Hættur að tjá mig um íslenska gjörspillingu og heimsku

Ég hef tekið þá ákvörðun um að leyfa íslendingum að gera öll sín mistök í friði fyrir mér. Ég er nefnilega búinn að fá nóg af því að vera skammaður og að vera hótað vinamissi og fleira í þeim dúr fyrir það eitt að benda á augljósan sannleikann um alla spillinguna og öfgarnar á Íslandi. Jafnframt er ég orðin þreyttur á þeirri staðreynd að vera vændur um meiðyrði í hvert skipti sem ég bendi á gjörspillta þingmenn, ráðherra og stjórnmálaflokka á Íslandi.

Ég ætla núna bara að þegja. Íslendingar geta átt sína ösku í friði fyrir mér. Ég reyndi að slökkva bálið með því að skrifa um það en íslendingar kveiktu bara aftur í sama bálinu og héldu áfram á sömu braut. Af þeim sökum geta íslendingar átt sínar brunarústir í friði fyrir mér. Ég er endanlega búinn að fá nóg af því sem er að á Íslandi og það er kominn tími til þess hjá mér að ég snúi mér bara að öðrum skrifum og málefnum en því sem er að gerast á Íslandi.

Uppruni núverandi laga um útlendinga á Íslandi

Lög um veru Útlendinga á Íslandi eiga sér frekar ógeðfellda sögu sem byggir á þeirri hugmyndafræði sem Björn Bjarnarsson fyrrverandi ráðherra stendur fyrir. Það er nefnilega þannig að hugmyndafræðin að íslensku útlendinga-lögum er sótt til Danmerkur og beint til stjórnmálaflokks í Danmörk sem heitir Danske Folkeparti sem byggir sína tilveru á hugsjónum rasista og útlendingahatri.

Sjálfstæðisflokkurinn átti ekki í neinum vandræðum með að taka þessa hugmyndafræði upp í heilu lagi árið 2002 og stendur ennþá fast við þessa hugmyndafræði og öllu sem henni fylgir. Útlendingalög í Danmörku eru þau ströngustu í allri Evrópu og á Íslandi er ástandið ekki mikið betra (það fer versnandi í Noregi). Ofan á þetta kemur síðan stjórnsýslubundinn rasismi hjá Útlendingastofnun Íslands varðandi afgreiðslu mála þeirra útlendinga og flóttamanna sem koma til Íslands. Jafnræðis fyrir lögum er ekki gætt eins og dæmin hafa sannað. Auk brota gegn sáttmálum og alþjóðlegum skyldum sem íslendingar hafa gengist undir á síðustu árum.

Annars eru svona lög, eins og lög um útlendinga á Íslandi og víðar dæmi um það hvernig fasistum tókst að koma því inn í umræðuna að fólk annarstaðar frá væri hættulegt og mundi jafnvel flytja í stórum hópum til viðkomandi ríkja. Ef Evrópusambandið og frjáls för fólks hefur sannað eitthvað, þá hefur það gjörsamlega afsannað slíka hugmyndafræði. Það er nauðsynlegt að gera lög um útlendinga frjálsari en nú er á Íslandi og víðar. Ég sé enga sérstaka hættu í því að útlendingar flytji til Íslands. Síðan er einnig nauðsynlegt að íslendingar fari að virða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem varða flóttamenn sem koma til Íslands og hætti að dæma þá í fangelsi. Slíkt er nefnilega brot á flóttamanna-sáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Annað er skömm og ekki íslendingum til sóma.

