Lög verði sett á LÍÚ

Ég legg til að neyðarlög verð sett á LÍÚ og á sama tíma verði hafin heildarrannsókn á starfsemi LÍÚ. Enda er ljóst að LÍÚ er gjörspillt samtök, sem er eitthvað á ekki þrífast á Íslandi. Það er einnig nauðsynlegt að rannsaka tengsl LÍÚ við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkin á undanförnum árum.

Það er einnig staðreynd að LÍÚ er að kúga sjómenn til hlýðni með þessari hegðun sinni. Þar sem þeir eru að vega að lífsviðurværi sjómanna með því að fara í þessar ólöglegu aðgerðir gegn stjórnvöldum á Íslandi.

Það er þó ekki allt slæmt við þetta stopp á veiðum í kringum Ísland. Þetta gerir fiskistofnum bara gott, og kemur hugsanlega sér vel varðandi stærð fiskistofna til lengri tíma litið.

Áróður LÍÚ

Áróður LÍÚ í fjölmiðlum er ógeðfelldur, og það er ekkert nema staðreyndaleysur í honum. Það er staðreynd. Núverandi kvótakerfi hefur lagt mörg byggðarfélög á Íslandi í rúst, og á sama tíma tryggt handhöfundum þeirra gífurlegan auð og völd á Íslandi. Það er ekki verið að tala um miklar breytingar á kvótakerfinu frá því sem nú er. Það er helst verið að tala um aukna skattheimtu. Eitthvað sem útgerðin hefur gott af. Enda er það svo að þær ný-frjálshyggju hugmyndir sem LÍÚ lifir eftir. Enda er LÍÚ að mestu leiti byggt upp af fólki sem er annaðhvort í sjálfstæðisflokknum eða í framsóknarflokknum. LÍÚ er núna farið að nota skeljar, og aflandsfélög til þess að breiða út þennan áróður á Íslandi í fjölmiðlum. Enda hefur LÍÚ ekki komið með nein dæmi um það opinberlega hvað er rangt, og hvernig þessi lagabreyting skaðar þá. Eitthvað sem ætti að vera viðröunarmerki um þann málflutning sem LÍÚ stundar.

Það hefur lítið gott komið út úr núverandi kvótakerfi á Íslandi. Jafnvel fiskistofnanir í kringum Ísland bera þess merki. Jafnvel þó svo að kvótakerfið á Íslandi hafi upprunalega verið sett til þess að vernda fiskistofna í kringum Íslands. Þá hefur það mistekist gjörsamlega.

Hversu mikin fisk veiðir og framleiðir Malta árlega ?

Það eru margir sem halda því fram að það sé ekkert mál fyrir Möltu að vera í ESB vegna þess hversu lítin fisk þeir veiða. Þetta er rangt. Fiskveiðar Möltu eru bundnar við stærð lögsögu þeirra, en í samanburði við íslenska lögsögu er lögsaga Möltu pínulítil og eðli málsins samkvæmt er ekki mikið um staðbunda fiskistofna í fiskveiðilögsögu Möltu.

Á Möltu eru einnig veiddar aðrar fisktegdundir en þær sem eru veiddar í kringum Ísland. Hérna eru smá upplýsingar frá erlendri vefsíðu sem fjallar um málið.

Aquaculture in Malta is primarily marine-based. It consists of the fattening of the Atlantic bluefin tuna (Thunnus thynnus thynnus) wild-caught fish, as well as the culture of European seabass (Dicentrarchus labrax) and gilthead seabream (Sparus aurata). Atlantic bluefin tuna is exported mainly to Japan, whereas European seabass and gilthead seabream are exported to Europe, mainly Italy. All aquaculture takes place in floating cages, approximately one kilometer offshore. In 2005, European seabass and gilthead seabream production, from two farms (MRAE, 2005) was 772 tonnes. The final Atlantic bluefin tuna production figures for 2005 have not yet been published, but exports to Japan were approximately 3 000 tonn

[….]

There are currently two European seabass and gilthead seabream farms operating from three sites. In 2005 total production of European seabass and gilthead seabream was 772 tonnes. Gilthead seabream production was 567 tonnes, of which 529 tonnes were exported. European seabass production was 205 tonnes, of which 174 tonnes were exported. Export and local sales had an estimated value of US$ 5 300 000 (€ 4 400 000) (MRAE, 2005) In the case of Atlantic bluefin tuna, production is currently around 3 000 tonnes, with an estimated value of US$ 55 000 000 (€ 46 000 000) (MCFS, 2006).

Tekið héðan.

Ég er ennþá að leita að upplýsingum um fiskveiðar Möltu.

Í þessari umræðu eru andstæðingar ESB á Íslandi ómarktækir eins og fyrri daginn.

Uppfært klukkan 00:52 UTC þann 27. September 2010. Texti uppfærður.

Makrílinn kom, Makrílinn fer

Árið 2010 fór Makríll að ganga í íslenska og færeyska lögsögu. Staða Makríls er sú að þetta er flökkustofn og skipta nokkrar þjóðir með sér kvótanum úr þessum stofni. Þegar Makrílinn fór að ganga í íslenska lögsögu, þá ákváðu íslendingar að fylgja ekki eftir þeim kvóta sem ákveðin hafði verið af þeim þjóðum sem nú þegar veiða makríl og settu sinn eigin kvóta. Þessi kvóti var og er langt fyrir ofan það sem mælt hafði verið með af þeim fiskveiðiþjóðum sem veiða markíl nú þegar.

Hvað gerist næst er góð spurning, en allar líkur eru á því að Makríll muni yfirgefa íslenska lögsögu fljótlega og muni ekki sjást á aftur í íslenskri lögsögu á næstu áratugum.

