Undarlegur málflutningur andstæðinga nýrrar stjórnarskrár Íslands

Í Morgunblaði dagsins í dag má finna eftirtaldar greinar, sem eru í heild sinni birtar á mbl.is af einhverjum ástæðum.

[…]„Það er í ætt við annað að ríkisstjórnin, sem ítrekað neitaði að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana sem hún gerði við Breta og Hollendinga og sem neitaði að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu, ætli nú að stefna landsmönnum til atkvæðagreiðslu um eigið gælumál, atlöguna að stjórnarskrá lýðveldisins“[…]

Bergþór Ólason, grein í Morgunblaðinu þann 19.10.2012. Frétt undir heitinu Tillaga sem verður að fella.

Það hefði nú verið betra ef engin þjóðaratkvæðagreiðsla hefði verið haldin um Icesave. Aftur á móti er stjórnarskrá Íslands annað mál. Enda er hérna eingöngu um að ræða innanríkismál íslendinga, ekki alþjóðlegt mál eins og Icesave. Þessi málflutningur í heild sinni er ekkert nema kjaftæði, sem styðst ekki við nein haldbær rök. Heldur er hérna verið að spila inn á tilfinningar fólks og ótta.

Þetta er þó ekki að versta sem ég hef séð í dag. Ég geymi það besta hérna fyrir neðan.

Það er staðreynd að Lögmannafélag Íslands er eitt stærsta félag sjálfstæðismanna sem er að finna innan lögmanna á Íslandi. Þetta félag hefur þann eina tilgang að verja hagsmuni sjálfstæðisflokksins þegar svo ber undir.

[…]
Hindri aldursviðmið í lögum

Á meðal þess sem laganefndin lýsir áhyggjum af er sú tillaga í mannréttindakaflanum að ekki megi mismuna vegna „kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti“.

Þannig gæti bann við mismunun vegna tungumáls orðið til þess að ekki mætti láta íslenskukunnáttu eða kunnáttu á öðru tungumáli vera ráðandi þátt við ráðningu í starf. Jafnvel gæti það þýtt að ekki væri hægt að gera kröfur til umsækjenda um gott málfar.

Þá gæti bann við mismunun á grundvelli aldurs takmarkað heimild löggjafans til að festa í lög aldursviðmið, til dæmis hæfnisskilyrði til að hljóta embætti, að mati nefndarinnar. Ákvæði um að ekki megi mismuna eftir búsetu gætu að sama skapi haft áhrif á mikilvæg lög eins og lög um tekjuskatt og gjaldeyrismál, að því er segir í álitinu.
[…]

Frétt Morgunblaðsins, Tillögurnar þurfi að endurskoða, 19.10.2012.

Þessi útskýring hjá Lögmannafélagi Íslands er ekkert annað en haugalygi. Þarna er ekki verið að tala um veitingu embættis eða þannig hluta. Það þarf ekki vera lögfræðingur til þess að sjá þessa staðreynd. Útskýring Lögmannafélags Íslands um tungumálið er alveg jafn fáránleg og á ekki við nein rök að styðjast. Þetta er þó ekki toppurinn á því kjaftæði sem kemur núna frá Lögmannafélagi Íslands.

[…]
Óvissa varðandi dreifingu barnakláms

Nefndin telur að breytingar sem stjórnlagaráð leggur til á tjáningarfrelsisgrein stjórnarskrárinnar breyti því efnislega. Með því að fella út takmörkun á tjáningarfrelsi með vísan til siðgæðis kunni að skapast mikil réttaróvissa um heimildir hins opinbera til þess að banna dreifingu á klámi eins og almenn hegningarlög kveða nú á um. Sérstaklega bendir nefndin á að óvissa gæti skapast um viðurlög gegn dreifingu á barnaklámi.

Þá telur nefndin að breytingar á ákvæðinu um félagafrelsi kunni að fela í sér takmarkanir á möguleikum ríkisins til þess að grípa til ráðstafana til dæmis gegn skipulögðum glæpasamtökum, þjóðernishreyfingum og öðrum félögum með ólöglegan tilgang.
[…]

Frétt Morgunblaðsins, Tillögurnar þurfi að endurskoða, 19.10.2012.