Íslenska fátæktaránauðin

Á Íslandi er komin ný stefna, ég kýs að kalla þessa stefnu fátæktarbandið eftir því hvað hún gerir almenningi á Íslandi. Við upphaf 20 aldarinnar var vistaránauðin (vistarbandið) fellt úr gildi á Íslandi að orðinu til. Þar sem nútíminn hafði komið til Íslands þvert á óskir hins íslenska bændaveldis sem hélt öllum almenningi á Íslandi við fátæktar og hungurmörk. Í stað þess að íslenskur almenningur losnaði úr þeirri fátækt sem hann sat í, þá hélt fátæktin áfram og þannig er þetta ennþá í dag. Enda er fjöldi fólks í því sem er kallað millistétt mjög lítill á Íslandi, og eftir efnahagshrunið var hin íslenska millistétt nánast alveg þurrkuð út. Árið 2008 voru algeng laun íslendings í kringum 355.000 kr [gögn hérna], og það er rétt svo hin íslenska millistétt. Eftir efnahagshrunið árið 2008 hefur kaupmáttur allra íslendinga skerst mjög mikið, og þetta hefur í reynd þurrkað út meirihlutan af hinni íslensku millistétt.

Lægstu laun á Íslandi eru fyrir neðan fátæktarmörk sé miðað við neysluviðmið Velferðarráðuneytsins. Tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi eru einnig langt undir þessum mörkum á Íslandi, og þekki ég það mjög vel sjálfur hversu ómögurlegt það er að lifa af þessum tekjum núna í dag sem örorkubætur eru. Þó er ég betur staddur en öryrkjar sem búa á Íslandi, þar sem verðlag er stöðugt hérna í Danmörku og Þýskalandi við hliðina á mér. Það er engu að síður ekki hægt að bjóða öryrkjum og láglaunafólki að lifa við svona aðstæður, þar sem þetta veldur því að fólk festist í skuldavandamálum og greiðsluvandamálum, þar sem það getur ekki lifað af þeim launum sem það fær, og slíkt er ólýðandi að mínu mati. Þessu verður að breyta á Íslandi, en ég óttast að áhuginn sé ekki til staðar og verðbólgu afsökunin muni verða notuð þegar það kemur að því að semja um kjör fólks á Íslandi [frétt um það hérna]. Hvað öryrkja og ellilífeyrisþega varðar, þá er ljóst að þeir semja ekki um kjör sín og eru því sá hópur íslendinga sem er hvað fátækastur í dag.

Ofbeldismenning á Íslandi

Enn á ný er verslunarmannahelgin gengin í garð á Íslandi, og á ný eru fréttir farnar að berast af nauðgunum, líkamsárásum og öðrum ofbeldisverkum. Í flestum öðrum ríkjum Evrópu er þetta einfaldlega ekki svona. Það er auðvitað munur á milli Evrópurríkja og oft á tíðum mjög mikill Evrópuríkja. Þar sem menning, efnahagur og aðrar ástæður spila mikið inn í ástæður fyrir ofbeldisverkum. Ég hef ekki skoðað öll ríki í Evrópu, en þau ríki sem ég skoðaði. Þá er þetta tölunar varðandi ofbeldisglæpinn nauðgun í nokkrum ríkjum Evrópu.

Ég raða ríkjunum frá hæsta til hins lægsta. Miðað er við 100.000 íbúa í þessari prósentu. Allar tölunar eru frá árinu 2008, og teljast þær ekki nýjar.

1: Svíþjóð, 53,2% miðað við hverja 100.000 íbúa.
2: Ísland, 21,6% miðað við hverja 100.000 íbúa.
3: Noregur, 19,8% miðað við hverja 100.000 íbúa.
4: Finnland, 17,2% miðað við hverja 100.000 íbúa.
5: Þýskaland, 8,9% miðað við hverja 100.000 íbúa.
6: Danmörk, 7,3% miðað við hverja 100.000 íbúa.

Tölunar hafa örugglega breyst síðan þessar tölur komu fram, það breytir þó ekki þeirri staðreynd að á Íslandi er ofbeldi gegn konum og körlum algengt í formi nauðgunar. Það er eingöngu í Svíþjóð sem þetta ofbeldi er algengara en á Íslandi. Afhverju það er raunin veit ég ekki, Þetta er samt staðreyndin um stöðu mála árið 2008, og væntanlega er þessi staða eins árið 2013. Þessi bloggfærsla telur bara eina gerð ofbeldisglæpa á Íslandi, ég er ekki að taka saman tölur um líkamsárásir og aðrar tegundir glæpa sem eiga sér stað á Íslandi, og sérstaklega um verslunarmannahelgina á Íslandi.

