Mygluð íbúð í boði fyrir öryrkja og fátæka í Garðabæ

Þetta hérna er það sem fólki sem þarf að búa í félagslegum íbúðum í Garðabæ er boðið uppá. Þessi íbúð er ekkert annað en ónýt. Hversu ónýt veit ég ekki en þetta er ekki íbúðarhæft.


Skjáskot af Facebook pósti.

Mér bárust einnig þær upplýsingar (nafnlaust) kjölfarið á þessari deilingu (á facebook) að sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ vilji helst ekki hafa fólk sem þarf að búa í félagslegum íbúðum (öryrkja, fátækt fólk) innan síns sveitarfélags. Þannig að þeir hafa tekið upp á því að borga fátæku fólki og öryrkjum eingreiðslu eða nokkura greiðslna til þess að flytja úr Garðabæ yfir í nærliggjandi sveitarfélög (hvernig þetta dreifst veit ég ekki) svo að viðkomandi geti leigt sér þar íbúð (eingreiðslan nærð þá til trygginga á leiguíbúð annarstaðar). Hvar þetta er að finna í ársreikningi Garðabæjar veit ég ekki. Þetta virðist einnig vera afskaplega mikið leyndarmál þar sem ekkert er um þetta að finna á vefsíðu Garðabæjar.

Nágrannasveitarfélög Garðabæjar ættu að senda fyrirspurnir um þessar eingreiðslur sem fá fólk til að flytja frá Garðabæ. Enda er Garðabær að svíkjast undan lagalegum skyldum sínum með þessari hegðun gagnvart þeim sem búa í Garðabæ. Alveg óháð því hvort að viðkomandi er fátækur, öryrki eða bara venjulegur íbúi. Það er ljóst að félagslegt öryggi er ekkert í Garðabæ.

Frétt Rúv um svipaðan svepp á öðrum stað

Sveppurinn er stór viðvörunarbjalla

Grein uppfærð klukkan 21:23. Fréttatengli bætt við.

Starfsgetumat er kerfi til að viðhalda öryrkjum í sultarfátækt

Núna á að koma á starfsgetumati á íslenska öryrkja. Þetta kerfi á uppruna sinn í Bretlandi þar sem það var sett á til þess að spara Breska ríkinu peninga og þar er reglulega fólk dæmt hæft til vinnu þó svo að það sé á grafarbakkanum.

Íslenska kerfið yrði ekkert betra enda er hérna verið fara í það að spara íslenska ríkinu peninga með því að halda öryrkjum í sultarfátækt. Það er ekki í lagi að koma á slíku kerfi og ég fordæmi allar slíkar tilraunir gagnvart öryrkjum. Öll lög sem eru byggð á hugmyndafræði starfsgetumats eru og verða skelfileg og ber að koma í veg fyrir að slíkt verði að lögum á Íslandi. Enda er skilyrðislaus krafa í stjórnarskrá Íslands um stuðning við fólk sem er ekki fært um að stunda atvinnu til þess að hafa í sig og á. Örorkubætur eru hluti af velferðarkerfinu og það á ekki að skerða slíkar bætur með neinum hætti eins og gert er í dag.

76. gr.
[Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.] 1)

Stjórnarskrá Íslands

Fólkið sem hatar öryrkja – dýrkar hina ríku

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartar framtíðar og Viðreisnar heldur áfram baráttu sinni gegn fátækum íslendingum. Koma á starfsgetumati á öryrkja til þess að „draga úr útgjöldum“ vegna málaflokksins. Staðreyndin er hinsvegar sú að útgjöld til öryrkja á Íslandi eru lítil, ekki nema í kringum 98,3 milljarðar í heildina fyrir árið 2016 (sjá hérna). Þetta sama fólk vill einnig og hefur aukið skerðingar á tekjum öryrkja og ellilífeyrisþega með auknum tekjutengingum í gegnum ýmsa liði, þar á meðal húsleigubætur sem lækka ef fólk fer að vinna örlítið.

