Leggjum niður byggð í Vestmanneyjum

Ég legg til að byggð í Vestmannaeyjum verði lögð niður og eyjan gerð að friðlýstum þjóðgarði. Enda eru Vestmannaeyjar ekkert annað en topp bjarg á virku eldfjalli og sem gæti hvenær sem er farið að gjósa með gríðarlegu mannfalli og öðru tjóni. Enda er ekki víst að í næsta eldgosi sem mun eiga sér stað í Vestmannaeyjum takist að bjarga fólkinu sem þar býr. Byggð er einnig gífurlega óhagkvæm í Vestmannaeyjum vegna erfiðara samgangna, slæms veðurfars, öldugangs og hafnaraðstöðu. Það er því hagkvæmt þjóðhagslega að leggja niður byggð í Vestmannaeyjum nú þegar. Þannig er hægt að spara ríkinu milljarða króna á ári. Þjóðhátíðina er hægt að flytja á Hellu eða annan hentugan bæ á Suðurlandinu, einnig sem nóg pláss er að finna fyrir norðan fyrir svona drykkju-hátíð eins og Þjóðhátíð í eyjum raunverulega er. Leggjum niður byggð í Vestmannaeyjum og breytum eyjunni í þjóðgarð. Það mun spara íslendingum milljarða króna í framtíðinni.

Af vandamálum Raufarhafnar

Ég sé í fréttum Rúv í gær af þeim vandamálum sem Raufarhöfn er í (Raufarhöfn er í sveitarfélaginu Norðurþingi). Vandamálin eru mjög kunnugleg. Ungt fólk er að flytja frá Raufarhöfn og lítil endurnýjun á sér stað í þorpinu. Bæði eftir því sem fólki fækkar og eldra fólk deyr. Þetta er algengt vandamál á Íslandi. Enda er engin byggðarstefni rekin á Íslandi nema að nafninu til. Í fréttum Rúv kom einnig fram að íbúar Raufarhafnar óska eftir aðstoð frá Alþingi og stjórnvöldum. Slíkt er reyndar mistök að mínu mati. Þá sérstaklega vegna þess að þarna er enga aðstoð að fá í raunveruleikanum. Þarna er hinsvegar að finna skaðlegt kjördæmapot og spillingu. Eitthvað sem er líklegt til þess að grafa undan samfélaginu á Raufarhöfn ennþá hraðar en núna er í dag.

Ef íbúar Raufarhafnar vilja stoppa þessa þróun. Þá þurfa þeir sjálfir að hugsa út fyrir fiskikarið. Enda er það ljóst að það eru eingöngu íbúar Raufarhafnar sem bjarga bænum. Hjálp er sjálfsögð fyrir þorpið. Aftur á móti er varasamt að treysta á íslenska stjórnmálamannakerfið til þess að fá nytsamlega hjálp. Enda er það morkið, varasamt og undirlagt af sérhagsmunaaðilum og hagsmunapoti.

Ég er búsettur í Danmörku og mun ekki flytja aftur til Íslands varanlega (vegna þessara hérna vandamála sem ég skrifaði um fyrir nokkru síðan). Ég hef hinsvegar áhuga á því að koma mér upp húsnæði á Íslandi vegna þess áhuga sem ég hef á jarðfræði Íslands. Það húsnæði gæti alveg verið staðsett á Raufarhöfn, enda íbúðarverð lágt á Raufarhöfn. Ég mun væntanlega getað framkvæmt þetta eftir nokkur ár, ef allar mínar áætlanir ganga upp (sem þarf svo sem ekki að verða raunin). Enda er það þannig að sum eldgos á Íslandi geta varað mánuðum saman, jafnvel með hléum og þá er gott að eiga húsnæði til þess að búa í á meðan maður fylgist með slíkum eldgosum. Jafnvel þó svo að maður mundi hugsanlega þurfa að keyra umtalsverðar fjarlægðir til þess að fylgjast með eldgosi í skamman tíma til þess að taka myndir og kvikmyndir af slíkum eldgosum. Það er alveg ljóst hjá mér að þær áætlanir sem ég hef uppi um mitt eigið jarðskjálftamælanet á Íslandi. Þá kem ég til með að þurfa eiga húsnæði á Íslandi. Jafnvel þó svo að ég muni ekki vera með mitt lögheimili á Íslandi.

Fréttir Rúv af vandamálum Raufarhafnar

Raufarhöfn á hættulista
Fólksfækkun á Raufarhöfn
Íbúar Raufarhafnar kalla á hjálp
Forsendubrestur í útgerð
Aðeins 13 eftir í grunnskólanum