Þessi útskýring Lögmannafélags Íslands er fáránleg. Stjórnarskráin takmarkar ekki nein lög sem banna glæasamtök, barnaklám og aðra glæpi. Það að teygja hlugtakið „tjáningarfrelsi“ til hluta sem hafa ekkert með tjáningarfrelsi að gera er ógeðfelld lygi og útúrsnúningur. Enda er hérna á ferðinni ályktun sem hefur eingöngu þann tilgang að þjóna sem áróður fyrir sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Enda hefur sjálfstæðisflokkurinn verið hvað mest á móti auknu og sterkara lýðræði á Íslandi. Þetta hérna er þó ekki öll vitleysan sem hefur komið frá Lögmannafélagi Íslands í þessu máli. Þeir toppuðu sjálfan sig í kjaftæði með þessu hérna.

[…]
Nýting sólarljóss takmörkuð?

Notkun á hugtakinu „þjóðareign“ í 34. grein tillagna stjórnlagaráðs sætir gagnrýni laganefndarinnar enda sé það ekki skýrt og hafi verið umdeilt. Þá gerir nefndin athugasemd við orðið „náttúrugæði“ í annarri málsgrein ákvæðisins þar sem hluti þess sem telst til auðlinda í þjóðareign sé skilgreindur. Það orðalag gæti gefið til kynna hvers kyns gæði, jafnvel sólarljós eða andrúmsloft. Svo víðtæk skilgreining gæti haft ófyrirséð áhrif, til dæmis að nýting sólarljóss á Íslandi yrði takmörkuð. Ekki sé ljóst hvort tilgangur ákvæðisins sé svo víðtækur en orðalagið verði að teljast varhugavert.
[…]

Frétt Morgunblaðsins, Tillögurnar þurfi að endurskoða, 19.10.2012.

Síðast þegar ég gáði. Þá er sólarljós endalaus uppspretta orku á Íslandi. Þannig að þessi „rök“ Lögmannafélag Íslands halda ekki vatni frekar en fjármálastjórnun Davíðs Oddssonar þegar hann gerði Seðlabanka Íslands gjaldþrota. Þessar fullyrðingar eru svo kjánalegar að það er ekki einu sinni fyndið. Eru virkilega menntaðir lögmenn í Lögmannafélagi Íslands? Það er ótrúlegt að þessu fólki hafi dottið í hug að láta þetta kjaftæði koma frá sér. Sérstaklega þar sem þetta stenst alls ekki neinar rökhugsun af neinu tagi. Síðan dettur þessu fólki í huga að hægt sé að taka það alvarlega. Maður þarf að vera alvarlega heimskur til þess að taka þessa yfirlýsingu Lögmannafélags Íslands alvarlega.

Kviknað í Evrópuandstæðingum

Í dag rann það upp fyrir mér að það er kviknað í Evrópuandstæðingum á Íslandi. Þessi sjálfíkveikja stafar af þekkingarleysi, þjóðrembu og almennri heimsku Evrópuandstæðinga. Enda er það svo að hinn almenni Evrópuandstæðingur á Íslandi lætur fóðra sig af röngum upplýsingum um Evrópusambandið eins og belja á bás að hætti Guðna Ágústssonar.

Það er mikið sport hjá Evrópuandstæðingum að tala um efnahagsvandamál á Evrusvæðinu þessa dagana. Þetta gera þeir, án þess svo sem mikið að nefna íslensku efnahagskreppuna sem er ennþá í gangi á Íslandi, og sér ekki fyrir endan á. Íslenska verðbólgukreppan er ekki hafin ennþá, þó má búast við því að það vandamál hefjist fyrir alvöru ef stjórnarskipti verða á Íslandi eftir næstu alþingiskosningar.

Evrópuandstæðingar gera einnig mikið úr því að í Noregi er núna 75% andstaða við Evrópusambandsaðild Noregs. Evrópuandstæðingar átta sig ekki á því að um þessar mundir er gullöld í Noregi vegna olíuauðs sem hefur fært norsku þjóðinni milljarða ofan á milljarða í tekjur á undanförnum áratugum. Þegar gullöldin endar, hvort sem er á hefðbundin hátt eða með hvelli þá er ljóst að Norðmenn munu skipta um skoðun á aðild að Evrópusambandinu. Þetta hefur allt sinn náttúrulega feril, enda má ljóst vera að norðmenn ganga í Evrópusambandið þegar þeir eru tilbúnir til þess. Það gerist ekki fyrr.

Af þessu er ljóst að málflutningur Evrópuandstæðinga er allur að brenna upp í þessa dagana. Enda er hérna um að ræða sjálfsíkveikju með meiru.