Sú hugmynd um að koma á starfsgetumati eins og það sem finnst í Bretlandi (þetta er komið þaðan) er skelfileg. Ekki eingöngu hefur þetta ekki sparað nein útgjöld í Bretlandi. Eitt af því sem hefur gerst er að þúsundir hafa dáið eftir að hafa verið dæmdir fullfrískir til þess að vinna (sjá frétt hérna). Árið 2015 voru 90 einstaklingar að deyja sem höfðu verið dæmdir frískir til þess að fara aftur á vinnumarkaðinn. Staðreyndin er að starfsgetumat er illa innrætt kerfi sem er hannað til þess að viðhalda fólki í fátæktargildru og jafnvel svipta það bótum sem það á rétt á og þetta er gert í nafni heilags sparnaðar á Íslandi og víðar.

Síðan er það staðreynd að á Íslandi eru skerðingar á örorkubótum svo miklar að ef öryrkjar fara að vinna þá er allt skorið af þeim og jafnvel rukkað til baka (sérstök framfærsluuppbót er ekki bara felld niður heldur einnig rukkuð til baka í heild sinni af Tryggingarstofnun í uppgjörinu árið eftir) ef öryrkjar leyfa sér að vinna eins og þeir geta. Slíkt er ekki að hvetja öryrkja til þess að fara á vinnumarkaðinn og finna sér vinnu þar sem fólk tapar einfaldlega á því að vinna (sjá hérna). Ef að ríkisstjórnin vill fá öryrkja á vinnumarkaðinn þá er besta leiðin að draga úr skerðingum á aukatekjum og koma í veg fyrir að fólk festist í viðjum fátæktar.

Sú lygaþvæla sem Vigdís Hauksdóttir og Ríkisendurskoðun hafði um bótasvik öryrkja verður einnig að leiðrétta. Það er nauðsynlegt að draga úr eftirlitsheimildum Tryggingarstofnunar og helst ætti að breyta örorkubótum í hefðbundin laun sem er ekki skert þó svo að fólk fái sér auka-vinnu ásamt því að vera á örorkubótum.

Þetta sama fólk sem hatast útí örorkja og fátæka dáir hina ríku og lækkar á þá skatta þessa dagana. Afleiðingin er sú að ríkið hefur minni pening til þess að vinna úr og slíkt eykur að jafnaði skuldsetningu og vaxtabyrði íslenska ríkisins á sama tíma. Íslenska ríkið getur ekki dregið úr fjölgun öryrkja, ástæðan er mjög einföld. Íslendingum fer fjölgandi og eru í dag í kringum 340.000 og af því eru öryrkjar alltaf ákveðið hlutfall af þjóðinni, stærri þjóð þýðir einfaldlega að fleiri einstaklingar verða öryrkjar, ekki endilega að þeim hafi fjölgað eitthvað sérstaklega eða undarlega á undanförnum árum. Allt tal um slíkt er tóm lygi og eingöngu ætlað að blekkja umræðuna um þetta málefni. Það er slík umræða sem ríkisstjórnin stendur í dag, með þeim afleiðingum að sú hugmynd er komin til almennings að öryrkjar vilji ekki vinna, sem er alrangt en hinsvegar gera skerðingar öryrkjum ekki fært að vinna eins og áður er nefnt.

Það er síðan önnur umræða að fyrirtæki á Íslandi eru almennt ekki mikið að ráða öryrkja til sín í vinnu. Það er einnig vandamál sem stjórnarliðar forðast að ræða í þessari umræðu.

Síðan er best fyrir almenning og öryrkja að sleppa því að kjósa í næstu kosningum framsóknarflokkinn, sjálfstæðisflokkinn, viðreisn og Bjarta framtíð. Þetta eru stjórnmálaflokkar sem hata fátæka og vilja ekkert fyrir þá gera. Þetta sama fólk dýrkar ríka fólkið, lækkar skatta og sendir síðan reikninginn af skattalækkunni til fátækasta fólksins á Íslandi.

Frétt Stundarinnar um þetta mál

Stjórnarliðar vilja fjölga öryrkjum á vinnumarkaði til að ná fram sparnaði

Difficult decisions

I have had to make the difficult decision on moving back to Iceland. This happens due to tax issue that I am having and I am going to have while on social welfare from Iceland and living in Denmark. This issue is going to result in me owing tax to the Danish state and as things are now and are going to be for the next few years, that debt would only grow up to amount for me that I would not be able to pay. Since it is going to take me at least up to 10 years to start my writing career properly in terms of income from that work. Since I don’t want to collect tax debt in Denmark (they are the worst) I have made the chose on moving back to Iceland. This was not something that I had planned, but it happened anyway. I plan on moving back to Iceland in December-2014, it is going to take me several months (if I am lucky) to get social apartment in Hvammstangi (where I used to live and where I am going to live, for now anyway). So I am going to try and keep my geophone network in working order properly updated (the images) while this is taking place.