Fréttir af þessu.

Makrílstríð í uppsiglingu

Makríll, ESB og sjálftaka íslendinga (og færeyinga)

Það er staðreynd að makrílveiðar íslendinga og færeyinga eru þvert á þær reglur sem íslendingar hafa samþykkt um alþjóðlega flökkustofna í Norður Atlandshafi. Það er staðreynd að Makríll sem fiskistofn er nú þegar ofveiddur í Norður Atlanshafi, og hefur verulega verið dregið úr kvóta hjá ESB ríkjum sem veiða Makríl vegna þessa.

Það sem hefur þó valdið vandræðum eru ofveiðar íslendinga og færeyinga á Makríl núna í sumar, en það ógnar þeim framförum sem ESB ríkin hafa náð í stofnstærð Makríls. Íslendingum og færeyingum er óheimilt að veiða Makríl samkvæmt alþjóðasáttmálum, enda er málum þannig háttað að það er alltaf samið um kvóta úr svona flökkustofnum eins og Makríl. Það sem er þó sérstakt við Makríl málið í heild sinni er að makrílinn hefur hingað til ekki gengið að neinu marki í íslenska og færeyska lögsögu, fyrr en núna í ár. Hvort að þetta verður árlegur viðburður er erfitt að segja til um. Það sem þó ber að hafa í huga að ESB ríkin sem veiða makríl eru að vernda sína hagsmuni eins og íslendingar vernda sína fiskveiðihagsmuni. Eini munurinn á þessu er þó að á Íslandi er þessi smádeila notuð til þess að blása upp ógeðfellda þjóðerniskennd íslendinga og auka andstöðuna við ESB á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Fisheries commissioner threatens Faroe and Iceland with ban over mackerel row

Lygari í lygafrétt á mbl.is

UKIP og lygarinn Nigel Farage er núna í frétt á Morgunblaðsvefnum þar sem hann fullyrðir að íslensk lögsaga muni fyllast af erlendum skipum ef íslendingar ganga í ESB. Þetta er auðvitað ekkert nema rakin lygi hjá umræddum Evrópuþingmanni (MEP).

Enda tryggja reglur ESB það að ekkert ríki getur veitt í íslenskri lögsögu. Þar er þá átt við staðbundafiskistofna. Í dag veiða erlend fiskiskip í íslenskri lögsögu þegar um er að ræða sameiginlega fiskistofna, sem koma og fara úr íslenskri lögsögu.

Hérna eru nokkur blogg um UKIP og Nigel Farage. Ég tek fram að þetta eru blogg sem ég er að vísa í, og því eru skoðaninar sem koma þar fram eign þeirra sem skrifa bloggin.

Hérna er eitt blogg um UKIP og lygar þeirra. (2010)
UKIP – Liars and racists (2009)
A letter to UKIP (2009)

Frétt Morgunblaðsins.


Segir ESB vilja íslensk mið en ekki skuldir

Fiskvinnsla HG lokar alltaf á sumrin, óháð strandveiðum

Fiskvinnsla HG hefur undanfarin ár lokað yfir sumarið óháð því að strandveiðar séu stundaðar eða ekki. Þetta er einfaldlega staðreynd. Þannig að fullyrðingar þess efnis í fjölmiðlum hjá forstjóra þess fyrirtækis að lokunin núna í sumar sé strandveiðum að kenna er því ekkert nema rakalaus þvættingur.

Fiskvinnsla HG hefur stundað lokanir yfir sumartímann allavegna frá árinu 2003 miðað við fréttir frá þeim tíma, en það árið var línuveiðum kennt um sumarlokunina það árið.

Það er algerlega óþolandi að svona þvæla fái að koma fram í fjölmiðlum á Íslandi án þess að nokkur gagnrýni eða athuganir á staðreyndum fari fram á fullyrðingum þessara manna sem hérna eiga í hlut. Þar sem það er augljóst að í mörgum tilvikum þá er þetta fólk einfaldlega að ljúga í fjölmiðlum, og gerir slíkt án þess að skammast sín.

Sannleikurinn um fiskveiðar íslendinga

Það er ansi ljótur sannleikurinn um fiskveiðar íslendinga og umgengina um fiskimiðin í kringum landið. Þetta speglast sérstaklega vel í nýlegri frétt sem ég rakst á fréttavefnum Pressan.is, þar sem er verið að fjalla um veiðar á sæbjúgum.

Þar kemur meðal annars þetta fram.

Fyrir ári síðan hafi sjávarútvegsráðuneytið svo heimilað öðrum að veiða á stærsta veiðisvæðinu og nú sé búið að loka því vegna ofveiði. Hafrannsóknarstofnun hafi talið að svæðið þyldi 800 tonna ársveiði en veiðin hafi líklega verið meiri. Segir að hinir nýju aðilar sem séu frá Sandgerði hafi flutt vöruna frysta og óunna.

Íslendingar voru ekki lengi að eyðileggja heilan stofn af sæbjúgum sem var á þessu veiðisvæði. Þetta er bara vegna græðgi íslendinga og kröfunar um að græða eins mikið og hægt er, á eins skömmum tíma og hægt er. Síðan voga íslendingar að halda því fram að íslenska fiskveiðikerfið sé gott. Ég er þar algerlega ósammála. Staðreyndin er sú að íslenska fiskveiðikerfið er hörmung og það þarf að stórbæta ef við ætlum ekki að eyðileggja miðin í kringum Ísland.

Frétt Pressunar.

Ráðuneytið fjölgaði leyfum: Rányrkja á sæbjúgum þurrkaði upp miðin sem leiddi til lokunar