Ég vona að þetta fari að breytast á Íslandi, þar sem svona staða mála er óviðunandi í hvaða samfélagi sem er.

Stefnir í gjaldþrot Íslands innan nokkura ára

Efnahagsstefna sem er ekki hægt að lýsa öðrvísi en heimskri hefur nú tekið við á Íslandi. Núna á að fara skerða niður, og á sama tíma að minnka tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða með skattalækkunum, niðurfellingu veiðigjalda og auðlyndagjalda á fiskveiðar (íslendingar hafa ekkert annað í raun).

Staðreyndin er nefnilega sú að efnahagsstefna framsóknarflokkins og sjálfstæðisflokksins virkar ekki og hefur aldrei virkað. Þessi efnahagsstefna er grunnurinn að efnahagshruninu á Íslandi árið 2008, og eins og staðan er í dag þá þarf mjög lítið að gerast svo að íslenskur efnahagur fari aftur í kreppu. Það er þó alveg ljóst að þegar íslenska þjóðin fer á hausin eftir nokkur ár, þá verður ekkert sem getur bjargað þeim. Næsta gjaldþrot íslensku þjóðarinnar mun verða kallað olíugjaldþrotið. Það er allavegana hentugur titill, þar sem draumórar um olíuveldið Ísland munu eiga þátt sinn í þessu gjaldþroti.

Hvað það verða margar tómar og ónotað bygginar á Íslandi í kjölfarið á þessu gjaldþroti á eftir að koma í ljós. Ég er þó alveg viss um að það eiga eftir að verða margar byggingar, og mörg gjaldþrot munu fylgja í kjölfarið á því ævintýri.

Yfirvald Sigmundar Davíðs á Íslandi

Það er kalt á Íslandi í dag, og ég er ekki bara að tala um veðrið hérna. Ég er að tala um þá hegðun sem Sigmundur Davíð er farin að sýna af sér sem forsætisráðherra á Íslandi, og sú mynd er ekki falleg. Enda er það stjórnunarstefna hjá Sigmundi Davíð, ásamt Bjarni Benediktssyni að nota þjóðrembu og öfgakennda umræðu til þess að fela ónýta efnahagsstefnu sem þessir stjórnmálaflokkar eru með á Íslandi.

Þetta mun eingöngu versna eftir því sem líður á kjörtímabilið, og eftir því sem stefnumál ríkisstjórnarinnar munu ekki ganga upp á þessum tíma. Staðreyndin er sú að núverandi ríkisstjórn Íslands hefur frá fyrsta degi verið á tómum tanki og ónýtri hugmyndafræði um efnahagsmál sem ekki virkar, og setti íslensku þjóðina á hausinn árið 2008. Enda er það svo að þau vandamál sem íslendingar standa frammi fyrir eru bein afleiðing af þesssari efnahagsstefnu sem rekin var á árunum 1994 til 2007. Til þess að toppa skömmina, þá ætlar þessi ríkisstjórn skera niður útgjöld til þess að mæta lægri tekjum vegna skattalækkana þessara sömu stjórnmálaflokka.

Efnahagstefna framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins er til þess fallin að auka fátækt á Íslandi. Þessi stefna er viljandi að fjölga fátækum fjölskyldum og einstaklingum á Íslandi. Enda er ríkisstjórn Sigmundar Davíðs ríkisstjórn stéttarskiptingar, misréttis og auðsöfnunar fyrir þá ríku á Íslandi. Sigmundar Davíð þarf þó ekki að örvænta um að honum verði hent öfugum útúr stjórnarráðinu, enda hefur hann aðferð til þess að halda sér þar þó svo að allt annað fari til fjandans á Íslandi.