The technical description of the tax issue that I am having

Here are the technical details of my tax issue.

Iceland pays out my social welfare. I pay tax on that income in Iceland. Just like if I was living there, with the exception is that I don’t pay any tax to municipality (far as I know) since I don’t live in one in Iceland.

Denmark: In Denmark I am taxed as normal Danish person. They minus the tax that I have already paid in Iceland from the total amount that I need to pay here in Denmark. The tax breaks down in following parts.

I pay health care tax.
I pay tax to the Danish state
I pay tax to the municipality that I live in.

This amounts to around 900 DKK that I need to pay extra each month (total amount divided by 12 months) and it is just too much for me. I can’t afford this and the amount in terms of tax debt would just build up over the years until something bad would happen when the Danish state would finally take action against me. So out of the options that I had to make. I decided to move back to Iceland until such time that I have enough income on my own to live in Denmark and to have that income only taxed in Denmark and nowhere else. This is going to take me up to 10 years as I mentioned above. At least I now know what does not work when moving between countries and this clearly is one of the thing that does not work at all for me.

I don’t take this decision easily, since I like it where I am now. But I need to be able to afford to live in Denmark and for the moment I can’t afford it. I have now been struggling for two years now living in Denmark and that on it’s own has taken it’s toll on me. This was the last straw for me. It does cost a lot of money moving back to Iceland (I have to get a loan from my parents to cover part of that cost, that is around 2000€), but it is at least better than what alternative that I am facing if I stay in Denmark.

I plan on moving back to Denmark once my income matters are clear and stable and not based on social welfare. It is just going to take a good while until that goal is reached.

Updated: I am not going to be moving back to Denmark. I am now going to be moving to Azores Islands (Portugal) instead. The island that I have chosen moving to is the island of Flores, Azores Islands. When this move is going to happen I don’t know yet. Since I have to meet my income requirements before I move to Flores, Azores Islands. I won’t be moving there while living off social welfare from Iceland, it just is not possible to do so and too high risk (in terms of financially) for me to do so.

Update 2: This is just a plan. It might not work out due to one change or something might happen that I am not aware of today. So in 10 years time I am going to see if that I can move to Flores, Azores Islands. If I like it there, I am going to move there. I don’t expect anything else but to like it there. I however never know.

Update 3: So I just found out today that I can’t imagine to live somewhere else then in Padborg / Bov area. I still have be able to afford it. At the moment I can’t afford it. So I am going to move back here once I can afford it. That is going to take some 10 years at the longest in my estimate.

Update 4: I now don’t expect to be moving back to Denmark. As recent events in Iceland have showed me, it is difficult to monitor them from distance at the level I want to.

Post updated on 23-July-2014 at 15:37 CEST.
Post updated on 23-July-2014 at 15:44 CEST.
Post updated on 23-July-2014 at 15:47 CEST.
Post updated on 25-July-2014 at 13:18 CEST.
Post updated on 27-July-2014 at 13:17 CEST.
Post updated on 29-July-2014 at 17:51 CEST.
Post updated on 22-August-2014 at 21:06 CEST.

Félagsmálaráðherra lýgur í fjölmiðlum um niðurfellingar skerðingja á kjörum öryrkja

Það er alveg ótrúlegt að sjá hvernig framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn er að svíkja kosningaloforðin þessa dagana á undan öllu því sem þeir lofuðu upp í ermina á sér í kosningabaráttunni, og unnu kosninganar útá þau loforð. Núna í kvöldfréttum Rúv þá segir Eygló Harðardóttir að þau séu að gera það sem þau lofuðu. Þetta er ekkert annað en haugalygi, vegna þess að þetta er ekki þau sem þau lofuðu, þessar aðgerðir eru mjög langt frá því sem stjórnarflokkanir lofuðu að gera í kosningabaráttunni.

