Þjófnaður á hafi úti

Morgunblaðið segir frá því að skipverjar á Sea­bed Constructor hafi verið byrjaðir á því að rífa flakið af Mind­en. Það eru umtalsverð verðmæti í þeim málmi sem er í skipinu (stál og öðru slíku) og undanfarna mánuði hefur það gerst að kafbátar og herskip hafi verið fjarlægð ólöglega af hafsbotnum í kringum eyjuna Jövu og víðar. Stjórnvöld í Indónesíu segjast ekkert geta gert, sem er auðvitað tómt kjaftæði. Það virðist sem að hver svo sem leigði rannsóknarskipið Sea­bed Constructor hafi ætlað sér að ræna skipinu af hafsbotni og selja í brotajárn fyrir hagnað.

Það hefur ekki ennþá komið fram (svo ég hafi tekið eftir) hver var þarna á ferðinni. Íslensk stjórnvöld eiga hinsvegar að fara í mál við viðkomandi og kæra hann fyrir þjófnað og skemmdarverk á fornminjum á hafsbotni og krefjast gríðarhárra skaðabóta. Að öðrum kosti eiga íslensk stjórnvöld að láta stjórnvöld í Þýskalandi vita af málinu svo að þau geti hafið lagaferli gagnvart viðkomandi einstaklingum eða fyrirtæki sem stóð að þessu (í því tilfelli ef umrætt skip er eign þýska ríksins samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum).

Frétt The Guaridan um svipað mál.

Wartime shipwrecks are being illegally salvaged. Are we powerless to stop it?

Frétt Morgunblaðsins.

Voru byrjaðir að rífa flakið

Siðleysið í íslensku samfélagi

Það er alveg stórmerkilegt hversu mikið siðleysi þrífst í íslensku samfélagi. Þetta sést best á handahófskenndum þjófnaði sem er stundaður á Íslandi. Hérna á ég auðvitað ekki við skipulagað glæpastarfsemi, sem meðal annars leggur skiplega á ráðin innbrot inn í bíla og hús fólks.

Hérna er ég að tala um glæpi fólks þar sem lausum hlutum er stolið þar sem til þeirra sést. Gott dæmi um þetta er sá þjófnaður sem Ómar Ragnarsson varð fyrir núna og hann lýsir í bloggfærslu á blogginu sínu. Svona þjófnaður er mjög dæmigerður fyrir það siðleysi sem þrífst í íslensku þjóðfélagi. Það segir mikið um íslenskt þjóðfélag og hvernig er litið á annara manna eigur ef að fólk getur ekki látið hluti frá sér í þéttbýli án þess að þeim sé stolið samdægurs.

Það er ekki lögmál að hlutinir eigi að vera svona. Þetta er slæm þróun á Íslensku þjóðfélagi og þetta þarf ekki að vera svona. Þetta hefst auðvitað allt saman hjá börnunum og foreldrum þeirra. Þar er ýtt undir að þessi hegðun sé áltin eðlileg og samþykkt í þjóðfélaginu. Eitthvað sem er rangt og gengur í raun ekki upp. Þar sem þjófnaður á hlutum fólks á ekki að vera samfélagslega samþykkt hegðun. Eins og virðist vera raunin á Íslandi hjá ákveðnum hópum innan þjóðfélagsins. Lagabókstafurinn hefur lítið með þetta að gera.

Það er mín tilfinning að á Íslandi sé ég miklu óöruggari með mig, og mitt dót en á Íslandi heldur en í Danmörku. Þó er Danmörk talsvert stærra (í Danmörku búa 5.5 milljónir en aðeins 320.000 búa á Íslandi) þjóðfélag heldur en hið íslenska. Glæpir eiga sér auðvitað stað í Danmörku eins og á Íslandi. Það er hinsvegar bara mun minna þol gegn slíku í Danmörku og Evrópu almennt en á Íslandi.