Þegar efnahagsstefna stjórnvalda er dæmd til þess að mistakst, og dæmd til þess að auka fátækt á Íslandi er nefnilega alltaf hægt að vísa á einhvern óvin, ekki er verra ef þessi óvinur er í fjarlægu landi. Þetta hefur mikið verið notað á Íslandi undanfarin ár, gekk afskaplega brösulega fyrst en þetta fólk lærði af mistökum sínum og núna gengur áróðursvélin smurt og vel fyrir sig á Íslandi. Helst beina þessir einstaklingar sjónum sínum að Evrópusambandinu, helsta baráttuafli gegn fátækt og misrétti í Evrópu síðustu áratugina. Þetta fólk vill alls ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið, þar sem lög og reglur sambandsins mundu tryggja hagsmuni almennings, bæta stöðu fátækra á Íslandi. Síðan vísar Sigmundur Davíð einnig mikið í IMF, sem kom íslendingum til hjálpar þegar allir peningar og gjaldeyrir á Íslandi var búinn og hætta því að enginn innflutningur yrði til Íslands í einhverjar vikur samhliða gjaldþroti íslenska bankana og hruni hagkerfis Íslands.

Slíkt er alltaf gert þegar lygin bregst eins og hefur gerst ítrekað hjá þessum tveim stjórnmálaflokkum undanfarin ár, og af þessum sökum hafa þeir keyrt á harðri þjóðernishyggju án þess þó að hugsa málið til enda og athugað hvaða afleiðingar þessi stefna mun hafa á Íslandi til framtíðar. Afleiðinganar af þessari stefnu munu verða hrikalegar til lengri tíma, og ég er hreinlega ekki viss um að sjálfstæði íslendinga muni lifa þetta þjóðrembutímabil þegar á reynir. Enda er sjálfstæði íslendinga ekki eitthvað sem er sjálfgefið, íslendingar þurfa að viðhalda fullveldi landsins og sjálfstæði. Það þarf að vökva fullveldið og sjálfstæðið eins og blóm, annars deyr það. Sú einangrunarstefna sem er rekin á Íslandi er andstaðan við að styrkja fullveldi og sjálfstæði íslendinga. Þjóð án samskipta við önnur ríki er ekki alvöru þjóð, ekki einu sinni hálfdrættingur. Hvergi er betra fyrir íslendinga að vera en í Evrópusambandinu, jafnvel þó svo að þjóðremban á Íslandi sjái því allt til foráttu í heimsku sinni og þröngsýni.

Sigmundur Davíð segir í 17 Júní ræðu sinni fyrir árið 2013 að Evrópusambandið þurfi að sanna sig. Þetta er rangt hjá honum, Evrópusambandið þarf ekki að sanna sig. Það er löngu búið að því í sögu sinni, Evrópusambandið hefur staðið af sér efnahagskreppur, hrun Sovétríkjanna og fleiri vandamál á síðustu áratugum. Þegar það kemur að Sigmundi Davíð og þeirri stefnu sem hann leiðir með fullþingi framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins. Sú stefna sem þeir boðar mun mistakast á ný, og þessi hérna staða mun koma upp aftur.

Ég er samt ekki viss um að enginn muni vilja hjálpa íslendingum aftur þegar á reynir. Enda er sú stefna sem rekin er á Íslandi þessa dagana ekki líkleg til þess að treysta böndin við nágrannaþjóðinar og tryggja að íslendingar geti fengið hjálp ef eitthvað kemur upp á, sem ég er alveg viss um að muni gerast eftir einhverja mánuði til ár, og það er nú þegar farið að örla á vandræðum núverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálunum, og núverandi ríkisstjórn virðist ekki vera fær um að leysa þetta vandamál og notar því þjóðrembuna til þess að fela vandamálið og halda athyglinni frá vandamálinu eins og kostur er. Síðan er það staðreynd að sumarþingið á Alþingi er ekki búið og ríkisstjórn Íslands er strax búin að koma sér í stórfelld vandræði.

Fréttir af þjóðrembu vitleysunni

Gagnast að benda á erlenda andstæðinga (Rúv.is)
Sigmundur Davíð sendi AGS og ESB tóninn (Rúv.is)
Evrópusambandið þarf að sanna sig fyrir Íslandi (Vísir.is)