Það þarf ekki að leita lengi til þess að sjá að þessar lagabreytingar voru ekki það sem stjórnarflokkanir lofuðu í kosningabaráttunni. Þetta kemur mér lítið á óvart, þar sem ég bjóst við að allt yrði svikið eins og raunin hefur verið. Það eina sem hefur ekki verið svikið er að stöðvun aðildarviðræna Íslands við Evrópusambandið, kaupfélagsdrengurinn frá Sauðárkróki sem núna er Utanríkisráðherra sá vandlega til þess.

Fréttir þar sem stjórnarflokkanir lofa að fella niður skerðingar til öryrkja á Íslandi

Leiðrétta kjör öryrkja og aldraðra strax (Rúv.is 25-Maí-2013)
Fundur með Landssambandi eldri borgara (Eygló Harðardóttir (blog.pressan.is, 26-Maí-2013)
Hyggst afnema skerðingar (Mbl.is, 26-Maí-2013)
Bótaþegar fái skerðingar bættar (Rúv.is, 11-Maí-2013)
Skerðingar frá 2009 afturkallaðar (mbl.is, 23-Maí-2013)
Félagsmálaráðherra lofar kjaraleiðréttingu til öryrkja (Öryrkjabandalag Íslands, 28-Maí-2013)

Sumir vilja banna öryrkjum að hafa skoðun í íslensku samfélagi

Það virðist sem að það sé raunverulega til hópur af fólki á Íslandi sem vill koma í veg fyrir að öryrkjar og aðrir sem ekki eru fullir heilsu fái að hafa sína skoðun á málefnum líðandi stundar. Þessu fólki finnst að öryrkjum og öðrum sem ekki eru fullir heilsu eigi ekki að hafa skoðun vegna þess að þeir eru á framfærslu ríkisins á örorkubótum og þar að leiðandi skattgreiðendum. Eins og allir þeir sem vilja vita. Þá eru hvorki örorkubætur eða ellilífeyrisbætur mjög háar og duga oft á tíðum varla fyrir nauðsynlegustu nauðsynjum á Íslandi.

Það sem fer hérna á eftir er samtal mitt á eyjan.is við mann sem er með falskan facebook prófil (allavegana mynd) og telur að ég sé einskynsnýtur maður vegna þess að ég er öryrki og lifi í dag á örorkubótum.

Ég verð mjög fegin þegar ég flyt aftur til Danmerkur á næsta ári. Þar sem ég verð laus við svona vitleysinga. Enda er það viðurkennt í dönsku þjóðfélagi að fólk ræður ekki alltaf stefnunni sem líf þeirra tekur. Öryrkjar eru í þeim hópi fólks. Enda kýs engin sér að verða öryrki eða óskar þess.

Uppfært: Þessi maður taldi nauðsynlegt að sína heiminum frekar fram á það hversu mikill hálfviti hann raunverulega er.

Búsetan á Íslandi

Það styttist í það að ég flytji aftur til Íslands. Þar sem það gekk ekki hjá mér að flytja til Danmerkur. Þá aðalega vegna þess að kjör öryrkja á Íslandi eru mjög léleg og í raun binda þá við búsetu á Íslandi. Þannig hefur þetta alltaf verið á Íslandi og mun seint breytast.

Búseta mín á Íslandi verður þó stutt í þetta skiptið, ekki nema að hámarki tíu ár og í stysta lagi ekki nema fimm ár. Þegar þessi ár eru liðin þá ætla ég mér að flytja aftur erlendis. Í það skiptir verður það varanlegt og með nægjanlegum tekjum til þess að búa erlendis. Enda ætla ég að nota þessi ár vel á Íslandi og tryggja tekjur mínar til lengri tíma. Enda hef ég ákveðið það að verða rithöfundur að atvinnu. Það er þó alveg ljóst að ferill minn sem rithöfundur verður ekki byggður á einni nóttu. Þannig að tíma mínum á Íslandi verður varið í að skrifa bækur og vera í skóla. Ég ætla mér ekki að gefa út á Íslandi sérstaklega. Heldur ætla ég mér að gefa út e-bækur og gefa þær sjálfur út í gegnum Amazon Kindle og Smashwords.

