þar sem ég hvorki reyki eða drekk. Sem betur fer hefur dregið úr reykingum á Íslandi, áfengisneysla er hinsvegar alltaf jafn mikil og áður fyrr. Ég hef í dag orðið mikla reynslu af því að vera í framhaldsskólum á Íslandi. Enda hef ég verið í Iðnskólanum í Reykjavík (þegar hann var til), Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra, Verkmenntaskólanum á Akureyri, og núna síðast fór ég aftur í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra. Námið hefur gengið svona upp og ofan hjá mér, núna síðustu ár hefur það gengið ágætlega. Þó svo að námið hafi gengið ágætlega hjá mér núna síðustu ár. Þá get ég ekki sagt að félagslegi þátturinn hafi gengið vel hjá mér. Enda hef ég varið síðustu önnum einn inn á herbergi heimavistar FNV á Sauðárkróki. Ástæðan er auðvitað sú að ég náði ekki að tengjast neinum almennilega. Það breytti ekki neinu þó svo að ég reyndi, ekkert gekk og hefur ekki gengið síðan ég hóf nám aftur í skóla vorönnina árið 2008 (námið stundaði ég með hléum). Þar sem ég þoli illa að vera einn þá hefur þetta grafið undan náminu hjá mér og áhuganum á því að vera í skóla á Íslandi. Þetta má rekja til þess að ég hvorki drekk eða reyki eins og áður segir og ég stunda lítið skemmtanir vegna þess að ég þoli illa fullt fólk og hvernig það hagar sér.

Síðan hafa fjárhagsleg vandræði hjá mér alltaf átt sinn þátt í lélegri andlegri líðan hjá mér. Því er ég þó að reyna að breyta núna með því að gera það sem ég er góður. Það er skrif á bloggsíður og síðan að reyna að skrifa smásögur og bækur sem ég ætla mér að gefa út á internetinu fyrir lesbækur (Amazon Kindle osfrv). Enda komst ég að þeirri niðurstöðu fyrir nokkru síðan að bætur öryrkja eru ekkert nema félagsleg fátækrargildra sem enginn ætti að lifa við. Þar sem lítill er viljin hjá stjórnvöldum að breyta þessu til batnaðar. Þá ákvað ég að breyta þessu sjálfur og þá fyrir sjálfan mig og ég hef unnið að því núna undanfarna mánuði, og gengur ágætlega. Þó svo að ég eigi langt í land með að ná þangað sem ég vill fara í þessum efnum.

Ég hef aftur á móti fundið minn stað í tilverunni núna. Sá staður er í dag Danmörk. Þar sem ég hef ekki efni á því að búa í Kaupmannahöfn. Þá ætla ég að búa í bæ sem heitir Sønderborg og er nálægt landamærunum að Þýskalandi. Reyndar er það þannig að ég hef gaman að landamærum af einhverjum ástæðum, og því er þetta ekkert slæm staðsetning fyrir mig þannig séð. Ég vil ekki búa á Íslandi af mörgum ástæðum. Helsta ástæðan er sú að íslenskt þjóðfélag virðist henta mér illa. Þar sem ég þrífst afskaplega vel í fjölbreytni og fjölmenni. Eitthvað sem erfitt er að fá á Íslandi í dag. Ég reyndar held að það hafi alltaf verið svona á Íslandi af margvíslegum aðstæðum.

Ég er eins og svo margir með Aspergers mjög svo heiðarlegur og er illa við rangfærslur og fullyrðingar sem ganga gegn þeim gögnum sem liggja fyrir. Enda reyni ég persónulega að hafa allt eins rétt og ég þekki hlutina. Þó svo að stundum vill það gerast að ég er að fara eftir röngum upplýsingum. Í þeim tilfellum þá leiðrétti ég mig og nota nýju upplýsinganar upp frá því.

Það eina sem ég þó sakna í gegnum tíðina er að hafa ekki átt neina kærustu. Ég vonast þó eftir því að það breytist með nýju umhverfi. Þessi málaflokkur hefur reynst mér hvað erfiðastur í gegnum tíðina, og ég á ekki von á því að það breytist neitt á næstunni.

Ég hef fyrir löngu síðan hætt að reyna vera „venjulegur“. Hvað svo sem það þýðir í raunveruleikanum.

Aðrar bloggfærslur um þetta sama.

Sjálfhverfa bloggið (WordPress.com)
Ég er geimvera (innihald.is)

Fréttir af einstaklingum með Aspergers á Íslandi.

„Ég gat bara ekki logið“ (mbl.is)
Einhverfuröskun ekki skammarleg (Vísir.is)

Um Asperger heilkenni.

