Fólk á Íslandi kaupir tónlist og kvikmyndir af Amazon (og svipuðum vefsíðum)

Það er ótrúlegt að hlusta á viðtalið á Bylgjunni við talsmann STEF á Íslandi. Þar er öllum rangfærslum söluaðila (ekki höfunda) er spilað fram af fullum krafti. Áskrift að tónlist.is er ekkert nema leiga á tónlist og margt fólk hreinlega neitar að leigja tónlist af vefsíðum eins og tónlist.is. Síðan er það áhugaverð staðreynd að STEF og Smáís hafa kerfisbundið komið í veg fyrir opnun vefsíða eins og Netflix, Amazon (myndbandaleigunar) og fleiri á Íslandi. Síðan er það staðreynd að fólk kaupir sjónvarpsseríur og tónlist af vefsíðum eins og Amazon í staðin fyrir að versla þetta efni í íslenskum okurverslum.

Síðan má einnig minna á þá staðreynd að STEF fær tekur af öllum seldum búnaði, geisladiskum, dvd diskum þar sem hægt er að geyma eða vista gögn. Það breytir engu þó svo að viðkomandi gögn séu alltaf eign viðkomandi höfunda. Þetta eru margar milljónir á ári sem STEF og Smáís hafa þarna í tekjur til þess að bæta höfundum upp það tekjutap sem þeir verða fyrir vegna niðurhals. Hvort að höfundar fá þennan pening er hinsvegar annað mál. Enda hefur STEF reynst vera afskaplega sniðugt og úrræðafullt í að halda þessum tekjum eins langt frá höfundum og hægt er.

Ég mæli síðan með því að fólk berjist gegn íslenskri okurverslun og kaupi sína tónlist og kvikmyndir af vefsíðum eins og Amazon UK. Þannig er hægt að lækka verðið á Íslandi (vonandi á endanum) og tryggja þannig hag íslenskra neytenda í þessu máli.


Með því að kaupa í gegnum þennan tengil ertu einnig að styrkja mig. Takk fyrir stuðninginn.

Hin gjörspilltu samtök höfundarrétthafa

Það er til marks um heimsku og þröngsýni samtaka eins og STEF og Smáís að núna ætla þau sér að fara láta vefsíðum á internetinu eftir þeirra hentugleika. Allt saman er þetta að Bandarískri fyrirmynd, þar sem að samtök höfundarrétthafa (stórfyrirtækja, ekki einstakra höfunda) hafa verið að reyna koma svipaðri löggjöf í gegnum Bandaríska þingið, en gengur illa (kallast SOPA og PROTECT IP Act). Eins og í Bandaríkjunum er krafan sú að aðgangi vefsíðum verði lokað. Þá án réttmætar málsmeðferðar eða sönnunargagna.

Það er þó ennfremur bara staðreynd að svona aðgerðir munu ekki virka, og munu frekar hvetja til þess að DNS kerfi sem er ekki undir stjórn ICANN verði almennilega komið á lagginar. Þá munu svona lokanir hafa nákvæmlega ekkert vægi og þjóna nákvæmlega engum tilgangi. Enda munu hinir betur að sér í tölvum og internetinu komast þangað sem þeir vilja án nokkura vandamála. Það er ennfremur sannað og hefur sýnt sig að þetta virkar ekki og mun aldrei gera það. Enda notar margir í dag Google DNS og OpenDNS, sem gera svona lokanir gjörsamlega tilgangslausar með öllu. Enda er ekki hægt að loka á IP tölur. Þar sem margar vefsíður eru oft hýstar á sömu IP tölunni.

Þetta hefur einnig verið reynt í Danmörku, Finnlandi og fleiri Evrópulöndum. Niðurstaðan er alltaf sú sama. Þetta hefur engin áhrif á niðurhal. Hvorki á tónlist, kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Það sem hefur hinsvegar áhrif á þetta er þegar löglegir og almennilegir möguleikar koma fram sem bjóða fólki að kaupa þetta efni löglegt og nota það án takmarkana (DRM)

Höfundarétthafa hafa haldið því fram undanfarin rúmlega 100 árin að allar tækniframfair sem hafa komið fram á þessum tíma sé að drepa tónlist. Þessu hafa líka kvikmyndaframleiðendur haldið fram eftir að sú tækni kom fram. Allt frá myndbandstækjum og yfir í skrifanlega dvd diska áttu að drepa þetta listform með öllu. Staðreyndin er hinsvegar sú að dreifingarfyrirtækin og framleiðendur hafa oft á tíðum ekki grætt meira á nýrri tækni en sem nemur tapinu af þessu efni. Það er ennfremur staðreynd að hlutafallslega lítið af því efni sem er framleitt skilar hagnaði. Ástæðan er auðvitað sú að þessi markaður er tiltölulega mettaður og endurnýjun er mjög hröð þar að auki. Reikna má með að efni skili hagnaði eingöngu næstu fimm ár eftir útgáfudag (mitt eigið mat). Eftir það þá fellur hagnaður gífurlega, en kostnaður af útgáfu minnkar einnig eftir því sem minna er framleitt af viðkomandi tónlist, sjónvarpsþáttum eða kvikmynd. Engu að síður þá er hagnaður af því efni sem framleitt er og skilar hagnaði gífurlegur.

Mest af þessum hagnaði fer ekki til listamanna, tónlistarmannana og kvikmyndargerðarmannana. Flest af þessu fer beint til stórfyrirtækjana sem hirða mest af þessu upp í „kostnað“ og skilja síðan við sjálfa listamennina slippa og snauða eftir tónlist eða kvikmyndir (eða þættir) tapa vinsældum eins og mun gerast með allt það efni sem framleitt er. Eini hópurinn sem ég hef séð að hefur ekki farið þessa leið eru rithöfundar, sem hafa notað tæknina sér til framdráttar. Enda gefa margir út sitt efni sjálfir í e-bókarformi og fá því hagnaðin beint í sinn eigin vasa.

Það er óumflýjanleg staðreynd að aðferðir STEF og Smáís er röng. Þetta mun ekki virka og hefur ekki gert það hingað til. Allt tal þessara aðila um að ný tækni sé að drepa þessa miðla er tóm þvæla, og hefur verið það síðustu 100 árin.

Nánar.

Radio Is Killing Music (techdirt.com)
Making a Profit in Music: The Mick Jagger Meme and More (artandavarice.com)