Lög og mannréttindi brotin af íslenskum dómstólum

Það er sorglegt mál sem er í gangi hjá einhverfi konu sem heitir Lára Kristín Brynjólfsdóttir. Núna er búið að svipta hana forræði með dómi yfir syni sínum. Án þess að hafa séð dóminn sjálfan, og röksemdafærslu hans, auk þeirra lagagreina sem hann vitnar í til þess að réttlæta forræðissviptinu Láru Kristínar yfir syni sínum. Þá er ég nokkuð viss um að þessi dómum í heild sinni er brot á Mannréttindarsáttmála Evrópu og Mannréttindarsáttmála Sameinuðuþjóðanna. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú staðreynd að íslenskir dómstólar eru ekki þekktir fyrir að virða þessi mannréttindi einstaklinga á Íslandi. Þá sérstaklega ekki hjá fólki sem er fatlað eða í þessu tilviki með einhverfu sem er ákveðin fötlun í sjálfu sér, en ekkert sem stoppar viðkomandi í að getað alið upp barn án vandamála.

Ég finn ekkert í Barnalögum er varðar forsjársviptinu. Aftur á móti fann ég lagagrein í lögum um Barnavernd (Barnaverndarlög).

Um er að ræða 29. Grein um lög um Barnaverndarlög. Þar er fjallað um forsjársviptingu. Þar stendur þetta hérna.

29. gr.
Forsjársvipting.
Barnaverndarnefnd er heimilt að krefjast þess fyrir dómi að foreldrar, annar þeirra eða báðir, skuli sviptir forsjá ef hún telur:
a.
að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska,
b.
að barni sem er sjúkt eða fatlað sé ekki tryggð viðeigandi meðferð, þjálfun eða kennsla,
c.
að barninu sé misþyrmt, misboðið kynferðislega eða megi þola alvarlega andlega eða líkamlega áreitni eða niðurlægingu á heimilinu,
d.
fullvíst að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar eru augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana, greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða.
Kröfu um sviptingu forsjár skal því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs.
Um málsmeðferð fyrir dómi samkvæmt þessari grein fer eftir ákvæðum X. kafla.

Það er því ljóst að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur er sá aðili sem fór fram á forræðissviptinu hjá Láru Kristínu. Saga Barnavendarnefndar Reykjavíkur í svona málum er allt annað en glæsileg, og fer lítið batnandi eftir því sem tíminn líður. Skipan og stjórnun Barnaverndarnefndar Reykjavíkur hefur ennfremur alltaf verið í molum og það virðist ekki vera neinn áhugi hjá yfirvöldum að fá hæft fólk til þess að sinna þessum málum í Reykjavík.

Mér þykir líklegt að umræddur dómari hafi notað þessa lagagrein (29. grein Barnaverndarlaga, sjá að ofan) til þess að réttlæta forræðissviptinu Láru Kristínar yfir syni sínum. Þá væntanlega lið „d“. Aftur á móti er einhverfa ekki „geðrænar truflanir, greindarskortur“. Ég hef ekki hugmynd um hvað „breytni foreldra“ er í lagalegum skilningi, enda er þetta loðið orðalag í meira lagi. Þessi lagagrein mjög skýr hvað þarf að koma til þess að forræðissvipting skuli eiga sér stað fyrir dómi.
Samkvæmt lögum þá eru svona mál meðhöndluð sem einkamál. Ég veit ekki hvort að svona mál eru tiltæk sem dómsmál fyrir Hæstarétti Íslands. Aftur á móti þykir mér líklegt að svona mál séu tiltæk fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þar sem að um er að ræða lög íslenska ríkisins og réttindi íslenskra borgara sem þar eru skilgreind.

Hver svo sem lagaleg staða svona dómsmála er. Þá er mér sem ljóst sem leikmanns í íslenskum lögum að íslenskir dómsstólar hafi hérna brotið gegn meðalhófi, jafnræðisreglu, góðri dómsmeðferð og mannréttindum með þessum dómi gegn Láru Kristínu, sem hefur ekkert til saka unnið. Aftur á móti hefur verið mikið brotið á henni af íslenska kerfinu á undanförnum árum. Bæði af heilbrigðiskerfinu og núna íslenskum dómstólum. Svona á ekki að líðast á Íslandi eða annarstaðar í heiminum. Aftur á móti er alveg ljóst að á Íslandi eru margir brotnir pottar sem þarf að skipta út. Það þarf að skipta þessum brotnu pottum út eins fljótt og hægt er.

Blogg Láru Kristínar.

Frétt Pressunar um þetta mál

Einhverf móðir vill deyja eftir að hún missti forræðið: „Ég er góð mamma“