Asperger syndrome (ncbi.nlm.nih.gov)
Asperger syndrome (Wiki)

Sumir vilja banna öryrkjum að hafa skoðun í íslensku samfélagi

Það virðist sem að það sé raunverulega til hópur af fólki á Íslandi sem vill koma í veg fyrir að öryrkjar og aðrir sem ekki eru fullir heilsu fái að hafa sína skoðun á málefnum líðandi stundar. Þessu fólki finnst að öryrkjum og öðrum sem ekki eru fullir heilsu eigi ekki að hafa skoðun vegna þess að þeir eru á framfærslu ríkisins á örorkubótum og þar að leiðandi skattgreiðendum. Eins og allir þeir sem vilja vita. Þá eru hvorki örorkubætur eða ellilífeyrisbætur mjög háar og duga oft á tíðum varla fyrir nauðsynlegustu nauðsynjum á Íslandi.

Það sem fer hérna á eftir er samtal mitt á eyjan.is við mann sem er með falskan facebook prófil (allavegana mynd) og telur að ég sé einskynsnýtur maður vegna þess að ég er öryrki og lifi í dag á örorkubótum.

Ég verð mjög fegin þegar ég flyt aftur til Danmerkur á næsta ári. Þar sem ég verð laus við svona vitleysinga. Enda er það viðurkennt í dönsku þjóðfélagi að fólk ræður ekki alltaf stefnunni sem líf þeirra tekur. Öryrkjar eru í þeim hópi fólks. Enda kýs engin sér að verða öryrki eða óskar þess.

Uppfært: Þessi maður taldi nauðsynlegt að sína heiminum frekar fram á það hversu mikill hálfviti hann raunverulega er.

Örorkubætur og atvinnuleysisbætur

Eins merkilegt og það er. Þá hefur engin útskýrt fyrir mér, eða fært rök fyrir því afhverju örorkubætur skulu vera þær sömu eða næstum því þær sömu og atvinnuleysisbætur sem eru í eðli sínu tímabundnar hjá fólki. Sérstaklega þar sem að örorkubætur eru sjaldan tímabundnar hjá fólki sem langvinna sjúkdóma, óháð því hvernig viðkomandi sjúkdómar komu til hjá fólki. Örorka vegna slysa getur verið tímabundin eins og reikna má með. Það eru þó einu undantekningar þegar það kemur að örorkubótum.

Örorkubótakerfið er einnig byggt á uppbótum ýmisskonar. Heimilsuppbót er eingöngu fyrir þá sem búa einir og eru barnlausir. Það hækkar tekjunar hjá viðkomandi upp í 156.000 kr. rúmlega eftir skatta. Öryrkjar með börn fá hærri tekjur eins og reikna má með, en engu að síður ekki nægar tekjur til þess að getað rekið fjölskyldu almennilega og með sóma.

Það sem íslendingar gleyma eða einfaldlega kjósa að hunsa er sú staðreynd að fólk kýs ekki að verða öryrkjar. Það að verða öryrki er ekki val fólks. Heldur er þetta staðreynd lífsins sem fólk verður að takast við á hverjum degi. Engu að síður eru örykjar meðhöndlaðir á Íslandi eins og þeir hafi valið sér að verða örykjar með slæma heilsu, sjúkdóma, erfðasjúkdóma, einhverfu, Asperger heilkenni (sem ég er með og er á mörkum þess að vera einhverfa). Það er staðreynd að fólk kýs ekki að verða öryrkjar. Heldur er þetta bara það sem gerist og fólk verður bara að kljást við það.

Engu að síður þá virðist það vera stefnan á Íslandi að gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum lífið eins ömurlegt og hægt er. Þá með því að viðhalda þeim þjóðfélagshópi við fátæktrarmörk og helst að koma í veg fyrir að þeir geti bætt stöðu sína með nokkrum hætti. Þessi stefna er mjög gömul, mun eldri en fólk heldur. Upphaf þessar stefnu er að finna í hinu íslenska bændasamfélagi sem fór að þróast á Íslandi í upphafi 18 aldar. Þetta bændasamfélag kom í veg fyrir alla félagslega þróun á Íslandi og kom lengi vel í fyrir eðilega þróun samfélagslegrar trygginar í samfélaginu á Íslandi. Í dag eymir ennþá sterkt af þessum eldgömlu viðhorfum. Þar sem litið er á öryrkja og ellilífeyrisþega sem annars flokks borgara á Íslandi.

Þessu verður að breyta. Eins og svo mörgu öðru á Íslandi.