Kjaftæðið nær nýjum hæðum í Bændablaðinu

Í grein núna sem er í Bændablaðinu er skrifað um gervivísindi og rafmagn. Það er einnig mjög hættulegt sem þessi maður virðist mæla með. Fyrsti hluti greinarinnar er svona meiri og minna réttur og þá eingöngu þeir hlutar sem snúna að jarðtengingum húsa þar sem rafmagn er tekið inn. Þessar tengingar eru alltaf til staðar alveg óháð því hvort að um er að ræða þriggja fasa rafmagn eða eins fasta rafmagn. Þarna er líka talað um rafmagn í lofthjúpnum sem er rétt hugtak en útskýring viðkomandi er röng. Vandamálið við greinina er það að hún blandar saman raunverulegum vísindum ofan í bull til þess að réttlæta kjaftæðið sem viðkomandi er að selja fólki.

Um rafmagn í lofthjúpnum þá stendur þetta hérna í Wikipedia. Þetta eru alvöru kraftar en fólk verður ekki veikt af þeim nema það fái eldingu í sig. Ástæðan er sú að mótstaða í lofthjúpnum er svo mikil að þessi straumur getur ekki haft áhrif á fólk, dýr og plöntur. Áður en það gerist þarf rafmagnið að komast yfir mótstöðu lofthjúpsins.

The voltages involved in the Earth’s circuit are significant. At sea level, the typical potential gradient in fair weather is 120 V/m. Nonetheless, since the conductivity of air is limited, the associated currents are also limited. A typical value is 1800 A over the entire planet.

Global atmospheric electrical circuit (Wikipedia), Atmospheric electricity (Wikipedia)

Fullyrðingar um jarðstraum eru einnig ruglandi og ekki endilega alltaf staðreyndalega réttar. Þetta er straumur sem er alltaf til staðar og er almennt ekki hættulegur og svo sannarlega gerir fólk ekki veikt. Vandamálið með jarðstrauminn og strauminn í lofthjúpnum kemur mest fram þegar mikil sólarvirkni á sér stað sem þrýstir á segulsvið jarðar. Slíkt getur valdið straumsveiflum og slegið út rafmagnskerfum og brennt yfir spennustöðvar í stórum rafkerfum.

Í greininni er talað um mínusjónir og annað slíkt eins og það hafi áhrif á heilsu fólk. Þetta er allt saman kjaftæði og stenst ekki neina skoðun. Hús tapa ennfremur ekki rafeindum vegna þess að ekkert í náttúrunni getur tapað rafeindum. Það er ekki þannig sem þær virka. Þarna byrjar kjaftæðið og það er mikið af því. Þarna er talað um að hús missi lausar rafeindir en það gerist ekki, þar sem það er ekki vísindalega hægt að slíkt gerist. Þetta einfaldlega virkar ekki þannig. Síðan eru flökkustraumar ekki til, þetta orð er skáldskapur og allt sem tengist því er skáldskapur. Ef að það væri 2A straumur í blöndunartækjum húsa þá væru margir sem hefðu látist af slíku, þar sem það þarf eingöngu 100mA til þess að valda hjartaáfalli í fullorðinni manneskju.

Orðið “Galvanó áhrif” er uppspuni. Það er svipað orð á ensku en það hefur með tannviðgerðir að gera. Í greininni eru nokkrar myndir, þar er straummælir notaður rangt þar sem hann á að sýna meintan rafstraum í blöndunartæki (01.2A eða 1,2mA) og síðan við jarðtengingu (sem enginn straumur fer um) og þar sést 09.9A eða 9,9mA. Stillingin á mælinum er 200A sem þýðir að hann sýnir eingöngu straum upp að 200 Amaper. Síðan virðist sem að húsasótt sé uppskáldaður sjúkdómur til þess að geta selt fólki kjaftæðislausnir sem hafa aldrei virkað og munu aldrei virka.