Ástæða þess að ég kýs að búa erlendis er mjög einföld. Samfélagið á Íslandi er eitt það óheilbrigðasta sem ég veit um á plánetunni Jörð. Spilling, klíkur og ættartengsl sem ráða því hverjir fá hvað og hvenær er eitthvað sem ég vil og hef ekki áhuga á að taka þátt í. Þó fara verst þeir einstaklingar úr hinu íslenska samfélagi sem þora að gagnrýna það. Hótanir um starfsmissi og annað slíkt eru ennþá í gangi ef fólk vogar sér að koma með óþægilega gagnrýni á störf stjórnmálaflokka (óháð stjórnmálaflokkum) eða einstaklinga sem eru mikilvægir hinum íslensku stjórnmálaflokkunum. Efnahagshrunið á Íslandi hefur ekki breytt neinu þar um, enda hafa íslendingar almennt ekki lært neitt af því.

Síðan er það óhjákvæmileg staðreynd að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn munu komast aftur til valda á Íslandi. Ég er eiginlega alveg viss um það muni gerast strax í næstu kosningum á Íslandi sem verða eftir rúmlega 2 tvö ár. Breytir þó engu að þessir tveir stjórnmálaflokkar séu ábyrgðarmenn að efnahagshruninu á Íslandi og allri þeirri spillingu og svindli sem þá var stundað með þeirra samþykki og vilja.

Þegar þessir tveir stjórnmálaflokkar komast til valda á Íslandi. Þá verður aðildarumsókn Íslands að ESB stöðvuð (fryst, en ekki afturkölluð) um leið og þeir taka við völdum. Enda hugsa þessir stjórnmálaflokkar eingöngu um sérhagsmuni, en ekki hagsmuni almennings á Íslandi. Ég persónulega nenni ekki að búa í landi þar sem svoleiðis hugsunarháttur er álitin eðlilegur og nánast náttúrulögmál sem ekki er hægt að breyta.

Síðast en ekki síst. Þá nenni ég ekki að búa á Íslandi þegar allt hrinur aftur eftir óstjórn sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Vegna þess að þetta er það sem mun gerast á Íslandi. Enda hefur sagan endurtekið sig á Íslandi talsvert oft undanförnum áratugum. Sagan mun endurtaka sig eins oft og þarf á Íslandi á meðan íslendingar læra ekki neitt af því sem gerst hefur. Ég er ekkert voðalega bjartsýnn á því að það muni gerast á næstu áratugum. Vegna þess að margir íslendingar telja það vera góðan mannkost að vera eins þrjóskur og hægt er, og síðan að vera eins þvert og mögulega hægt er. Einnig sem það er talið til mikilla mannkosta á Íslandi að skipta helst aldrei um skoðun. Jafnvel þó svo að skoðun viðkomandi sé jafnvel kolröng og byggi ekki á neinu nema lygaþvaðri sérhagsmunahópa og spilltra einstaklinga.

Ég er búinn að ákveða það að ég vil ekki búa í þannig samfélagi. Enda sé ég fram á það að íslenskt samfélag mun ekki breytast í samfélag sem ég get búið í á næstu 30 til 50 árum. Enda hafa íslendingar haft næg tækifæri undanfarna áratugi til þess að breyta samfélaginu til hins betra og gera það manneskjulegra. Þess í stað ákváðu íslendingar sem samfélag að fara stíg öfgamannana til hægri og breyta íslensku samfélagi þar sem að hörð stéttarskipting ræður för, ofan í þetta hefur síðan verið bætt almennu hatri á allt það sem útlenskt er (gildir þá einu að íslendingar séu algerlega háðir aðföngum erlendis frá. Þessi málflutningur þjónar sérhagsmunaöflunum alveg ágætlega og hefur alltaf gert það).

Nei, frekar vil ég búa erlendis og hafa alvöru tekjur í alvöru gjaldmiðlum. Þessir gjaldmiðlar verandi Bandaríkjadollar (Amazon, Smashwords), Pundum (Amazon UK) og síðan Evru (Amazon, Google). Ég mun auðvitað hafa tekjur í öðrum alvöru gjaldmiðlum þegar fram líða stundir. Það sem verður þó mest um vert að ég verða ekki með tekjur í íslenskum krónum þegar ég er búinn að tryggja það að ég hafi nægar tekjur til þess að hafa í mig og á.