Komandi svik sjálfstæðismanna við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands

Það er hætt við að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson muni vakna upp við slæman draum á næsta ári. Þegar sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hafa náð aftur völdum á Alþingi íslendinga. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisflokkurinn er að nota Ólaf Ragnar til þess að ná fram sínum pólitísku markmiðum. Þetta sást mjög vel þegar stuttbuxnadeildin SUS fagnaði endurkjöri Ólafs Ragnars í gær, og var sýnt beint frá á Rúv.

Svona atburðarrás er þekkt í sögunni. Það sem er að gerast á Íslandi er í raun afbrigði af leppríki. Þó eingöngu upp að því marki að Ólafur Ragnar gerir það sem hentar sjálfstæðisflokknum, í staðinn fær hann stuðning þeirra á næstu mánuðum á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu á Alþingi. Þetta hefur meðal annars tryggt endurkjör Ólaf Ragnars sem forseta Íslands næstu 4 árin. Þá verður Ólafur Ragnar búinn að sitja óeðlilega lengi, eða í 20 ár sem forseti Íslands. Það er ennfremur ekki víst að Ólafur Ragnar fái mótframboð eftir 4 ár, því gæti seta Ólaf Ragnars sem forseti Íslands orðið ennþá lengri en 4 ár. Það er í raun hætta á því að Ólafur Ragnar verði forseti Íslands til dauðadags.

Breytingar verða aldrei án einhverra átaka. Það er þó hætta á því að á Íslandi muni hreinlega brjótast út borgarastyrjöld ef mál þróast eins og þau hafa verið að gera síðan eftir efnahagshrun. Sérstaklega ef að sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið undanfarin ár. Það er að vernda hagsmuni auðmanna, LÍÚ, Bændasamtaka Íslands og annara aðila sem eru nátengdir honum peningalega (þ.e spilling). Sturlungaöldin á Íslandi á 13 öld hófst í svipuðum skilyrðum og þeim sem núna eru að koma upp á Íslandi. Þá á ég við mikla eigna og auðsöfnun fárra aðila á Íslandi sem síðan veldur því að almenningur þjáist fyrir það með fátækt og verri lífsgæðum. Þetta á alveg jafnvel við í dag og á 13 öldinni. Borgarastríð hafa alltaf einhvern aðdragana. Í mínum huga þá hófst aðdragandinn að borgarastríði á Íslandi fyrir meira en áratug. Það er því hætt við að púðurtunnan springi í loft upp þegar þolmörk almennings bresta á næsta kjörtímabili. Þegar sjálfstæðisflokkurinng og framsóknarflokkurinn verða komnir aftur til valda á Íslandi (í krafti sinna flokksmanna, en ekki almennings á Íslandi). Hvernig svo sem þetta mun fara á Íslandi. Þá er ljóst að það verður almenningur sem mun á endanum borga fyrir græðgi fárra með einum eða öðrum hætti.

Lesefni um sturlungaöldina:

Hvað var Sturlungaöld? – Vísindavefur HÍ
Sturlungaöld – Wikipedia

Áróður LÍÚ

Áróður LÍÚ í fjölmiðlum er ógeðfelldur, og það er ekkert nema staðreyndaleysur í honum. Það er staðreynd. Núverandi kvótakerfi hefur lagt mörg byggðarfélög á Íslandi í rúst, og á sama tíma tryggt handhöfundum þeirra gífurlegan auð og völd á Íslandi. Það er ekki verið að tala um miklar breytingar á kvótakerfinu frá því sem nú er. Það er helst verið að tala um aukna skattheimtu. Eitthvað sem útgerðin hefur gott af. Enda er það svo að þær ný-frjálshyggju hugmyndir sem LÍÚ lifir eftir. Enda er LÍÚ að mestu leiti byggt upp af fólki sem er annaðhvort í sjálfstæðisflokknum eða í framsóknarflokknum. LÍÚ er núna farið að nota skeljar, og aflandsfélög til þess að breiða út þennan áróður á Íslandi í fjölmiðlum. Enda hefur LÍÚ ekki komið með nein dæmi um það opinberlega hvað er rangt, og hvernig þessi lagabreyting skaðar þá. Eitthvað sem ætti að vera viðröunarmerki um þann málflutning sem LÍÚ stundar.

Það hefur lítið gott komið út úr núverandi kvótakerfi á Íslandi. Jafnvel fiskistofnanir í kringum Ísland bera þess merki. Jafnvel þó svo að kvótakerfið á Íslandi hafi upprunalega verið sett til þess að vernda fiskistofna í kringum Íslands. Þá hefur það mistekist gjörsamlega.