Sé flett upp á Valdemar Gísli Valdemarsson á internetinu þá kemur í ljós að maðurinn er að selja fleira ný-aldarkjaftæði til fólks með rándýrum kostnaði (gott dæmi er að finna hérna). Lausnir sem virka ekki og munu aldrei virka. Ef fólk heldur að eitthvað sé að rafmagninu hjá sér þá á það að fá alvöru rafmagnsfræðing til þess að komast að því hvað er að gerst. Segulsvið hafa ennfremur engin áhrif á fólk og hefur aldrei haft áhrif á fólk. Síðan kemur einnig í ljós að maðurinn er skólastjóri fyrir skóla þar sem kennd er rafmagnsfræði fyrir framtíðar rafvirkja. Það er ekki hægt að samþykkja slíka stöðu á meðan þessi maður er að svindla á fólki með þessum hætti sem hann augljóslega gerir. Svona fólk á heima í fangelsi fyrir svindl og blekkingar.

Hérna er greinin á vefsíðu Bændablaðsins. Ég set tengill á greinina sem heimild, flest allt sem kemur fram í þessari grein er kjaftæði eins og fer yfir hérna að ofan. Fyrir utan nokkur atriði sem eru bara grunn atriði í rafmagnsfræðum.

Rangfærslur um iðnaðarsalt

Það eru margar rangfærslunar sem núna eru settar fram í umræðunni um iðnaðarsaltið sem hefur verið notað í íslensk matvæli síðustu 13 ár (notkunin hófst árið 1999). Það er vissulega rétt að saltið sem slíkt er ekki vandamál. Heldur er vandamálið hérna þau aukaefni sem fylgja iðnaðarsaltinu. Magn þessara aukaefna er frá því að vera ekki neitt yfir í því að vera margfalt það magn sem leyfilegt er. Það er engin leið að vita fyrirfram hversu mikið magn þessara aukaefna er. Nema þá með því að prufa alla pokana í sendingunni. Geymsluaðferð iðnaðarsalts er ennfremur önnur að salts sem ætlað er til matvælaframleiðslu. Í slíkum geymslum er hætta á að mengun berist í saltið, kannski ekki í miklu magni en engu að síður til þess að valda vandræðum við endurtekið át á slíku salti í matvælum. Í iðnaðarfamleiðslu er þetta ekki vandamál, þar sem þessi aukaefni eru fjarlægð í seinni stigum framleiðsluferlisins áður en endanleg vara tilbúin fyrir neytandan.

Í iðnaðarsalti geta verið efni sem valda krabbameini, hormónavandræðum, efnaskiptavandræðum, ófrjósemi og fleira í þeim dúr. Hvenar og hversu alvarleg þessi áhrif verða koma kannski ekki í ljós fyrr en eftir 10 til 20 ár í viðbót, með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenskt samfélag. Eitthvað af áhrifum af notkun þessa iðnaðarsalts eru væntanlega komin fram nú þegar. Þó svo að ég geti ekki sagt til um hvað það er. Slíkt er lækna að finna út með viðeigandi rannsóknum.

Viðhorf eins og þau sem Vígdís Hauksdóttir hefur uppi um að þetta mál sé notað til þess að tala niður íslenska framleiðslu eru ennfremur til skammar. Staðreyndin er sú að þegar þetta fréttist almennilega erlendis. Þá verður skaðinn af því mikill og mun vara til lengri tíma. Enda er ljóst að matvælaútflutningur íslendinga mun verða tortryggður eftir þetta mál kom upp. Enda er matvælaeftirlit ekkert grín í Evrópu. Þar er það full alvara og tekið föstum tökum á lögbrjótum.

Það eina rétta fyrir þau fyrirtæki sem hafa notað þetta salt í matvælaframleiðslu er að innkalla allar þær vörur sem voru framleiddar með þessu iðnaðarsalti.

Grasalæknar eru svindlarar

Það þarf enginn að standa í vafa um það að grasalæknar eru svindlarar. Vörunar frá þeim hafa nákvæmlega enga virkni og hafa aldrei haft. Fólk getur ennfremur aldrei verið öruggt um að þær vörur sem það lætur ofan í sig séu ekki hættulegar heilsu þess. Núna er bannað samkvæmt lögum í ESB og á EES svæðinu að grasalæknar geti fullyrt um hvaða áhrif þessi lyfleysa grasalæka hafi áhrif á fólk. Þessu mótmæla grasalæknar á Íslandi samkvæmt frétt Rúv núna í kvöld.

Hérna er gott myndband sem útskýrir afhverju grasalæknar eru svindlarar og munu alltaf verða svindlarar.