Þetta þýðir auðvitað að ég mun hætta á örorkubótum þegar fram líða stundir. Hinsvegar er ég bara fyllilega sáttur við þá niðurstöðu. Þangað til verður þetta hinsvegar bölvuð kvöl og leiðindi eins og þetta hefur verið hjá mér undanfarin ár á örorkubótum. Það sem skiptir þó máli er sú staðreynd að ég hef ákveðið að breyta þessu og það mun enginn taka það frá mér. Sérstaklega ekki íslenskt samfélag sem heldur öryrkjum niðri í þjóðfélaginu með fátækt og fyrirlitningu.

Ég hef fengið nóg og hef ákveðið að standa fyrir sjálfum mér. Alveg óháð því hvert álit fólks er á mér og minni fötlun (Aspergers heilkenni). Öðruvísi mun ég ekki komast áfram og losna úr þessari fátæktargildru sem ég hef setið fastur í undanfarin ár.

Það eru örugglega margir sem velta því fyrir sér hvert ég ætla að flytja erlendis þegar þeir enda við að lesa þessa blogg-færslu. Þar sem að Danmörk gekk ekki upp hjá mér (og ég var ekkert að finna mig hérna í Danmörku). Ég er að spá í að flytja til Spánar næst. Hvort að það verður endanleg niðurstaða hjá mér á eftir að koma í ljós. Mér þykir þó líklegt að það muni takast. Ég ætla þó að búa fjarri íslendingabyggðum á Spáni flytji ég þangað.

Örorkubætur og atvinnuleysisbætur

Eins merkilegt og það er. Þá hefur engin útskýrt fyrir mér, eða fært rök fyrir því afhverju örorkubætur skulu vera þær sömu eða næstum því þær sömu og atvinnuleysisbætur sem eru í eðli sínu tímabundnar hjá fólki. Sérstaklega þar sem að örorkubætur eru sjaldan tímabundnar hjá fólki sem langvinna sjúkdóma, óháð því hvernig viðkomandi sjúkdómar komu til hjá fólki. Örorka vegna slysa getur verið tímabundin eins og reikna má með. Það eru þó einu undantekningar þegar það kemur að örorkubótum.

Örorkubótakerfið er einnig byggt á uppbótum ýmisskonar. Heimilsuppbót er eingöngu fyrir þá sem búa einir og eru barnlausir. Það hækkar tekjunar hjá viðkomandi upp í 156.000 kr. rúmlega eftir skatta. Öryrkjar með börn fá hærri tekjur eins og reikna má með, en engu að síður ekki nægar tekjur til þess að getað rekið fjölskyldu almennilega og með sóma.

Það sem íslendingar gleyma eða einfaldlega kjósa að hunsa er sú staðreynd að fólk kýs ekki að verða öryrkjar. Það að verða öryrki er ekki val fólks. Heldur er þetta staðreynd lífsins sem fólk verður að takast við á hverjum degi. Engu að síður eru örykjar meðhöndlaðir á Íslandi eins og þeir hafi valið sér að verða örykjar með slæma heilsu, sjúkdóma, erfðasjúkdóma, einhverfu, Asperger heilkenni (sem ég er með og er á mörkum þess að vera einhverfa). Það er staðreynd að fólk kýs ekki að verða öryrkjar. Heldur er þetta bara það sem gerist og fólk verður bara að kljást við það.

Engu að síður þá virðist það vera stefnan á Íslandi að gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum lífið eins ömurlegt og hægt er. Þá með því að viðhalda þeim þjóðfélagshópi við fátæktrarmörk og helst að koma í veg fyrir að þeir geti bætt stöðu sína með nokkrum hætti. Þessi stefna er mjög gömul, mun eldri en fólk heldur. Upphaf þessar stefnu er að finna í hinu íslenska bændasamfélagi sem fór að þróast á Íslandi í upphafi 18 aldar. Þetta bændasamfélag kom í veg fyrir alla félagslega þróun á Íslandi og kom lengi vel í fyrir eðilega þróun samfélagslegrar trygginar í samfélaginu á Íslandi. Í dag eymir ennþá sterkt af þessum eldgömlu viðhorfum. Þar sem litið er á öryrkja og ellilífeyrisþega sem annars flokks borgara á Íslandi.

Þessu verður að breyta. Eins og svo mörgu öðru á Íslandi.