Krafin um lífsvottorð

Núna hefur Trygginarstofnun tekið upp á því að krefja mig um lífsvottorð. Ég veit ekki hvort að aðrir örykjar sem eru búsettir erlendis hafi fengið þetta bréf eins og ég gerði. Ég mun auðvitað skila þessu inn til Trygginarstofnunar á Íslandi þar sem þeir biðja um þetta, síðan mun ég kvarta til Umboðsmanns Alþingis. Þar sem engin lagaheimild er fyrir Tryggingarstofnun á Íslandi til þess að krefja mig um þessi gögn að óskekju, einnig sem að norðurlöndin senda dánartilkynningar sín á milli, samkvæmt samningum varðandi slík mál.

Ef að ég skila ekki inn þessum gögnum, þá mun Tryggingarstofnun stöðva öryrkjagreiðslur til mín þann 1. Október, þannig að hérna er ég milli steins og sleggju. Þannig að ég næ í gas skeran og leysi þetta mál þannig.

Síðan er það kostulegt í bréfinu að ef ég vilji nú fá frekari upplýsingar um þetta. Þá geti ég haft samband við Trygginarstofnun í síma eða með tölvupósti. Mig grunar að fólkinu sem vinnur á Tryggingarstofnun hafi eflaust ekki dottið það í hug að ef ég er kominn í jörðin og er rotnandi þar í rólegheitum, þá muni ég hvorki hafa samband með tölvupósti eða síma. Síðan hef ég ennfremur haft samband við Tryggingarstofnun og sent þeim danska skattframtalið mitt á síðustu mánuðum. Það er því með öllu óskiljanlegt afhverju Tryggingarstofnun skuli vera að krefja mig um lífsvottorð, og án þess að hafa lagaheimild til þess að byrja með.

Síðan hefði Trygginarstofnun einfaldlega geta haft beint samband við yfirvöld hérna í Danmörku til þess að fá stöðu mína staðfesta. Slíkt er hinsvegar augljóslega of mikið verkefni fyrir þessa stofnun að standa í slíkum málum. Þann dag sem ég hætti á örkubótum mun ég verða afskaplega fegin, enda verð ég þá laus við svona vitleysu í eitt skipti fyrir öll. Því miður eru nokkur ár í að það muni gerast. Þangað til þarf ég hinsvegar að lifa með þessari vitleysu sem kemur frá íslenska ríkinu.

Uppfærsla 1: Samkvæmt frétt Rúv frá árinu 2011. Þá er samkomulag í gildi á milli norðurlandanna um dánartilkynningar. Í því ljósi verður þessi krafa Tryggingarstofnunar ennþá kjánalegri og heimskulegri. Þar sem Danmörk er ennþá hluti af norðurlöndunum síðast þegar ég vissi til.

Bloggfærsla uppfærð þann 18.05.2013 klukkan 19:21 UTC.

Ábending til Tryggingarstofnunar og Þjóðskrá

Í dag fékk ég bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem var byggt á tölvupósti frá Trygginastofnun Íslands frá því í Október 2011. Efni bréfsins var það ég lá undir grun um það að hafa rangt lögheimili á Íslandi. Þá á þann hátt að ég væri með lögheimilið á Íslandi, en væri í raun búsettur í Danmörku. Fyrir það fyrsta þá er þetta gjörsamlega glórulaust og gengur ekki upp. Þar sem að ég hafði skráð mig í skóla, og ég var í skóla þegar í Október. Það er þó ekki nóg, þar sem að ég hafði verið í sumarvinnu hjá Húnaþingi Vestra (samkvæmt vinnusamningi við Tryggingarstofnun varðandi öryrkja). Þetta er ennþá undarlegra. Þar sem að maður þarf að vera með lögheimilið skráð í Danmörku til þess að fá húsaleigubætur þar, annars fær maður ekki neitt og mundi þurfa að borga fulla leigu. Á núverandi gengi íslensku krónunnar, þá er það mjög dýr leiga í Danmörku án húsaleigubóta.

Það sem er merkilegast í öllu þessu, er sú staðreynd að Trygginarstofnun fer af stað eftir ábendingu í Október 2011 (þegar ég er í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra við nám). Hvaðan sú ábending kom stendur ekki. Hinsvegar má ljóst vera að þessi ábending var ekkert nema uppspuni, og ekki byggð á neinu handbærum staðreyndum sem hefðu átt að vera Trygginarstofnun augljósar. Ég hafði ennfremur leiðrétt heimilsfangið hjá Tryggingarstofnun í Júlí, vegna þess að stofnunin var að senda mér bréf á heimilsfangið í Danmörku þar sem ég hafði búið, en var fluttur frá. Þrátt fyrir að ég hafi verið mánuðinn þar á undan tilkynnt þjóðskrá í persónu um flutningin til Íslands (þeir ljósrituðu ökuskírteinið mitt). Þetta þurfti ég að gera, vegna þess að þau bréf sem ég átti að fá frá Tryggingarstofnun voru að fara á vitlaust heimilsfang (vegna þess að gagnagrunnur Trygginastofnunar hafði augljóslega ekki uppfærst á réttan hátt). Þetta virðist ekki hafa neinu breytt. Enda virðist sem svo að eftirlit Trygginarstofnunar athugi ekki hvort að einstaklingar hafi skilið eftir sig pappírsslóð á Íslandi eða ekki. Það er merki um búsetu og annað slíkt. Aðferðin virðist einfaldlega vera sú að senda allt á Þjóðskrá og biðja þá um að kanna málið. Engin tilraun virðist hafa verið gerð til þess að athuga málið í Danmörku hjá dönsku þjóðskránni, sem hefði kannað málið hjá viðkomandi leigufélagi sem á umrædda íbúð þar sem ég bjó.

Síðan ofan á það. Þá hafði ég staðfest við Sjúkratrygginar Íslands að ég væri búsettur á Íslandi, og afhverju ég hafði ekki skilað inn E-104 vottorði, sem var ekki krafa um það leiti sem ég flyt aftur til Íslands (þetta var ekki svona, en íslendingar breyttu reglunum einhliða virðist vera og gera núna kröfu um að E-104 vottorði sé skilað við flutning til Íslands). Þetta virðist þó ekki breyta neinu fyrir Tryggingarstofnun, sem að mér sýnist ekki hafa samskipti við neinar aðrar stofnanir til þess að kanna búsetu fólks sem flytur til Íslands á ný.

Ef að ég hefði ekki brugðist við þessu. Þá hefði þjóðskráin á Íslandi einhliða fært heimilsfangið mitt aftur til Danmerkur, á gamalt heimilsfang þar sem ég á ekki lengur heima. Það er mín skoðun að starfsferlar hjá Trygginarstofnun þá sérstaklega þurfi að fara í endurskoðun. Það má einnig fara að endurskoða starfsferla Þjóðskrár. Enda gengur ekki að opinberar stofnanir séu að væna fólk um að svindla og blekkja eins og hérna er í raun verið að gera.

Hvað mig varðar. Þá flyt ég á ný til Danmerkur núna í lok Apríl. Hversu lengi sú búseta verður veit ég ekki, en ég er þó að búast við að vera í Danmörku núna í örlítið meira en í eitt ár áður en ég flyt aftur til Íslands. Hvað þetta mál allt varðar. Þá ætla ég að senda Þjóðskrá staðfest afrit um það að ég hafi verið í skóla á þessum tíma, á Íslandi.